Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1997, Page 56

Læknablaðið - 15.10.1997, Page 56
676 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Sameining sjúkrahúsa Bjarni Arthursson Sjúkrahúsi Suðurlands Samstarfi verður ekki komið á með valdboði Skipulagsathugun sjúkrahúsanna í Reykjavík og ná- grenni, skýrsla unnin á vegum Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins um sameiningu sex sjúkrahúsa á suð- vesturhorni landsins, hefur verið talsvert til umræðu frá því hún sá dagsins ljós í ágústmánuði síðastliðnum. Ýmsar athugasemdir hafa komið fram frá stjórnendum og starfsmönnum sjúkrahúsanna enda lítið leitað sam- ráðs við þá við gerð skýrslunnar. Meðal annars hafa menn efast mjög um gildi þess að setja allar þessar stofn- anir undir eina sameiginlega yfirstjórn. Læknablaðið ákvað að leita álits forsvarsmanna sjúkra- húsanna á þeim hugmyndum er fram koma í skýrslunni. Hér fara á eftir viðtöl við framkvæmdastjóra sjúkrahús- anna fjögurra utan Reykjavíkur, en í næsta tölublaði verður rætt við fulltrúa stóru sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík. „Viö höfum verið í viðræðum við bæði stóru sjúkrahúsin í Reykjavík og vorum byrjuð á þeim samstarfsviðræðum áður en skýrslan um framtíðarsýnina var kynnt. Samstarfi verður nefniiega ekki komið á með skipunum að ofan og valdboði, það þarf að semja um slíkt með frjálsum samningum aðila,“ segir Bjarni Arthursson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð- urlands á Selfossi. Framkvæmdastjórinn segir að ætlunin sé að ná samstarfi á sem flestum sviðum, á sviði röntgenlækninga, skurðlækn- inga og um svæfingar. „Við er- um ákveðin að ná á næstunni niðurstöðu um ýmislegt sam- starf á sviði þjónustu við íbúa okkar og stefnum til dæmis að því að ljúka samningum um þjónustu svæfingalækna fyrir 1. mars næstkomandi,“ segir Bjarni og nefnir einnig sem dæmi að viðræður hafi verið í gangi milli Selfyssinga og full- trúa á eðlisfræði- og tæknisviði Landspítalans. „Þessar viðræð- ur núna eru meiri og alvarlegri en áður og það má líka segja að allt sé undir, allt sé til skoðunar í þeim efnum.“ Bjarni Arthursson segir að einkum sé verið að tala um að auka þjónustu með ferliverkum og að læknar geti sinnt þeim í auknum mæli á sjúkrahúsinu. Myndu þá bæði sérfræðingar úr Reykjavík og læknar Sjúkra- húss Suðurlands sinna þeim. „Það myndi minnka þörfina á því að fólk leiti til Reykjavíkur enda er það síaukin krafa frá íbúum hér og læknum að hægt sé að veita sem mest af þjónust- unni hér fyrir austan. Við erum ekki að tala um að taka upp stórar og flóknar aðgerðir held- ur fyrst og fremst þær sem af- greiða má þannig að sjúklingar fara heim samdægurs." Bjarni segir að vandi sjúkra- hússins sé sá að ekki sé til legu- rými fyrir þessar stærri aðgerðir og sé rúmafjöldinn til dæmis helmingi minni en á Sjúkrahúsi Akraness þó að íbúafjöldinn sé svipaður. Hins vegar sé ágæt aðstaða til að sinna ferliverk- um. En hvað finnst honum um skýrsluna um framtíðarsýnina: „Þar eru í sjálfu sér engar nýj- ungar og ég held að samstarf eigi eftir að þróast eitthvað í þessa átt - það er aðeins spurn- ing um tíma. Þessi þróun verður í takt við tækniþróun og þekk- ingu og þar verður allt að hafa sinn tíma. En það sem mér finnst merkilegt er að þarna er varpað fram hugmyndum um eina stjórn og eina stofnun sem ganga í raun þvert á þær hug- myndir sem heilbrigðisráðherra hefur haft. Rætt hefur verið um að færa ákvörðunarvaldið út í héruðin en þarna er talað um eina yfirstjórn sem ég efast um að geti gengið upp.“ Þá nefndi framkvæmda- stjórinn að sjúkrahúsin fjögur hefðu í meira en ár átt með sér reglulega samráðsfundi. „Við höfum hist mánaðarlega, fram- kvæmdastjórar og skrifstofu- stjórar sjúkrahúsanna auk þess sem við köllum aðra aðila á fundina eftir þörfum. Þar er far- ið yfir sameiginleg mál meðal annars sameiginleg útboð okkar á rekstrarvörum og lyfjum sem hefur skilað ákveðnum sparn- aði og þetta samráð okkar hefur því skilað ágætum árangri." -jt-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.