Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 13

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 101 Tafla IV. Fylgnistuðlar (r) milli heildarbeinmagns og einstakra tölfrœðilega markíœkra einkenna þátttakenda. Aldurshópar 16-20 ára 25 ára Þyngd 0,36 p<0,01 0,21 p<0,01 Hæð 0,38 p<0,01 0,21 p<0,01 Mjúkvefjamassi 0,53 p<0,01 0,38 p<0,01 Magn fitu 0,17 p<0,01 0,06 p>0,1 Líkamshreyfing 0,22 p<0,01 Fjöldi ára frá upphafi tíða 0,30 p<0,01 Tafla V. Hlutfall fervika skýrt í fjölþáttaaðhvarfsgreiningu á heildarbeinmagni. Skýrt fervikahlutfall (%) Marktækar breytur 18-20 ára 25 ára Mjúkvefjamassi (28,3) (25,8) Magn fitu (13,1) Fjöldi ára frá upphafi tíða (4,9) Hæð (4,6) Líkamshreyfing (2,6) Samtals (35,8) (43,5) tæk fylgni var einnig milli mjúkvefjamagns og líkamshreyfingar, mest í 16 ára hópnum, r=0,46, p<0,01 en minnst í 25 ára hópnum, r=0,20, p<0,05. Líkamsþjálfun: í 16-20 ára aldurshópnum voru allir fimm áreynsluhóparnir svipaðir að stærð og meðalhreyfing heildarhópsins 4,5 klukkustundir á viku. I 25 ára hópnum var líkamshreyfingin mun minni og rúntlega helm- ingur kvennanna stundaði enga reglubundna hreyfingu (innan við hálfa klukkustund á viku) en um 20% lengur en fimm stundir á viku. Meðalhreyfing 25 ára hópsins var 1,9 stund á viku. Þess vegna var litið á þessa tvo hópa hvorn fyrir sig, bæði í einþátta og fjölþátta greiningu. Framkvæmd var línuleg fjölþáttaaðhvarfs- greining í þrepum. Háða breytan var heildar- beinmagn en mögulegar skýribreytur voru mjúkvefjamassi, magn fitu, fjöldi ára frá upphafi tíða, hæð, þyngd, líkamshreyfing, kalk og D-vítamín (±25-OH-D í blóði). Sleppt var þeim breytum, sem höfðu p-gildi 0,05 eða stærra. í töflu V er sýnt hlutfall fervika sem hver marktæk skýribreyta skýrir af fervika- summu (sum of squares of deviations) háðu breytunnar ásamt summu skýrðs hlutfalls. í 16-20 ára hópnum höfðu einungis þrír þættir marktæka fylgni við beinmagnið, það er mjúkvefjamagnið, tími frá upphafi tíða og líkamshreyfing. Þessir þrír þættir útskýra 35,8% af breytileikanum í heildarbeinmagni þátttakenda í þessum aldurshópum. Næringar- þættir, svo sem kalk, prótínneysla, D-vítamín- neysla og D-vítamínþéttni í blóði höfðu enga marktæka fylgni við beinmagnið. I 25 ára hópnum voru fitumagn og líkams- hæð áhrifabreytur en líkamshreyfing hins vegar ekki. Þrír þættir, það er mjúkvefir, líkamsfita og hæð skýra 43,5% af breytileika heildarbeinmagns í þessum aldurshópi. Mynd 3 sýnir samanburð á líkamshreyfingu og heildarbeinmagni í 16-20 ára hópnum, þegar leiðrétt hafði verið fyrir mismunandi tímalengd frá upphafi tíða. Verulega marktæk fylgni (p<0,01) var milli þessara þátta, það er að segja beinmagnið óx um 0,45% fyrir hverja klukkustund líkamshreyfingar á viku í þessum aldurshópi. í 25 ára hópnum fannst hins vegar engin slík fylgni milli líkamsþjálfunar og bein- magns. Umræða Hámarksbeinmagn: Þessi rannsókn bendir til að hámarksbeinmagni íslenskra kvenna sé að mestu leyti náð um 20 ára aldur. Fyrri rannsóknir okkar á beinmagni í framhandlegg íslenskra kvenna bentu einnig til að svo væri (17). Beinmagnið í hryggnum kann þó enn að vera vaxandi þar sem 25 ára konurnar höfðu um 1% meira beinmagn en þær tvítugu. Rannsókn Recker og fleiri (18) sýndi einnig fram á að beinmagn í hrygg fór vaxandi fram yfir 25 ára aldur. Hins vegar reyndist beinmagn í hrygg 35 ára íslenskra kvenna (12) nánast það sama og meðal 25 ára hópsins, þannig að lík- legt verður að telja að hámarksbeinmagni í hrygg sé náð um 25 ára aldur. Milli 16 og 20 ára aldurs óx beinmagnið um

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.