Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 18

Læknablaðið - 15.10.1997, Side 18
642 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 RAI mælitækið inniheldur þrjá þætti: mats- þætti (Minimum Data Set, MDS), matslykla fyrir einstök viðfangsefni (Resident Assess- ment Protocols, RAPS) og leiðbeiningarhand- bók. Tilgangur matsþáttanna er að greina styrkleika, óskir og þarfir íbúanna í lykilatrið- um og gefa heildræna mynd af færni þeirra. Mælitækið tekur til upplýsinga um eftirtalda þætti (11): persónuupplýsingar (undir dulnefni þegar þær eru sendar frá stofnuninni), vitræna getu, tjáskipti, heyrn, sjón, líkamlega færni og vandamál, stjórn á þvagi og hægðum, andlega og félagslega vellíðan, hugarástand og atferlis- munstur, virkni, þátttöku í félagsstarfi, sjúk- dómsgreiningar, heilsufarsvanda, munn- og næringarástand, tannheilsu, ástand húðar, lyfjanotkun og sérstaka meðferð og aðgerðir. Matslyklarnir fela í sér leiðbeiningar til starfsmanna stofnunarinnar við sérhæft mat, svo sem ítarlegra mat á vitrænni skerðingu, andlegri vanlíðan, byltum og þvagleka svo dæmi séu tekin. Markmiðið er að greina bæt- anlega þætti færnitaps og skerpa umönnunar- áætlanir þannig að auka megi möguleika íbúans á að ná og viðhalda hámarksfærni, auk andlegrar og félagslegrar vellíðunar. Meta þarf einstaklinginn við innlögn, þannig að hægt sé að þróa meðferðaráætlanir. Eftir það er hann metinn árlega og í þeim tilvikum að miklar breytingar verði á heilsufari. Árs- fjórðungslegt styttra mat er framkvæmt til að fylgjast með gæðum þjónustunnar og mögu- leiki er að flokka einstaklingana eftir meðferð- arþyngd, sem aftur gefur tækifæri til að greiða fyrir þjónustuna eftir þyngdarstuðli. Allir þess- ir þættir eru mögulegir utan Bandaríkjanna, ef þýðing og staðbundin útfærsla er vönduð (12- 14). Út frá RAI breytunum hafa verið þróaðir gæðavísar sem byggja á lykilbreytum er meta afdrif einstaklingins (til dæmis legusár og notk- un á þvagleggjum) og auðvelda þeir gæða- tryggingu innan stofnananna og einnig eftirlit með gæðum af hálfu hins opinbera (15). Áhrif RAI mælitækisins á gæði hafa verið metin með því að bera saman gæðavísa frá því fyrir og eftir að mælitækið var tekið upp (16). Matið fór fram í 10 fylkjum í Bandaríkjunum. Það tók til 269 öldrunarstofnana, sem valdar voru af handahófi, og leiddi til skoðunar á 4000 íbúum. Annars vegar hafði matið verið fram- kvæmt fyrir RAI matið 1990-1991 og hins vegar eftir að búið var að innleiða það um vor og haust 1993. Marktækar breytingar fundust á eftirfarandi þáttum: Upplýsingar í sjúkraskrá voru heildstæðari og áreiðanlegri. Meðferðar- áætlanir tóku til fleiri vandamála, svo sem áhættuþátta fyrir færnitapi og slysum og gáfu meiri möguleika á bættri færni. Fjölskyldur og íbúar tóku virkari þátt í ákvörðunum um með- ferð. Notkun lífserfðaskráa var aukin. Mun fleiri voru virkir. Þá dró úr óæskilegum úrræð- um, svo sem notkun á innihggjandi þvagleggj- um og fjötrum. Marktækt dró úr færnitapi hvað varðar athafnir daglegs lífs, vitrænu tapi og algengi þvagleka. Þá dró marktækt úr inn- lögnum á sjúkrahús frá öldrunarstofnunum, án þess að dánartíðni ykist. í þessari sömu skýrslu var greint frá viðhorf- um stjórnenda og heilbrigðisstarfsmanna á öldrunarstofnunum til RAI mælitækisins. Yfir- gnæfandi meirihluti taldi mælitækið hafa bætt gæði mats og meðferðaráætlana á viðkomandi stofnun, auk þess að bæta líkur þess að vanda- mál yrðu greind og meðhöndluð á virkan hátt. íslensk forkönnun á notagildi RAI mælitækisins Árið 1994 stóðu höfundar þessarar greinar að könnun á notagildi RAI tækisins á Islandi. Áður hafði mælitækið verið þýtt á íslensku og endurþýtt á ensku og var sú þýðing yfirfarin af höfundum mælitækisins til þess að tryggja gæði þýðingarinnar. Með samþykki tölvunefndar og siðanefndar Borgarspítalans og í samráði við stjórnendur öldrunarstofnana var öllum íbúum á öldrunarstofnunum á Stór-Reykjavíkursvæð- inu, Akureyri og Kirkjubæjarklaustri boðin þátttaka í könnuninni. Alls náði könnunin til 1641 einstaklings en þátttaka varð 91%. Ein- ungis 1,3% höfnuðu þátttöku. Sumir létust og aðrir gátu ekki verið með meðal annars vegna sjúkraliðaverkfalls sem setti mark sitt á starfs- árið 1994. Rannsóknin var kölluð Daglegt líf á hjúkrunarheimili. Heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á öldrunarstofnunum 1994. ítarlegar nið- urstöður rannsóknarinnar birtust í riti er út kom á vegum Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins árið 1995 (11). Hér verður ein- ungis gefin stutt lýsing en með vísan í áður- nefnt rit hvað varðar nákvæmar tölur og ein- stök atriði. Meirihluti íbúanna voru konur og voru þær nokkru eldri en karlarnir, en meðalaldur beggja kynja var um 84 ár. Ibúarnir höfðu dval- ið að meðaltali í liðlega þrjú og hálft ár. Nær

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.