Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 661 peptíð virðast fremur stuðla að taugaflöguút- fellingum en Aþ40 (2,5,14). Það er því nokkuð ljóst að prótínin App, Psl og Ps2 gegna mikil- vægu hlutverki í ferli Alzheimers sjúkdóms þótt einnig sé vitað að fleiri þættir koma við sögu. Hlutverk þessara himnuprótína er ekki þekkt. Ekki er nákvæmlega vitað hvernig Aþ- peptíðin myndast úr App né heldur hvernig Psl og Ps2 hafa áhrif á þá myndun. Ýmsar tilgátur hafa komið fram um hvernig þessi þrjú prótín valdi Alzheimers sjúkdómi. Ein gerir ráð fyrir að sjúkdómurinn komi fram vegna galla á flutningi niðurbrotsefna APP inni í taugafrumum. Sýnt hefur verið fram á að stökkbreyting í PS genum veldur aukningu á Aþ42. Einnig hefur verið sýnt fram á að stökk- breytingar í APP geni breyta umsetningu Aþ- peptíða sem leiðir til hækkunar á hlutfalli Aþ42/Aþ40 (2,14,15). í krafti þessara niður- staðna hefur verið sett fram sú tilgáta að stökk- breytingar í PS genum hafi áhrif á sundrun App eftir innfrumun App-viðtakans, ef til vill með því að beina App að stöðum innan frum- unnar sem leiða til aukinnar myndunar Aþ42. Örpíplur og örpíplutengd tau-prótín gætu einnig tengst umsetningu á App. Staðsetning Ps-prótínanna í frymisneti og golgikerfi passar vel við þessa tilgátu. Apólípóprótín E Apólípóprótín E (ApoE) er prótín í blóð- vökva og millifrumuvökva sem þjónar sem bindill fyrir lágþéttni lípóprótín (low-density- lipoprotein, LDL) og tekur þannig þátt í flutn- ingi kólesteróls og annarra lípíða. Meginhlut- verk apólípóprótíns E er að skila kýlómíkrón ögnum til lifrarinnar. Ein samsæta APOE gensins, APOE-e2, skráir ApoE2 prótín, þar sem amínósýra númer 158 er cýstín í stað argin- íns í ApoE3 og ApoE4. Þeir sem hafa ApoE-2 skila kýlómíkrón ögnum verr til lifrar og eru með fitudreyra (hyperlipidemi) af gerð III (36). Apólípóprótín E er framleitt í ýmsum líffær- um, þar á meðal í heila. Prótínið er í miklu magni í millifrumuvökva þar sem það tekur þátt í miðlun kólesteróls milli frumna. Það tek- ur einnig þátt í viðgerðum á vefjaskemmdum, til dæmis eykst magn prótínsins mikið þar sem gert er við taugaskemmdir (37). í heilanum er apólípóprótín E framleitt eingöngu af stjarn- frumum og virðist hafa lykilhlutverk í flutningi kólesteróls, fosfólípíða og annarra lípíða í heila þar sem lágþéttni lípóprótín og ApoB finnast ekki þar (37). Apólípóprótín E er til í þremur aðalafbrigð- um: ApoE2, ApoE3 og ApoE4. Þrjár gena- samsætur (e2, e3 og e4) skrá þessi afbrigði og er meðaltíðni þeirra eftirfarandi: e2 (0,073), e3 (0,783) og e4 (0,143). Nokkur breytileiki er milli þjóðflokka sérstaklega hvað varðar tíðni e2 og e4 samsætanna. Til dæmis er mikið um e4 samsætuna meðal Finna (0,227) en lítið af henni meðal Kínverja (0,064) (38). I ApoE4 er amínósýra númer 112 arginín, í stað cýstíns í ApoE3. Hins vegar er cýstín núm- er 158 í ApoE2 í stað arginíns í ApoE3 eins og áður var nefnt. ApoE2 hefur því tveimur cýstín amínósýrum fleiri en ApoE4 (39). APOE gen- ið er á litningi 19ql3.2 (17). Það er 3,7 kb á lengd með fjórar táknraðir. APOE-mRNA er 1163 núkleótíð á lengd og prótínið sem er þýtt af því er 317 amínósýrur, þar af er 18 amínó- sýrumerkiröð sem er klippt af, þannig að ApoE prótínið, sem seytt er úr frumunni, er 299 amínósýrur og 34,2 kD (37). Líklegt er að apólípóprótín E sé nauðsynlegt fyrir tauga- frumur til að lifa og til að endurnýja taugasíma þegar gera þarf við taugaskemmdir. Magn pró- tínsins eykst í taugum sem verða fyrir skaða. Apólípóprótín E getur bundist glýkósamínó- glýkani (GAG) millifrumefnisins og stuðlar þannig að tengingum taugafrumna við milli- frumuefnið auk þess sem það miðlar lípíðum til frumna taugarinnar (37). Það var fyrst árið 1993 að sýnt var fram á samband ApoE4 við síðkominn, ættlægan Alz- heimers sjúkdóm. Síðan hefurfjöldi rannsókna staðfest þetta samband (3,7,17-19,28). Þeir sem eru arfhreinir um genasamsætuna e4 (e4/ e4) fá miklu fremur síðkominn Alzheimers sjúkdóm en hinir sem ekki hafa þessa arfgerð. Reiknað hefur verið út frá fjölda rannsókna að áhættuaukningin sé fimm- til átjánföld í þess- um hópi (17). Sérstaklega er áberandi að þeir sem eru arfhreinir um APOE-e4 samsætuna fá sjúkdóminn fyrr en hinir sem ekki hafa þessa arfgerð (17). Sama á við um þá sem eru arf- blendnir um samsætuna e4 (e3/e4 eða e2/e4) þó að áhætta þeirra aukist ekki í sama mæli og hinna arfhreinu eða einungis tvö- til fjórfalt (17). Ahættuaukningin virðist þó vera tengd kynstofnum (19). I nýlegri rannsókn kom fram athyglisverður kynjamunur varðandi samband apoE4 og Alz- heimers sjúkdóms. Þar kom fram að meðal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.