Læknablaðið - 15.10.1997, Page 68
686
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Björn Logi Björnsson
Hugleiðingar um Læknamiðlun
Læknar, þjónusta og
ímynd stéttarinnar
Heildarsamtök lækna geta
staðið betur vörð um framtíð
stéttarinnar með jákvæðum og
gagnkvæmt hagstæðum sam-
skiptum við almenning. Því
miður er fréttaflutningur varð-
andi lækna oft neikvæður, sér-
staklega varðandi kjarabaráttu
þeirra. Sá þáttur er líka nauð-
synlegur, en hann virkar kulda-
lega og safnar lítilli velvild. Ef
læknum hugkvæmist ekkert
nýtt varðandi almenningstengsl
er vandséð hvert stefnir, í heimi
þar sem heilbrigðisstéttir aug-
lýsa sig með veggspjöldum. Nú
gæti verið tækifæri að gera eitt-
hvað fyrir almenning sem hinn
venjulegi maður allt í senn tekur
eftir, skilur og kann að meta.
Hér er hugmynd um nokkuð
sem mætti kalla Læknamiðlun.
Hver sem er getur gert þetta, en
LI er vel í stakk búið til að koma
boltanum af stað.
Sjúkraráðgjöf eftirsótt
Mörg læknishjálpin felst ein-
ungis í viðtali. Svör við spurn-
ingum um úrræði gegn sjúk-
dómum og félagslegum vanda-
málum er snar þáttur í
læknisstarfinu. Fyrir venjulegan
mann er heilbrigðiskerfið flókið
og vandratað. Fólk sækist eftir
því að fá leiðsögn í síma, enda
eðlilegt, því það er bæði ódýrt
og fljótlegt. Flestum þætti æski-
legt að fá allar tegundir sjúkra-
ráðgjafar í einu símanúmeri.
Dæmi:
- þarfnast tiltekin einkenni at-
hugunar hjá heimilislækni
eða ákveðinni grein sérfræð-
inga?
- þarf að grípa til ráðstafana
gagnvart tilteknum einkenn-
um strax eða mætti það bíða?
- á sjúklingur rétt á lyfjakorti?
- hvað kostar hnéspeglun?
- er hægt að kaupa lausasölulyf
við tilteknum kvilla?
- hvað gerir maður eftir þving-
að samræði?
- hvað gerir maður ef geðfatl-
aður ástvinur tekur ekki lyfin
sín?
- hvað gerir maður við tann-
verk sem lagast ekki við
verkjalyf?
Sjúkraráðgjöf torsótt
um síma
Heimilislæknar svara í síma
flestir um hálfa klukkustund
virka daga og ekki utan skrif-
stofutíma, hjúkrunarfræðingar
veita yfirleitt ekki slíka þjón-
ustu og sérfræðingar bjóða ekki
upp á slíkt daglega. Þar fyrir ut-
an má ekki gleyma því að
nokkrar tegundir sjúkraráðgjaf-
ar eru veittar af öðrum starfs-
stéttum heldur en læknum, til
dæmis félagsráðgjöfum, tann-
læknum, sjúkraþjálfurum, lyfja-
fræðingum, „vítamínsérfræð-
ingum“ og lögfræðingum.
Gagnlegra væri ef til vill að öll
slík upplýsingamiðlun væri í
gegnum eitt símanúmer.
Tímapantanir hjá sér-
fræðingum óskilvirkar
Ef einstakling vantar tíma hjá
sérfræðingi fljótt (og auðvitað
vilja allir alltaf fá tíma fljótt!) þá
er það tafsamt eða illfram-
kvæmanlegt, vegna þess að:
- sérfræðingar eru ekki skráðir
í símaskrána eftir sérgrein,
- erfitt er að vita hvaða sér-
fræðingur getur boðið upp á
tíma fljótt,
- margir sérfræðingar bjóða
ekki tíma fyrr en eftir dúk og
disk,
- sumir sérfræðingar taka ekki
við nýjum sjúklingum,
- sérfræðingar færa móttökur
sínar alloft í ný aðsetur og ný
símanúmer,
- suma sérfræðinga vantar
fleiri sjúklinga, en hverjir eru
þeir?
Þannig þarf maður oft að
eyða töluverðum tíma í síma-
hringingar.
Símaaðstoð heilsugæsl-
unnar ófullnægjandi
Heimilislæknar eru fáliðaðir.
Viðtalstímar eru í stysta lagi, en
sérstaklega eru símatímar
skornirviðnögl. Afleiðingarnar
eru þær að:
- oftast er bið eftir að fá stofu-
viðtal við eigin lækni,
- stofutíminn er knappur þann-
ig að oft er mál ekki fullrætt.
- símatímarnir eru fáir, stuttir
og ofhlaðnir, ítarleg samtöl
eru óhugsandi,
- heimilislæknar eiga erfitt
með að ráðstafa sérfræð-
ingsviðtali fyrir sjúklinga.
Símaaðstoð sérfræðinga
ófullnægjandi
Sérfræðingar á sjúkrahúsum
hafa gjarnan einn stuttan síma-
tíma í viku og sumir sjúklingar
kvarta yfir að læknarnir þeirra
séu „ekki við í símatímanum
trekk í trekk, en þegar þeir eru
við er ómögulegt að komast
að“. Sjálfstæðir sérfræðingar
virðast ekki hafa skipulagða al-
menna vaktþjónustu fyrir síma-
fyrirspurnir. Deildarlæknar
hafa fyrst og fremst skyldur við
innlagða sjúklinga.