Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 46
666
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
3. Sjúkdómurinn þarf að vera greinanlegur á
forstigi.
4. Meðferð á forstigi þarf að bera árangur.
5. Rannsóknarskilmerki þurfa að vera við-
eigandi.
6. Rannsókn þarf að vera ásættanleg.
7. Nægur mannafli og tæki þurfa að vera til
greiningar og meðferðar sjúkdómsins.
8. Með reglubundnu millibili þarf að vera
hægt að endurtaka skimunina.
9. Hættan á að valda skaða verður að vera
minni en líkur á ávinningi.
10. Kostnaður vegna skimunar sé veginn á
móti ágóða.
Þessar leiðbeiningar fyrir skimun sjúkdóma
hafa staðist tímans tönn og halda enn gildi sínu
í faraldsfræðilegum þýðisrannsóknum.
Skimun sjúkdóma meðal aldraðra þarf helst
að ná til allra í tiltölulega fámennum aldurs-
hópi. Búast má við því að margir sjúkdómar
greinist án þess einkenna hafi orðið vart og
menn því verið ómeðvitaðir um. Skimun fyrir
marga aldurshópa er frek á tíma, fé og mann-
afla. Mörgum finnst slík rannsókn óþægileg og
vilja ekki taka þátt í henni (5). Þeir sjúkdómar
sem greinast munu ekki allir vera á læknanlegu
stigi og meðferðarheldni annarra líkleg að
verða ótrygg. Arðsemi skimunar er því talin
lítil, þannig að fjármunum til forvarna væri
betur varið á annan hátt (6).
Tilfellaleit: Líta ber á tilfellaleit sem forvarn-
ir á öðru stigi. Stefnt er að því að finna sjúk-
dóm eða fötlun til þess að að koma í veg fyrir
elnun og fylgikvilla. Við tilfellaleit er oftast
notuð sú aðferð að senda bréf til allra einstak-
linga í tilgreindum markhópi. Fundnir hafa
verið sérstakir áhættuþættir meðal aldraðra,
þeir eru: a) aldur yfir áttrætt, b) nýlegur maka-
missir eða skilnaður, c) félagsleg einangrun, d)
fátækt, e) búferlaflutningur, f) nýleg veikindi
eða útskrift frá sjúkrahúsi. Þessir hópar þurfa
við þessar kringumstæður að fá sérstaka gát
heilsugæslunnar.
Hvers konar sjúkdómar og fötlun meðal
aldraðra eru það sem vert er að finna með
tilfellaleit?
1. Dvínandi sjón og heyrn.
2. Skert hreyfigeta, göngulagstruflun.
3. Erfiðleikar með eigin umhirðu.
4. Lélegt þrek og þol.
5. Nýlegt þyngdartap.
6. Þunglyndi, geðlægð.
7. Svarar ekki bréfum, þiggur ekki boð um
að koma til lækniseftirlits.
Heyrnardeyfa hrjáir um þriðjung 65 ára
fólks, tvo þriðju þeirra sem eru eldri en 70 ára
og þrjá fjórðu eldri en 80 ára. Meiri árvekni og
nýting hjálpartækja getur orðið mörgum til
góðs. Skimun fyrir augnsjúkdómum leiðir oft í
ljós læknanlega sjúkdóma. Mikilvægt er að
fylgjast reglulega með tannhirðu fólks með eig-
in tennur, einkum ef það verður fyrir heilsu-
farslegu áfalli og leggst inn á sjúkrahús.
Dánarorsakir íslendinga: Helstu dánaror-
sakir íslendinga eru sjúkdómar í blóðrás eða
æðakölkun (um 40%), illkynja æxli (um 27%),
smitnæmir sjúkdómar svo sem lungnabólga
(um 10%) og slys, einkum meðal hinna yngri,
en glapasjúkdómar á meðal hinna eldri. Tíðni
dánarorsaka breytist með aldri einkum við að
blóðrásarsjúkdómum fjölgar hlutfallslega og
ná yfir helming dauðsfallanna eftir 75 ára ald-
ur.
Rannsókn á niðurstöðum krufninga á ís-
lendingum fyrir 20-30 árum sýndi að tíðni bæði
æðakölkunar og illkynja æxla var hærri hjá
hópnum yfir nírætt borið saman við aldurshóp-
inn um sjötugt, þótt tíðni beggja þessara sjúk-
dómaflokka sem dánarorsök væri lægri meðal
þeirra eldri (7,8). Æðakölkun veldur krans-
æðasjúkdómum, slagi og blóðþurrðarhelti og
skapar þróttleysi og fötlun um aldur fram. Allt
sem dregur úr æðakölkun er líklegt að koma
hinum eldri til góða og stuðla að betri heilsu.
Hjartavernd: Á undanförnum tveimur ára-
tugum hefur þeim fækkað verulega sem látist
hafa af völdum kransæðastíflu. Nikulás Sigfús-
son og félagar hafa reiknað út frá gögnum
Hjartaverndar að fækkun kransæðasjúkdóma
skýrist að tveimur þriðju vegna minni reyk-
inga, betri meðferðar við háþrýstingi og neyslu
hollrar fæðu (9).
Á næringarsviðinu urðu á 18 árum talsverðar
breytingar á neysluvenjum landsmanna.
Neysla á mettaðri fitu dróst saman, grænmetis-
og kornmetisneysla jókst lítillega en fiskneysla
var umtalsvert meiri en á meðal nágranna-
þjóða (10). Tafla II sýnir breytingar á neyslu
fitu úr mjólkurafurðum á þessu tímabili eins og
fram kemur í grein Nikulásar og félaga. Tekið
er sérstaklega til fiskneyslunnar sem bætir
fjölómettuðum fitusýrum við mataræði lands-
manna.
En vægi lækninga og tækniframfara í læknis-