Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 37

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 37
Olíumálverk efiir Henning Bang. Nýtt flogaveikilyf frá Novo Nordisk Sú tilfinning að finna fyrir ró og bjartsýni, léttir á því þrúgandi ástandi sem flogaveikir lifa við. Sú upplifun að finna fyrir aukinni getu og frelsi, leiðir til öryggiskenndar og betra lífs fyrir flogaveika. Fyrsta lyfið sem hindrar endur- upptöku GABA sértækt13 GabitriP tiagabin er áhrifaríkt í meðhöndlun staðfloga hvort sem í kjölfarið fylgja allsherjar krampaköst eða ekki.2 Gabitril® tiagabin Ábendingar: Gabitril er flogaveikilyf ætlað til notkunar samhliða öðrum krampastillandi lyfjum til meðhöndlunar á staðflogumípartial seizures) hvort sem í kjöifarið fylgja allsherjar krampaköst (secondary generalisation) eða ekki. Gögn um verkun Gabitril eins sér (monotherapy) við meðferð á floga- veiki liggja ekki fyrir. Frábendingar: Engar þekktar. Aukaverkanir: Aukaverkanir eru venjulega vægar eða mjög vægar. í flestum tilvikum eiga aukaverkanir sér stað meðan verið er að auka skammtana á Gabitril. Þær aukaverkanir sem oftast hafa komið fyrir í klínískum rann- sóknum við notkun Gabitrils samhliða öðrum krampastillandi lyfjum, en hafa ekki sést í sama mæli hjá sjúklingum, sem meðhöndlaðir hafa verið með lyfleysu, eru svimi, þreyta og óróleiki. Sjaldgæfari aukaverkanir, sem lýst hefur verið eru skjálfti, niðurgangur, geðdeyfð og geðstirðleiki Varúð: Gabitril umbrotnar í lifur og því ætti að breyta skömmtun lyfsins hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, þ.e.a.s. gefa lægri skammta eða láta líða lengra á milli skammta. Þó ekkert bendi til að fólk fái fráhvarfskrampa við að hætta á Gabitril meðferð er mælt með að f slíkum tilvikum sé dregið úr meðferð smátt og smátt yfir tveggja til þriggja vikna tímabil. Eins og við notkun annarra flogaveikilyfja ætti að gæta varúðar við akstur og vélastjór- nun, þegar sjúklingar taka Gabitril. Meðganga og brjóstagjöf: Reynsla liggur ekki fyrir. Reynsla af notkun Gabi- trils hjá þunguðum konum er takmörkuð en dýratilraunir benda ekki til aukinnar tíðni á fósturskemmdum eða göllum. Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun Gabitrils samhliða brjóstagjöf. Á meðgöngutíma og við brjósta- gjöf ætti einungis að nota Gabitril ef kostirnir við meðferðina eru augljósle- ga meiri en hugsanleg áhætta. Milliverkanir: Flogaveikilyf sem hafa áhrif á lifrarhvata (lifrarenzým), t.d. fenýtóín, karbamazepín, fenóbarbital (fenemal), og prímídón, auka umbrot tíagabíns í lifur. Gabitril hefur ekki marktæk áhrif á blóðþéttni fenýtóíns, karbamazepíns, fenóbarbitals (fenemals), valpróats, warfaríns, digóxíns, teófýllíns, eða hormóna frá getnaðarvarnatöflum. Címetidín hefur ekki mark- tæk áhrif á blóðþéttni tíagabíns Ofskömmtun: Einungis eru til fáar skýrslur um eiturverkanir Gabitrils en einkenni eiturverkunar eru sljóleiki, svimi, riða eða skortur á samhæfingu vöðva. í versta falli getur sjúklingur orðið viðutan og fjarrænn. Vitað er um einn sjúkling sem missti meðvitund eftir að hafa tekið 300 mg af Gabitrili ásamt fenýtóíni. í öllum tilvikum hafa einkenni um eiturverkun af Gabitrili gengið til baka innan 24 klst. án nokkurra eftirkasta. Sjúklingar með eiturverkanir af Gabitrili ættu að vera undir eftirliti læknis og fá viðeigandi stuðn i ngsmeðferð. Skammtastærðir handa fullorðnum, og börnum 12 ára og eldri: Gabitril er gefið í töfluformi í þremur skömmtum á dag, sem teknir eru með mat. Upphafsskammtur Gabitrils er 7,5-15 mg á dag og má auka dagsskammt um 5-15 mg á dag með viku millibili. Venjulegur viðhaldsskammtur er 30-50 mg á dag og má venjulega sjá stigvaxandi mun á svörun sjúklings á því skammtabili. Skammtar allt að 70 mg á dag þolast vel. Skammtastærðir fyrir aldraða: Mjög takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um notkun Gabitrils hjá öldruðum. Lyfið hagar sér eins í blóði aldraðra eins og annarra fullorðinna og því ætti ekki að þurfa að breyta skammtastærð. Skammtastærðir handa börnum: Börn 12 ára og eldri: Sömu skammtar og handa fullorðnum, sbr. hér að ofan. Börn yngri en 12 ára: Enn sem komið er liggja ekki fyrir nægar upplýsingar um notkun Gabitril hjá börnum yngri en 12 ára. Pakkningar og verð: (Verð apríl 1997) Töflur 5 mg: 50 stk. - 7.827 kr. Töflur 5 mg: 100 stk. - 13.410 kr. Töflur 10 mg: 50 stk. - 10.150 kr. Töflur 10 mg: 100 stk. - 17.486 kr. Töflur 15 mg: 50 stk. - 14.633 kr. Töflur 15 mg: 100 stk. - 25.321 kr. Lyfið þolist vel ásamt annari meðferð: Heimildir • Auðvelt í notkun samhliða öðrum flogaveikilyfjum.2,6 • Aukaverkanir eru fáar, vægar eða mjög vægar og oftast tímabundnar.2'4 • Laust við merkjanleg áhrif á vitræna hegðun einstakl- ingsins.5 Engar klínískar milli- verkanir við önnur lyf sem skipta máli (undanskilin eru lyf sem örva lifrarhvata).2,6 GABITRIL TIAGABIN GABITRIL - góður valkostur... betra líf 1. Suzdak P.D., Jansen J.Aa. A Review of the Preclinical Pharmacology of Tiagabine: A Potent and Selective Anticonvulsant GABA Uptake Inhibitor. Epilepsia 1995, 36(6);612-26. 2. Richens A., Chadwick D.W., Duncan J.S., Dam M., Gram L., Mikkelsen M., Morrow J., Mengel H., Shu V., McKelvy J F., Pierce M.W. Adjunctive treatment of partial seizures with tiagabine: A placebo-controlled trial. Epilepsy Research (1995) 21:37-42. 3. Gram L. Tiagabine: A Novel Drug with a GABAergic Mechanism of Action. Epilepsia 1994, 35(Suppl. 5):S85-S87 4. Leppike I.E. Tiagabine: The Safety Landscape. Epilepsia 1995, 36 (Suppl. 6):S10-S13. 5. Sveinbjörnsdóttir S., Sander J.W.A.S., Patsalos P.N., Upton D., Thompson P.J. & Duncan J.S. Neuropsychological effects of tiagabine, a potential new anti-epileptic drug. Seizure 1994; 3: 29-35. 6. Elson L.So., Wolff D., Graves N.M., Leppik I.E., Cascino G.D., Pixton G.C., Gustavson L.E. Pharmacokinetics of tiagabine as add-on therapy in patients taking enzyme- inducing anti epilepsy drugs. Epilepsy Research (1995) 22:221-26.enzyme-inducing anti-epilepsy drugs. fp/'/epsy Research (1995) 22:221-26. Novo Nordisk Farmaka Danmark AIS Umboð é Islandi: Phamaco hf. Hörgatúni 2, Garðabæ Novo Nordisk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.