Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 68
686 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Björn Logi Björnsson Hugleiðingar um Læknamiðlun Læknar, þjónusta og ímynd stéttarinnar Heildarsamtök lækna geta staðið betur vörð um framtíð stéttarinnar með jákvæðum og gagnkvæmt hagstæðum sam- skiptum við almenning. Því miður er fréttaflutningur varð- andi lækna oft neikvæður, sér- staklega varðandi kjarabaráttu þeirra. Sá þáttur er líka nauð- synlegur, en hann virkar kulda- lega og safnar lítilli velvild. Ef læknum hugkvæmist ekkert nýtt varðandi almenningstengsl er vandséð hvert stefnir, í heimi þar sem heilbrigðisstéttir aug- lýsa sig með veggspjöldum. Nú gæti verið tækifæri að gera eitt- hvað fyrir almenning sem hinn venjulegi maður allt í senn tekur eftir, skilur og kann að meta. Hér er hugmynd um nokkuð sem mætti kalla Læknamiðlun. Hver sem er getur gert þetta, en LI er vel í stakk búið til að koma boltanum af stað. Sjúkraráðgjöf eftirsótt Mörg læknishjálpin felst ein- ungis í viðtali. Svör við spurn- ingum um úrræði gegn sjúk- dómum og félagslegum vanda- málum er snar þáttur í læknisstarfinu. Fyrir venjulegan mann er heilbrigðiskerfið flókið og vandratað. Fólk sækist eftir því að fá leiðsögn í síma, enda eðlilegt, því það er bæði ódýrt og fljótlegt. Flestum þætti æski- legt að fá allar tegundir sjúkra- ráðgjafar í einu símanúmeri. Dæmi: - þarfnast tiltekin einkenni at- hugunar hjá heimilislækni eða ákveðinni grein sérfræð- inga? - þarf að grípa til ráðstafana gagnvart tilteknum einkenn- um strax eða mætti það bíða? - á sjúklingur rétt á lyfjakorti? - hvað kostar hnéspeglun? - er hægt að kaupa lausasölulyf við tilteknum kvilla? - hvað gerir maður eftir þving- að samræði? - hvað gerir maður ef geðfatl- aður ástvinur tekur ekki lyfin sín? - hvað gerir maður við tann- verk sem lagast ekki við verkjalyf? Sjúkraráðgjöf torsótt um síma Heimilislæknar svara í síma flestir um hálfa klukkustund virka daga og ekki utan skrif- stofutíma, hjúkrunarfræðingar veita yfirleitt ekki slíka þjón- ustu og sérfræðingar bjóða ekki upp á slíkt daglega. Þar fyrir ut- an má ekki gleyma því að nokkrar tegundir sjúkraráðgjaf- ar eru veittar af öðrum starfs- stéttum heldur en læknum, til dæmis félagsráðgjöfum, tann- læknum, sjúkraþjálfurum, lyfja- fræðingum, „vítamínsérfræð- ingum“ og lögfræðingum. Gagnlegra væri ef til vill að öll slík upplýsingamiðlun væri í gegnum eitt símanúmer. Tímapantanir hjá sér- fræðingum óskilvirkar Ef einstakling vantar tíma hjá sérfræðingi fljótt (og auðvitað vilja allir alltaf fá tíma fljótt!) þá er það tafsamt eða illfram- kvæmanlegt, vegna þess að: - sérfræðingar eru ekki skráðir í símaskrána eftir sérgrein, - erfitt er að vita hvaða sér- fræðingur getur boðið upp á tíma fljótt, - margir sérfræðingar bjóða ekki tíma fyrr en eftir dúk og disk, - sumir sérfræðingar taka ekki við nýjum sjúklingum, - sérfræðingar færa móttökur sínar alloft í ný aðsetur og ný símanúmer, - suma sérfræðinga vantar fleiri sjúklinga, en hverjir eru þeir? Þannig þarf maður oft að eyða töluverðum tíma í síma- hringingar. Símaaðstoð heilsugæsl- unnar ófullnægjandi Heimilislæknar eru fáliðaðir. Viðtalstímar eru í stysta lagi, en sérstaklega eru símatímar skornirviðnögl. Afleiðingarnar eru þær að: - oftast er bið eftir að fá stofu- viðtal við eigin lækni, - stofutíminn er knappur þann- ig að oft er mál ekki fullrætt. - símatímarnir eru fáir, stuttir og ofhlaðnir, ítarleg samtöl eru óhugsandi, - heimilislæknar eiga erfitt með að ráðstafa sérfræð- ingsviðtali fyrir sjúklinga. Símaaðstoð sérfræðinga ófullnægjandi Sérfræðingar á sjúkrahúsum hafa gjarnan einn stuttan síma- tíma í viku og sumir sjúklingar kvarta yfir að læknarnir þeirra séu „ekki við í símatímanum trekk í trekk, en þegar þeir eru við er ómögulegt að komast að“. Sjálfstæðir sérfræðingar virðast ekki hafa skipulagða al- menna vaktþjónustu fyrir síma- fyrirspurnir. Deildarlæknar hafa fyrst og fremst skyldur við innlagða sjúklinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.