Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 14
638 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 skoðað áhrif vitrænnar getu við upphafsskoð- un og sýndu sterka fylgni með lifun. Auk þess sýndu þeir aukna áhættu ef saga var um byltur eða til staðar voru atferlistruflanir. Þessi ein- kenni koma einkum fram á síðari stigum sjúk- dómsins og því eðlilegt að lífshorfur þeirra séu lakari. Erlendar rannsóknir hafa þannig sýnt að al- gengustu sjúkdómarnir sem valda heilabilun skerða lífshorfur fólks verulega. Þessar rann- sóknir virðast ennfremur sýna að lífshorfur þeirra hafi batnað nokkuð á síðastliðnum tveimur áratugum (24), einkum ef borið er saman við elstu rannsóknirnar (7) en þó ber að geta þess að aðferðir við sjúkdómsgreiningu hafa breyst mikið og skilmerki sjúkdómanna einnig. Ennfremur eru aðferðir og framsetning niðurstaðna mismunandi í þeim rannsóknum sem hér hefur verið vitnað til og síðast en ekki síst er sjúklingum sjaldan fylgt eftir lengur en fjögur til fimm ár. Þýðið í þessari rannsókn eru einstaklingar sem komið hafa í dagvistun á 10 ára tímabili. Einungis sjúklingar með heilabilun sem sjúk- dómsgreiningu sækja þessa dagvistun sem á umræddu tímabili var sú eina sinnar tegundar í landinu. Auk heilabilunar hafa inntökuskilyrði verið það mat að viðkomandi sjúklingar hefðu sennilega gagn af því sem þar fer fram. Þetta hefur einkum útilokað þá sem höfðu langt genginn sjúkdóm. Útilokaðir hafa verið ein- staklingar með líkamlega fötlun sem hindrar stigagöngu. Þótt ekkert verði um það fullyrt er líklegt að slíkir einstaklingar hafi heilabilun á hærra stigi en þeir sem innritaðir voru í dagvist- unina eða séu haldnir sjúkdómum sem geta stytt ævilíkur. Örfáir sjúklingar með erfiðar at- ferlistruflanir voru einnig útilokaðir, en ein rannsókn (14) hefur sýnt að slík einkenni eru áhættuþáttur fyrir skemmri lifun. Einstakling- ar sem reyndust hafa meiri atferlistruflanir eft- ir innritun en dagvistin gat borið og útskrifuð- ust því fljótt eru hins vegar taldir með. í reynd hafa því afar fáir sjúklingar verið útilokaðir af annarri ástæðu en þeirri að heilabilun þeirra væri komin á of hátt stig. Hópurinn endur- speglar því vel sjúklinga með heilabilun á höf- uðborgarsvæðinu á umræddu tímabili. Islenskir sjúklingar með heilabilun lifa mis- munandi lengi eftir sjúkdómsgreiningu og aldri við upphaf sjúkdóms. Lífshorfur þeirra eru af- gerandi lakari en jafnaldra þeirra (tafla III), en þessar tölur eru þó aðeins marktækar fyrir sjúklinga með síðkominn Alzheimers sjúkdóm (290,0) og þegar allir sjúklingar með Alzheim- ers sjúkdóm eru skoðaðir án tillits til aldurs við upphaf sjúkdóms (290,0 og 290,1). Fjöldinn í hinum hópunum tveimur er lítill og leyfir ekki aðrar túlkanir en þær að svo virðist sem þeir lifi skemur en jafnaldrar. Karlar virðast þó hafa lakari lífshorfur en konur í báðum sjúkdóms- flokkunum (290,1 og 290,4). Þessi munur kem- ur bæði fram sem munur milli kynja og sem hlutfallslegur munur milli sjúklinga og saman- burðarhóps. Lífshorfur sjúklinga með síðkom- inn Alzheimers sjúkdóm á Islandi virðast betri en sýnt hefur verið í erlendum rannsóknum. í samantekt Wang frá 1971 (7) lifðu sjúklingar með elliform Alzheimers sjúkdóms í 5,1 ár, en íslenskar konur 9,5 ár og karlar 8,2 ár. Hafa verður þann fyrirvara að samanburður er erfið- ur. Þýðið er misjafnt, einstaklingar búandi heima, sjúklingar á móttökum sjúkrahúsa, vistmenn á hjúkrunarheimilum eða eins og hér, sjúklingar á dagvistun. Eðlilegast er að bera þessa rannsókn saman við rannsóknir sem fylgja eftir sjúklingum á móttöku sjúkrahúss. Áður hefur verið minnst á mismunandi við- miðun við upphaf, það er hvort miðað er við upplýsingar um upphaf einkenna eða hvort miðað er við þann tíma sem greiningin er gerð. Þýðum er fylgt eftir í mislangan tíma, oftast tvö til sex ár. I þessari rannsókn er sjúklingum að meðaltali fylgt eftir í sex ár. Lifun er misjafn- lega reiknuð út, ýmist sem hlutfall lifenda að ákveðnum tíma liðnum eða sem áhættuhlut- fall. I samantekt van Dijk (8) er reynt að gera samanburð milli 38 rannsókna sem skipt var í fjóra flokka eftir þýði. Valin var sú leið að skoða hlutfall lifenda eftir tvö ár og er því ekki unnt að miða niðurstöðu þessarar rannsóknar við þá samantekt. Samkvæmt þessari aðferð var ekki unnt að sýna fram á bættar lífhorfur síðastliðinn áratug, en ef skoðaðar eru rann- sóknir sem fylgt hafa sjúklingum eftir í lengri tíma má sjá bættar horfur (24). Auknar lífslíkur sjúklinga með heilabilun síðastliðna áratugi, að því gefnu að sú aukning sé raunveruleg, stafar sennilega af betri um- önnun og stuðningi við þessa sjúklinga auk þess sem almennt betri lífslíkur í þjóðfélaginu koma þessum einstaklingum einnig til góða. Líkur benda til að lífshorfur íslenskra sjúklinga með heilabilun hafi batnað undanfarna tvo áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.