Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 643 allir íbúarnir í þjónusturými voru þátttakendur í eigin mati, en aðeins helmingur fbúa í hjúkr- unarrými. Samkvæmt gögnunum voru nær allir skráðir sjálfráða, enda þótt um það bil helmingurinn hefði einhvers konar skerðingu á vitrænni getu, fleiri í hjúkrunarrými en færri í þjónustu- rými. Einungis 15% íbúa í hjúkrunarrými voru taldir fullkomlega sjálfstæðir í ákvörðunum er snertu daglegar athafnir. Um fjórðungur íbúa hafði umtalsverða heyrnarskerðingu. Allflestir gátu gert sig skilj- anlega með talmáli. Sjónskerðing var stórt vandamál þar sem þriðjungur íbúa í hjúkrunar- rými var með verulega eða mikið skerta sjón og annar þriðjungur með skerta sjón. Langflestir notuðu hjálpartæki vegna sjónskerðingar. Helstu sjúkdómsgreiningar reyndust heila- bilun, gigt, beinþynning, háþrýstingur, krans- æðasjúkdómur, þunglyndi, heilaáföll, kvíði, ský á auga og gláka. Helstu heilsufarskvartanir íbúanna voru hins vegar verkir, sérlega í lið- um, svimi, bjúgur, hægðatregða og mæði. Meðalfjöldi lyfja var 7,0 á höfuðborgarsvæðinu en 6,4 á Akureyri, sú tala nær einnig til víta- mína, kalks og húðlyfja. Fjórðungur tók geð- deyfðarlyf. Á höfuðborgarsvæðinu tóku 61,8% róandi lyf og svefnlyf, en 53,8% á Akureyri. Sjúkraþjálfun er algengasta sérhæfða þjálfunin sem aldraðir fá á öldrunarstofnunum. Reglu- lega er fylgst með heilsufari íbúanna og kemur það meðal annars fram í fjölda rannsókna sem framkvæmdar eru. íbúar í hjúkrunarrými búa við mikla færni- skerðingu hvað athafnir daglegs lífs varðar og þurfa mikla aðstoð. Einstaklingar í þjónustu- rými eru hins vegar nokkuð sjálfbjarga í at- höfnum daglegs lífs. Um helmingur íbúa í hjúkrunarrými líður fyrir lausheldni á þvagi. Um eða yfir 80% allra íbúa á öldrunarstofn- unum hafa gervitennur. Um þriðjungur íbúa í hjúkrunarrými á erfitt með að tyggja. Meðal- þyngd íbúa í hjúkrunarrými er lægri en íbúa í þjónusturými. Hátt hlutfall íbúanna fær fyrir- byggjandi húðmeðferð gegn sáramyndun og liggur á sérstökum rúmdýnum. Þrír fjórðu íbúanna í þjónusturými á auðvelt með samskipti við aðra, en liðlega 40% þeirra sem eru í hjúkrunarrými. Liðlega fimmtungur allra íbúa á öldrunarstofnunum tjáir sig um andlega vanlíðan. Helsta tómstundagamanið er fólgið í því að hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Af heilsufarsástæðum geta einungis um 40% íbúa í hjúkrunarrými nýtt sér ljós- vakamiðla. Nærmynd þessi lýsir miklum heilsufars- vanda og færnitapi þeirra sem búa í hjúkrunar- rými. Þeir sem búa í þjónusturými eru alla jafnan sjálfbjarga, enda hafa þeir oftast vistast af félagslegum ástæðum ásamt með andlegri vanlíðan. Samanburður innan og milli stofn- ana, svo og alþjóðlegur samanburður mun verða lærdómsríkur og sýna hvar íslendingar standa vel og hvar þeir geti bætt sig. Dæmi um spurningar sem vakna eru: Hvaða áhætta er fólgin í því að fólk með vitræna skerðingu sé talið sjálfráða í fjármálum? Ábendingu um þetta efni hefur verið komið til dómsmálaráðu- neytisins. Er svefnlyfjanotkun á íslandi óhóf- leg? Hvað með notkun á geðdeyfðarlyfjum? Eru Islendingar betri en aðrar þjóðir í því að greina og meðhöndla þunglyndi meðal aldr- aðra? Þannig mætti lengi halda áfram. Alþjóðlegt samstarf, framtíðarsýn RAI mælitækið hefur verið tekið upp víða um heim og á árinu 1995 var ákveðið að allir íbúar öldrunarstofnana á íslandi skyldu metnir samkvæmt aðferðarfræði þess. Tölvunefnd hefur samþykkt verkefnið og mun trúnaðar- maður hennar útdeila sérstökum dulkennitöl- um til allra þeirra sem vistast á öldrunarstofn- anir, þannig að fyllstu persónuleyndar verði gætt við úrvinnslu gagna sem safnast. íslend- ingar sem vistast á elli- og hjúkrunarheimilum munu því njóta þeirrar framþróunar sem hlýst af notkun mælitækisins. Fagaðilar munu greina áhættuþætti hrörnunar og geta leitað leiða til að fyrirbyggja slíka hrörnun. Gæðavísarnir verða mikilvægir og möguleiki verður á því að greiða fyrir hjúkrunarheimilisþjónustu eftir þyngdarstuðlum hvers heimilis fyrir sig og tryggja þannig sjúklingum með miklar hjúkr- unarþarfir aðgang að hjúkrunarheimilum til jafns við þá sem þarfnast minni umönnunar. Islendingar eru í alþjóðlegu samstarfi um notkun RAI mælitækisins. Þjóðir frá öllum heimsálfum eru þátttakendur og nefnist al- þjóðahópurinn Inter-RAI. Innan Evrópu er talað um Euro-RAI og á Norðurlöndum Nord- RAI. Alþjóðlega kallast íslenski hópurinn Ice- RAI. Reynslan af mælitækinu á öldrunarstofn- unum þykir svo góð að nú er verið að hanna sambærilegt tæki fyrir heimahjúkrun aldraðra og standa vonir til þess að forprófa það mæli- tæki í Reykjavík á haustdögum 1997. Þá er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.