Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 59

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 679 Sigurður Ólafsson Sjúkrahúsi Akraness Verði sameinað í Reykjavík gæti ýmislegt siglt í kjölfarið Hluti Sjúkrahúss Akraness. „Skýrslan sem slík er ekki nógu vel unnin og því líst mér ekki nógu vel á hana. Við höfum þegar sent inn leiðréttingar við rangfærslum. Ymsar hugmynd- ir hennar eru þó skoðunarverð- ar,“ segir Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Akraness. „Ég er hins vegar ekki viss um að ráðuneytið hefði þurft að fá þessa skýrslu unna og greiða fyrir hana einhverjar milljónir, hugmyndirnar hafa meira og minna verið til um- ræðu lengi vel.“ „Hugmyndir um að starfs- mannateymi fari milli sjúkra- húsanna og inni ýmsa þjónustu af hendi sýnast mér í of lausu lofti ennþá en hugsanlega má þróa þær betur og koma á ein- hverju samstarfi á mörgum svið- um. Við erum til dæmis þegar í formlegu samstarfi við krabba- meinslækningadeild Ríkisspít- alanna. Hingað kemur læknir þaðan reglulega til ráðgjafar um meðferð krabbameinssjúklinga og fá þeir þannig oft meðferð sína að miklu leyti hér á staðn- um og eflaust má taka upp meiri samvinnu á fleiri sviðum," segir Sigurður ennfremur. Framkvæmdastjórinn kvaðst ekki óttast að ætlunin væri að skera Sjúkrahús Akraness niður við trog, þar væri öflug starf- semi í gangi og spítalinn þjónaði öllu Vesturlandi og fleirum. Minnti hann á að töluvert hefði verið um það að fólk af höfuð- borgarsvæðinu leitaði lækninga hjá Sjúkrahúsi Akraness. Bygg- ist það á því að við spítalann störfuðu sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum og biðlistar væru oft styttri en á sjúkrahúsunum í Reykjavík. Sigurður gat þess einnig að sjúkrahús landsbyggð- arinnar hefðu í raun mjög ólík- um hlutverkum að gegna: „Sjúkrahúsin út um landið eru misjöfn að stærð og starf- semin ólík, sum eru í raun öldr- unarsjúkrahús en önnur hafa fjölbreyttari starfsemi og því er spurning hvort ekki mætti þróa samstarf út frá því. En aðal- vandinn er í Reykjavík. Ef hægt verður að koma á samstarfi eða sameiningu sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík þá mun ým- islegt sigla í kjölfarið hjá okkur hinum.“ Sigurður segir að lokum að vel líti út með rekstur Sjúkra- húss Akraness á árinu. „Við fórum rækilega gegnum rekst- urinn með aðstoð fulltrúa ráðu- neytisins fyrir þremur árum og gerðum ýmsar lagfæringar. f fyrra gekk reksturinn ágætlega og allt er þetta að skila sér. Eg hef því ekki áhyggjur af því að ætlunin sé að rústa okkur hér, við gegnum veigamiklu hlut- verki í heilbrigðisþjónustunni á Vesturlandi og erum alltaf til- búin til að ræða samstarf sem getur orðið þjónustunni hér að gagni.“ -jt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.