Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.10.1997, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 681 Örn Bjarnason Hvað er líf og hvað er hugur? í fyrri grein, sem birtist í júlí- ágústhefti Læknablaðsins (1997; 83: 523-5) var fjallað um nokkur hugtök og heiti í geð- og atferlis- röskunum. Þessi grein er fram- hald þess sem þar sagði og verð- ur fjallað um ný viðhorf til þess hvað sé líf og nýjar hugmyndir um hugann, svonefnda Santí- agó-kenningu. Náttúrukerfí og ný sjúkdómsímynd Læknavísindin eru í stöðugri framför og hugtök læknisfræð- innar breytast þar með. Til eru þeir læknar sem halda fast í vél- fræðilega sjúkdómshugtakið og setja læknisfræðinni mjög þröngar skorður, allt niður í það að markmiðið megi skilgreina sem sefun sársauka, að koma í veg fyrir örorku og að fresta dauðanum með því að beita á einstaka sjúklinga þeirri gjör- hugulu þekkingu sem felst í læknavísindunum (1). Eðlisfræðingurinn Fritjof Capra segir (2) að trúin á vissu vísindalegrar þekkingar sé grunnur heimspeki Descartes og þess heimshorfs sem af henni leiðir, en það sé einmitt hér sem Descartes skjátlist. Eðlisfræði 20. aldarinnar hafi sýnt okkur að óyggjandi sannleikur sé ekki til í vísindum og að öll hugtök okkar og allar kenningar séu nálgun og takmörkunum háð. Önnur goðsögn sem falli sam- tímis sé trúin á gildisfrí vísindi. Capra segir ennfremur að í stað hins líffræðilega, vélræna við- horfs sé í skjóli nútímaeðlis- fræði að koma fram lífsskoðun sem auðkenna megi með orðum eins og lífræn, heildræn og vist- fræðileg. Hana megi einnig kalla kerfisviðhorf, á sama hátt og talað er um kerfiskenningu. í Siðfræði og siðamálum lækna er fjallað um kerfishugmyndina og vísast til þess (1). Hvað er líf...? í nýlegri bók um Lífsvefinn (3) fjallar Fritjof Capra um spurninguna: Hvað er líf? Þar segir hann menn nú beina æ meiri athygli að kenningum um lifandi kerfi. Capra vitnar í Suður-Amer- íkumennina Humberto Matur- ana og Francisco Varela (4), sem fyrir 10 árum settu fram nýj- ar hugmyndir um það, hvað ein- kenndi það að vera lifandi. Kenning þeirra hefir verið nefnd Santíagó-kenningin. Maturana og Varela nefndu til þrenn skilmerki lífs: 1. Mynztur skipunar hvaða kerfis sem er, hvort sem það er lifandi eða lífvana, eru innbyrð- is tengsl hluta kerfisins sem ákvarða eðlislæg sérkenni þess. Einfaldasta sjálfstæða lífkerfið er fruman. Það sem einkennir hana umfram allt annað, er að hún endurnýjar sig sjálf. Sjálfs- myndunin (autopoiesis) byggir á því, að hlutar frumunnar taka þátt í að framleiða hina hlutina eða breyta þeim. Þannig er mynztrið skapað af hlutum þess og kerfið skapar sjálft hluta sína. Þættirnir eru innbyrðis háðir og þess vegna er þetta lokað kerfi. 2. Innviðir kerfisins eru eðlis- ræn birting mynztursins og þar er um opið kerfi að ræða. Lýs- ing þeirra felst í því að greina frá efnislegum hlutum kerfisins, lögun þeirra, formi og efnasam- setningu. í lifandi kerfum er sí- fellt verið að skipta um hluti, enda einkennast slík kerfi af vexti og þróun. Þannig hefir skilningur á eðli lífsins frá upp- hafi líffræðinnar verið óaðskilj- anlegur frá skilningi á ferlum efnaskipta og þroska. 3. Ferli kerfisins er síðan þriðja skilmerkið, það er ferli skilvits - ferli þekkingar, en það tengist aftur náið þeim tveimur fyrrnefndu. í þeirri kenningu um lífkerfi, sem hér er endursögð í örstuttu máli, verður samfelld birting sjálfsmyndunar mynzturskipun- ar í dreifðu kerfi og auðkenni þess er ferli þess að vita. ... og hvað er hugur? Hugur - eða réttara sagt og nákvæmar hugræn ferli eru eðl- islæg í efni á öllum stigum lífs- ins. Samkvæmt Santíagó-kenn- ingunni er heilinn ekki nauð- synleg forsenda þess að hugurinn sé til. Bakterían og jurtin hafa eng- an heilann, en í þeim er hugur eins og Anaxagóras hélt fram. Einföldustu lífverurnar eru fær- ar um að skynja og þær eru gæddarskilviti. Skilvit ervitund lífverunnar um það sem hún varð vör og hún er hugartúlkun á eigin skynjun (6). Lífveran sér ekki en er eigi að síður fær um að skynja breytingar í umhverf- inu, mun ljóss og skugga, hita og kulda, meiri eða minni styrk efna og efnasambanda og svo framvegis. Hugmyndir þeirra Maturana og Varela byggjast á nýjustu vís- indavitneskju og hér verður nefnt eitt mikilvægt dæmi: A níunda áratugnum kom í ljós að peptíð bera boð milli taugakerfis og ónæmiskerfis og þau eru lífefnafræðileg birting
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.