Læknablaðið - 15.10.1997, Síða 73
689
fslenskar rannsóknir
kynntar erlendis
Frá vinstri: læknarnir Emil Sigurðsson, Nikulás Sigfússon og Björn
Einarsson á ráöstefnunni í Montreal.
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
og erlendis, og bjóða þeim að
skrá sig á biðlista yfir afleys-
ingastörf. Um leið þyrftu þeir
að skrifa niður upplýsingar um
menntun, reynslu og viður-
kenningar, ásamt tegundum
starfa sem þeir væru fáanlegir í.
Petta mætti vera með krossa-
prófssniði. Síðan myndu þeir
aðilar sem eftir afleysingastarfs-
krafti sækjast hafa samband við
Læknamiðlunina og óska eftir
manni með ákveðna menntun,
reynslu og viðurkenningu og til-
taka kjör. Þá er hægt að bjóða
stöðuna markhópnum sem til
greina kemur. Þegar ráðning
næst út úr þessu ferli greiðir
ráðningaraðilinn ákveðna upp-
hæð fyrir þjónustuna.
Gæðaeftirlit
Nauðsynlegt er þjónustu-
starfsemi sem þessari að búa við
gæðaeftirlit, til dæmis gera úr-
tak úr hópi þeirra sem hafa nýtt
sér þjónustuna, hringja í þá og
spyrja hvernig þeim vannst úr
aðstoðinni og svo framvegis.
Hver starfsmaður fengi að vita
um niðurstöður hvað hans þjón-
ustu varðar. Bónuskerfi þarf að
vera fyrir þá sem fá háa ein-
kunn. Það er í hag Læknamiðl-
unarinnar og stéttarinnar að
þeir læknar sem eru þjónustu-
liprir og „almennilegir“ haldi
velli í svona starfi.
Lærdómur
Hugsanlegt er að ný og áður
óséð mynd fengist af þjónustu-
þörfum sjúklinga. Slíkt efni gæti
haft vísindagildi og leiðbeinandi
gildi fyrir skipuleggjendur heil-
brigðisþjónustu.
Dagana 29. júní til 3. júlí síð-
astliðinn var haldin ráðstefna í
Montreal í Kanada, the 4th Int-
ernational Conference on
Preventive Cardiology. Lilja S.
Jónsdóttir flutti erindi sem hún
kallaði: Risk factor of
myocardial infarction in wom-
en. The Reykjavík Study. Með-
höfundar eru Nikulás Sigfús-
son, Helgi Sigvaldason og Guð-
mundur Þorgeirsson.
Þrjú veggspjöld voru kynnt.
Emil Sigurðsson kynnti ST-
changes in an epidemiological
cohort study. A mark of hyper-
tension or coronary heart dis-
ease or both. Meðhöfundar Em-
ils eru Guðmundur Þorgeirs-
son, Helgi Sigvaldason og Niku-
lás Sigfússon.
Veggspjald með titlinum The
Reykjavík Study. Risk deter-
minants and incidence of stroke
var kynnt. Höfundar eru Uggi
Agnarsson, Helgi Sigvaldason,
Guðmundur Þorgeirsson og
Nikulás Sigfússon.
Lilja Jónsdóttir kynnti vegg-
spjald með heitinu: Incidence,
prevalence and time trence of
myocardial infarction in Ice-
landic women. The Reykjavík
Study. Meðhöfundar Lilju eru
Nikulás Sigfússon, Helgi Sig-
valdason og Guðmundur Þor-
geirsson.