Læknablaðið - 15.10.1997, Page 60
680
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
Jóhann Einvarðsson Sjúkrahúsi Suðurnesja
Margs konar samstarf er þegar fyrir hendi
„Við vorum þegar byrjuð á
margs konar samstarfs- og hag-
ræðingaraðgerðum, höfðum til
dæmis ákveðið að sameina
heilsugæslustöð og sjúkrahús
frá næstu áramótum og erum í
samstarfi við Sjúkrahús
Reykjavíkur um ákveðna
hluti,“ segir Jóhann Einvarðs-
son, framkvæmdastjóri Sjúkra-
húss Suðurnesja, í spjalli við
Læknablaðið. Er hann beðinn
að rekja nánar í hverju sam-
vinna þeirra Suðurnesjamanna
við Sjúkrahús Reykjavíkur er
fólgin:
„Þar erum við að tala um
samvinnu um tölvumál, inn-
kaup, rekstur rannsóknardeild-
ar og nú síðast samstarf við
svæfingalækna, að þeir útvegi
okkur svæfingalækni sem kem-
ur hingað reglulega á aðgerðar-
dögum,“ segir framkvæmda-
stjórinn. „Eg held að sjúkrahús-
in þróist kannski best á þennan
veg, að samvinna á ákveðnum
sviðum sé tekin upp sem geti
hugsanlega endað með samein-
ingu en menn verða að fá að
vinna sig að slíku marki stig af
stigi. Þegar reynsla er fengin af
samstarfi eftir ákveðinn tíma
má kannski skoða hvort ástæða
sé til sameiningar."
Jóhann Einvarðsson segir að
þrátt fyrir ýmsa annmarka á
skýrslunni losi hún um ákveðna
umræðu. Ýmsar tölur í skýrsl-
unni séu beinlínis rangar og hafi
öll sjúkrahúsin eitthvað við þær
að athuga. „Lykilinn að samein-
ingu er hins vegar að finna hjá
stóru sjúkrahúsunum tveimur í
Reykjavík, Landspítalanum og
Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Ef þau
sameinast þá verður í raun lítið
mál fyrir okkur hina, „radíus-
karlana", eins og við erum
stundum nefndir, að koma inn í
hana. En ég sé ekki að pólitísk
samstaða náist milli ríkis og
Reykjavíkurborgar um hana -
það verður að minnsta kosti ein-
hver bið á því að mínu mati.“
Framkvæmdastjórinn segir
að boð hafi nýlega komið frá
læknadeild Háskóla íslands um
aðstoð vegna hugmynda um há-
skólasjúkrahús sem Sjúkrahús
Suðurnesja gæti orðið aðili að.
Slíkt sé allt á frumstigi og megi
vel skoða. Jóhann sagði að
áfram yrði unnið að því að
koma á fyrirhuguðu samstarfi
sem hann nefndi í upphafi,
skýrslan nú breyti engu þar um.
„Samstarf við svæfingalækna
kom þannig til að þegar við aug-
lýstum fyrr á árinu sóttu tveir
læknar um en hvorugur var til-
búinn til að setjast hér að. Þá
kom þessi hugmynd að fá „lán-
aða“ svæfingalækna frá Sjúkra-
húsi Reykjavíkur og hugmyndin
er að einhver þeirra komi hing-
að aðgerðardaga. Þetta er dæmi
um fyrirkomulag sem er hag-
stætt báðum aðilum. Það hefur
líka verið ánægjulegt í viðræð-
um við fulltrúa SHR að þar er
einungis verið að tala um sam-
vinnu, þeim er engin yfirtaka í
huga.“
Framkvæmdastjóri Sjúkra-
húss Suðurnesja sagði að lokum
að þessar samstarfstilraunir
miðuðu að hagræðingu og
sparnaði sem hlyti að vera sífellt
markmið í rekstri sem þessum.
„Skýrslan um framtíðarsýn er
því að ýmsu leyti góð og ef við
horfum framhjá villum í töl-
fræðinni er hún grundvöllur
ákveðinnar umræðu sem hvatt
getur til samstarfs og kannski í
framtíðinni til sameiningar."
-jt-
Reglur um notkun hlífðarhjálma
við hjólreiðar barna
Samkvæmt tillögum frá landlækni, Slysavarnaráði íslands og
Umferðarráði samþykkti Alþingi heimild til handa dómsmálaráð-
herra að gefa út reglugerð um að börn yngri en 15 ára skuli nota
hlífðarhjálma við hjólreiðar. Dómsmálaráðherra hefur nú gefið út
reglugerðina og tekur hún gildi 1. október 1997. Heimild er til þess
að endurskoða málið eftir tvö ár.
Athyglisvert er að seint er brugðist við vel ígrunduðum og sönn-
uðum forvarnartillögum. Eftirfarandi dæmi sýna hvernig mál
þróast.
Bílbelti. Fyrstu tillögur komu fram 1975 (prófessor Ólafur Bjarna-
son). Síðan árlegar tillögur frá landlækni og Umferðarráði. Alþingi
samþykkti lög um bflbeltanotkun 1987.
Hlífðarhjálmar við hjólreiðar barna og unglinga. Fyrstu tillögur
komu fram á landsþingi landlæknisembættisins um slysavarnir 1983.
Árlegar tillögur frá landlækni til Alþingis, síðan frá Umferðarráði.
Alþingi samþykkti heimild 1995. Reglugerð ráðherra var samþykkt
1997.
Langan tíma tók að fá samþykkt Alþingis fyrir hjálmanotkun við
akstur mótorhjóla.
Ólafur Ólafsson landlæknir