Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 15

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 15
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 103 kalkneyslu að nokkru leyti einfaldara en á mörgum öðrum næringarefnum þar sem 80% kalksins kemur úr mjólk og mjólkurvörum (27) . Vissulega ber að taka mið af að þessi rannsókn er þversniðsrannsókn og endur- speglar því aðeins tengsl kalkneyslu síðustu þriggja mánaða við beinmagnið. D-vítamín: D-vítamín eykur frásog kalks og fosfats úr meltingarvegi og tryggir þannig nægilega þéttni kalks og fosfats í blóði og þar með útfellingu þessara jóna í beinvef. Ekki hefur sannast að D-vítamín eða virkar afleiður þess hafi bein áhrif á beinvefinn, enda þótt við- taki fyrir l,25(OH)2D sé á yfirborði osteoblasta (28) . 25-OH-D hefur hins vegar verið álitinn besti mælikvarði á D-vítamínbúskap líkamans (11). Rannsókn á eldra fólki bendir til að æski- leg þéttni 25-OH-D í blóði sé vel ofan við 25 nmól/L þar sem neðan þessara marka kom fram öfug fylgni milli 25-OH-D og þéttni kölkunga- hormóns í blóði en hækkandi þéttni þess getur stuðlað að auknu beinniðurbroti (11,29,30). Sumar rannsóknir á miðaldra konum hafa einn- ig bent til jákvæðrar fylgni milli beinmagns og þéttni 25-OH-D í blóði (31). í þessari rannsókn á 16-25 ára konum fannst hins vegar engin fylgni milli 25-OH-D í blóði og beinmagns þrátt fyrir að þéttni 25-OH-D væri mjög mis- munandi, eða á bilinu 2-100 nmól/L. Einungis lítill hópur var hins vegar undir 10 nmól/L. Þetta gæti því bent til að á þessum aldri, 16-25 ára, nægði lægri þéttni af 25-OH-D í blóði en meðal aldraðra. Þetta gæti skýrst af meiri virkni D-vítamíns meðal ungra eða að aðrir þættir hefðu þarna áhrif til að tryggja nægilegt frásog kalks og fæðu, til dæmis vaxtarhormón sem sýnt hefur verið fram á að eykur frásog kalks (32) og er mun hærra á þessu aldursskeiði en meðal aldraðra. Athyglisvert er að samkvæmt niðurstöðum okkar virðist einungis innan við 10% af D- vítamíni í blóði íslenskra kvenna, bæði að hausti og síðla vetrar, koma úr fæðu. Hafa ber þó í huga takmarkanir neyslukannana í þessu sambandi. Þetta eru reyndar svipaðar niður- stöður og í erlendum rannsóknum frá suðlægari löndum (33). Talsverður hluti kvennanna (15- 18,5%) var neðan við 25 nmól/L í 25-OH-D þéttni og flestar þeirra neyttu minna en 10 pg af D-vítamíni á dag. Þessar niðurstöður benda því til að 10 pg sé nægilegur skammtur af D- vítamíni í fæðu til að tryggja æskilega þéttni 25-OH-D í blóði. Þetta er sá skammtur sem mælt hefur verið með í mörgum löndum (16), meðal annars af Manneldisráði Islands. Dagsbirtan og notkun sólarlampa virðist því vera mun sterkari þáttur í ákvörðun 25-OH-D gildis í blóði íslenskra kvenna. Ekki verður fullyrt af einni mælingu á 25- OH-D í blóði hvort langvarandi lág þéttni þess kunni ekki að koma niður á beinstyrkleika til lengdar og til þess að svara þeirri spurningu þarf vissulega langtímarannsóknir. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda hins vegar til þess að sérstaklega síðla vetrar sé D-vítamínskortur (hypovitaminosis D) (innan við 25nmól/L) mun algengari hérlendis en víðast annars staðar. A hinum Norðurlöndunum hefur þessi hundraðshluti til dæmis verið á bilinu 4-9% að vetri (34-36) samanborið við allt að 18,5% hérlendis. Hugsanlegt er að mikil kalkneysla hérlendis vegi að einhverju leyti upp á móti þessum skorti. Engin fylgni fannst heldur milli beinmagns og prótínneyslu, sem var mikil hjá þessum aldurshópi (82-94 g á dag) eins og almennt er hérlendis. Há prótínneysla eykur hins vegar kalkútskilnað í þvagi og kann því að vera óæskileg að vissu leyti (37). Þess vegna var einnig litið á hlutfall kalks og prótíns í fæðu í samanburði við beinmagnið og hafði það held- ur ekki áhrif á beinmagnið. Samkvæmt niðurstöðum okkar virðast því aðrir næringarþættir en hugsanlega kalkneysla ekki hafa mikil áhrif á beinvöxt á aldurs- skeiðinu sem hér var rannsakað. Hvort þessir þættir hafi meiri áhrif á yngri aldurshópa þar sem beinvöxtur er hraðari verður hins vegar ekki fullyrt. Meðalkalkneysla hér er vissulega góð en ítarlegri rannsóknir á D-vítamínbúskap íslenskra ungmenna virðast brýnar. Líkamsbygging og líkamshreyfing: Margar erlendar rannsóknir á mismunandi aldurshóp- um hafa bent til aukins beinmagns með aukinni líkamsþyngd (38,39). í rannsókninni sem hér er greint frá höfum við sundurgreint tengsl bein- magns og líkamsfitu annars vegar og mjúkvefja hins vegar sem að talsverðu leyti endurspegla vöðvamagn (45-60%) (39). Við fundum mun meiri fylgni við mjúkvefjamagn en fitumagn. Að hluta til gæti þetta skýrst ef sömu erfðaeiginleikar ákvarða beinmagn og vöðva- magn. Hins vegar fannst verulega marktæk fylgni milli mjúkvefjamagns og líkamshreyf- ingar (r=0,20-0,46, p<0,05) sem bendir til áhrifa hreyfingar á vöðvamassann. Það verður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.