Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 6
94 Ritstjórnargrein LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 94-5 Vaktavinna - gömul og ný viðhorf Þjóðararfurinn Hetjur þurfa ekki að sofa, kvarta aldrei og ganga óhaltar meðan báðir fætur eru jafnlangir. Islendingar dýrkuðu þessi hraustmenni og flestir áttu að tileinka sér þessa eiginleika. „Meðan ein vindsnýta er eftir í nasablœstrin- um á mér skal ég aldrei verða afvelta, hvernig sem blœs“ sagði til dæmis Bjartur í Sumarhús- um forðum (Sjálfstætt fólk eftir Halldór Lax- nes). Það má vera að þessi lífsviðhorf hafi verið nauðsynleg hér áður fyrr til að bjarga mörland- anum í brauðstritinu. Hins vegar varð þessi hugsunarháttur að verulegu vandamáli á síðu- togurunum í upphafi þessarar aldar. Sjómenn þurftu þá að vinna störf sem voru alls ekki hættulaus og kröfðust vissrar einbeitingar. Langvarandi vökur gátu því verið varhugaverð- ar eða hættulegar. Arið 1921 voru vökulögin sett (nr. 53/1921), en þar segir að hver háseti skuli hafa að minnsta kosti 12 klukkustundir á sólarhring hverjum til hvíldar og matar (1). Þetta voru fyrstu lagaákvæði hér á landi sem kváðu á um réttindi vinnandi fólks til þess að fá að sofa, en þessi lög giltu eingöngu um sjó- menn! Ef mikill afli barst að landi á síldarárunum á Siglufirði þótti það sjálfsagður hlutur að taka allar aukavaktir í sfldarverksmiðjunum sem hægt var. A síldarplönunum var einnig saltað dag og nótt og enginn gerði ráð fyrir því að sofa meira en í mesta lagi fjóra til fimm klukkutíma á sólarhring, dögum saman. Óharðnaðir unglingar voru þar engin undan- tekning. Mórallinn var að bjarga því sem barst að landi eins og um væri að ræða hvalreka á nokkurra ára fresti. En allir voru glaðir enda þénuðu þeir peninga á vöktunum á þessum tím- um. Fólk vissi einnig fyrirfram að þetta streð var aðeins tímabundið, í mesta lagi einn eða tveir mánuðir. Menn gátu einnig hætt hvenær sem var en þá urðu þeir að vísu að forða sér úr bænum til að fá ekki orð á sig fyrir að vera let- ingjar, aumingjar eða slæpingjar. Læknar, nýskriðnir úr námi, tóku þjóðararf- inn með sér þegar þeir fóru á erlend mið til sér- náms. Enda þótt þeir kynnu tungumálið bæri- lega í námslandi sínu var orðið „þreyta“ vart til í huga þeirra og því ekki hægt að snara slíku á útlensku. Þeir urðu því alltaf jafn hvumsa þeg- ar þeir heyrðu innlenda barma sér með bros á vör með orðum „I am so tired“ (enska), „Jag ár sá trött“(sænska), eða „jeg er sliten“ (norska). Landinn var vanari því að hefja samræður með því að tala um vindstigin á Gjögri. Það var því ekki að undra að íslenskir læknar yrðu fljótt í góðum metorðum á erlendri grundu. Þeir kvörtuðu aldrei og voru viljugir að taka vaktir. Og enn undu allir glaðir við sitt. íslensku læknarnir í námi sínu erlendis voru að vissu leyti í hvalskurði sem lauk eftir nokkurra ára nám. Þeir fengu góð laun á vöktum, fjölskyld- ur þeirra þekktu ekkert annað en að fyrirvinnan væri að heiman og innfæddir kollegar þeirra nutu lífsins með fjölskyldum sínum. Greiðslur fyrir vaktavinnu Hugtakið vaktavinna var að sjálfsögðu ekki til þegar Bjarni Pálsson hóf störf sín sem land- læknir árið 1760 og var hann þó eini læknirinn á öllu landinu. Það var einfaldlega skylda hans að sinna læknisstörfum hvenær sem var allan sólarhringinn allt árið um kring. Þessi kvöð á læknastétt hefur viðhaldist allar götur síðan enda þótt margir deili nú ábyrgðinni. Með til- komu sjúkrasamlaga var fyrst árið 1928 byrjað að greiða sérstaklega fyrir vaktir utan sjúkra- húsa í Reykjavík og nágrenni (munnlegar upp- lýsingar) en sjúkrahúslæknar fengu enga umbun fyrir vaktavinnu fyrr en launamál þeirra féllu undir Kjaradóm árið 1962. Með úrskurði Kjaradóms árið 1963 fengu sjúkrahúslæknar fyrst greiðslur fyrir vaktir og útköll á þeim (2). Samningar um sérstakar greiðslur til héraðs- lækna, síðar heilsugæslulækna, fyrir skipu- lagða vaktavinnu náðust ekki fyrr en á áttunda áratugnum. Eftir hatrammt stríð náðist svo samkomulag þann 12. september 1996 við \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.