Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1997, Page 26

Læknablaðið - 15.10.1997, Page 26
650 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Table III. Cognitive ability of inhabitants aged 70 and over in an agricultural community (area A, n=256) and a fishing community (area F, n=185) Test Results 95% confidence interval Area A Area F Area A Area F P-value MMSE 25.7 points 23.1 points 22.0-29.4 18.5-27.7 <0.001 WAIS-Similarities 10.5 pairs 7.4 pairs 4.5-16.5 1.4-13.4 <0.001 Trail A* 99.7 sec 130.0 sec 47.9-151.5 58.9-189.0 <0.001 Trail B** 197.5 sec 272.8 sec 79.9-315.1 119.7-425.6 <0.01 * n = 170 in area A/103 in area F ** n = 82 in area A/ 40 in area F takenda, en á svæði L gátu 82 (29,3%) leyst það af hendi og 40 (21,1%) á svæði S. Skýra þessi botnáhrif sennilega lakari marktækni í því prófi en hinum þremur. Einstaklingar sem fengu færri en 10 stig á MMS-prófinu voru teknir frá við útreikning því nokkur munur reyndist vera á fjölda þeirra milli svæða. Það breytti niðurstöðunni ekkert, meðalstig á svæði L var þá 25,7±3,7 stig og á svæði S 24,0 ± 4,6 stig og munurinn marktækur sem nemur p<0,001 eins og áður. Einstakir þættir í MMS- prófinu voru skoðaðir sérstaklega. Áttun í tíma og á stað reyndust álíka betri á svæði L en á svæði S (tími: p<0,001; staður: p= 0,001) og bendir það til þess að prófstaður hafi lítið að segja í þessari rannsókn. Skoðaðar voru niður- stöður þegar allir þeir sem prófendur mátu að hefðu líkamlega ágalla er gætu haft áhrif á frammistöðu voru teknir út. Á svæði L falla þá út 50 einstaklingar (19,5%) en 35 einstaklingar (19,9%) á svæði S. Niðurstaðan á MMS-próf- inu er þá 26,5 ± 2,8 stig á svæði L og 24,8 ± 4,1 á svæði S og munurinn milli svæða helst óbreyttur. Aldur þátttakenda á svæði L reynd- ist eilítið hærri en á svæði S eða 78,5 ár miðað við 78,2 ár og aldur getur því ekki skýrt fram- kominn mun. í sumum rannsóknum hafa kon- ur komið lakar út en karlar. Þessi munur hefur reyndar í flestum tilfellum skýrst með aldurs- muni vegna meira langlífis kvenna (6,17). Svo er einnig í þessari rannsókn. Þegar tekið er tillit til aldurs hverfur þessi munur. Athugað var hvort einhver munur væri á brottflutningi milli landsvæðanna og fengnar upplýsingar um íbúafjölda og aldurssamsetningu á árunum 1920-1970. Enginn munur milli landsvæða kom fram í þessum þætti. Enginn munur reyndist vera á skólagöngu þegar skoðað var 41 manns úrtak árið eftir. Enginn reyndist hafa háskóla- próf og aðeins um 10% framhaldsskólapróf á báðum landsvæðum. Tíðni heilabilunar metin út frá MMS-prófi er hærri en víðast annars staðar ef miðað er við að mörk eðlilegs og óeðlilegs ástands sé við 22 og 23 stig á því prófi. Umræða Þessi rannsókn leiddi í ljós verulegan mun á vitrænni getu einstaklinga 70 ára og eldri í tveimur aðskildum landsvæðum á Islandi. Til- gátan var hins vegar sú að enginn munur yrði á þessum hópum. Ekki er líklegt að þennan mun megi rekja til þeirra aðferða sem notaðar voru. Valin voru einföld taugasálfræðileg próf sem hafa sýnt góða endurtektarnákvæmni (16,18), sálfræðinemar og kennari voru þjálfaðir í notk- un þeirra, höfundar fóru yfir niðurstöður og mátu öll vafaatriði og hvað varðar eitt prófið (líkingar) voru svör skráð orðrétt af prófend- um, en túlkuð af einum höfunda (ÞJJ). Hugs- anleg eru nokkur atriði í aðferðinni sem gætu skýrt þennan mun að einhverju leyti. Það er ætíð vafamál hvort prófa eigi verulega heilabil- að fólk með minnisprófum. Á svæði S voru fimm og á svæði L 24 einstaklingar sem dæmdir voru óhæfir til að taka þátt í prófinu (tafla II). Því má vera að prófendur á svæði S hafi prófað veikari einstaklinga en prófaðir voru í svæði L. Til að leiðrétta þetta hugsanlega misræmi voru einstaklingar sem fengu færri en 10 stig á MMS- prófi teknir frá við útreikning en niðurstaðan breyttist ekki við það. Annað atriði sem hugs- anlega hefur áhrif er hvar próf er lagt fyrir. Á svæði L var farið heim til flestra þátttakenda en á svæði S voru flest prófin lögð fyrir á heilsu- gæslustöð. Fyrirfram var gert ráð fyrir að flest- ir yrðu prófaðir á heilsugæslustöð, en heima ef erfitt væri að koma öðru við. Aðstæður reynd- ust misjafnar á landsvæðunum og þetta atriði hafði auk þess ekki verið samræmt nægilega fyrirfram. Ósennilegt er að þetta atriði geti skýrt svo mikinn mun á niðurstöðum sem hér

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.