Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 64

Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 64
682 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 geðbrigða. Þegar eru þekkt milli 60 og 70 þessara efna og þau bera ýmis nöfn, svo sem hormón og endorfín, taugaboð- berar og vaxtarþættir. Þau gegna mikilvægu hlutverki við stjórn ónæmiskerfisins og þau tengja og samhæfa geðbrigði, hugarstarf og líffræðileg ferli. Þannig telur Candace Pert (5) við National Institute of Mental Health í Maryland að innkirtla- kerfið, ónæmiskerfið og tauga- kerfið myndi samfellt geðvef- rænt mynztur. Þetta nýja hugtak um skilvit, það er ferli þekkingar, er miklu víðtækara en þau hugtök um hugann sem áður hafa komið fram og það sem meira er, að í því felst að hugurinn er ekki bundinn heilanum. Hugtakið nær yfir skynjun, geðbrigði, at- ferli og athafnir - allt ferli lífs- ins. Að þvíermannverurvarðar nær hugtakið til tungumálsins, meðferðar hugtaka og allra annarra eiginda mannlegrar vit- undar. í því tilviki er rætt um vitsmuni í stað skilvits. Nýtt hugtak og ný viðhorf Samkvæmt kenningunni um lifandi kerfi er þannig gert ráð fyrir því, að hugurinn sé ekki staðbundin eining heldur ferli. Með öðrum orðum: það afl sem skipuleggur lífkerfin, á öllum stigum þeirra, er hugarstarfið. Samskipti lífvera, plantna, dýra og manna við umhverfi sitt eru skilvitleg samskipti. Hugur og efni virðast ekki lengur heyra til tveimur aðskild- um heimum, heldur er litið svo á að þeir séu aðeins mismun- andi horf eða víddir sama lífs- fyrirbæris. Kenning þeirra Maturana og Varela fela í sér róttækt hugtak um hugann. Hún vekur vonir um að endanlega verði hægt að sigrast á þeim vanda sem Descartes olli með hugmyndum sínum um aðskilnað hugar og líkama. Hugmyndir Pert neyða okkur hins vegar til þess að endur- skoða, hvað við eigum við þegar við tölum um geðvefrænar rask- anir og hvað það er sem við er- um að flokka, þegar við tölum um geðraskanir og skyld heil- brigðisvandamál. Hvað er verið að flokka? í sumum geðröskunum eru orsakirnar eða sjúklegu ferlarn- ir þekkt. Þannig hafa í vefænum geðröskunum fundizt þættir sem nauðsynlegir eru til þess að þróa og viðhalda röskunum. Hins vegar er hitt miklu algeng- ara að orsakirnar séu óþekktar. Meðan svo er verður að sætta sig við að geta aðeins lýst geð- röskunum með því að draga fram klínísk auðkenni þeirra. Er þá greint frá sérkennandi einkennum, svipkennum og at- ferlisteiknum sem auðvelt er að bera kennsl á. Þar á meðal eru vistarfirring, lyndistruflun eða skynhreyfiórói. Þegar talað er um geðröskun ber alls ekki að skilja það svo að hver röskun sé skýrt afmörkuð eining. Þá ber og að varast að halda að við flokkun geðrask- ana sé verið að draga fólk í dilka, því í rauninni er verið að flokka kvilla sem hrjá fólk. Algengur misskilningur er einnig sá, að allir sem sagðir eru vera með sömu geðröskunina séu líkirí öllum aðalatriðum. Þó svo að fólkið sem þannig er lýst eigi greiningarsvipkenni rösk- unarinnar sameiginleg, getur það verið sundurleitt í öðrum atriðum og það getur haft áhrif á klínískan gang, meðferð og horfur. Þess vegna er mikilvægt að gleyma aldrei því sem Wulff og félagar leggja svo ríka áherzlu á í Heimspeki læknisfræðinnar, að sjúklingar okkar eru mann- verur, sem hugsa, hafast að, vona og þjást. Athugasemdir og tilvitnanir 1. Örn Bjarnason. Siðfræði og siðamál lækna. Reykjavík: Iðunn, 1991. Sjá þriðja kafla: Náttúrukerfi og ný sjúk- dómsímynd, s. 51-60. 2. CapraT. TheTurningPoint. Science, Society and the Ris- ing culture. New York: Si- mon & Schuster, 1982. 3. Capra T. The Web of Life. A New Scientific Understand- ing of Living Systems. New York: Anchor Books. Dou- bleday, 1996. 4. Maturana H, Varela F. The Tree of Knowledge. Boston: Shambhala, 1987. 5. Pert C. The Chemical Com- municators. Interview with Biil Moyers. Healing and the Mind. New York: Dou- bleday, 1993. 6. Jónas Pálsson, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Þuríður Þ. Kristjánsdóttir. Orðaskrá úr uppeldis- og sálarfræði. ís- lensk-ensk. Ensk-íslensk. Orðanefnd Kennaraháskóla íslands tók saman. Reykja- vík: íslensk málstöð, 1986.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.