Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 21

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 109 til sjálfsmorða og krabbameina í lungum, heila og ristli. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn hóprannsókn. í læknahópnum eru allir karlar í læknastétt sem taldir eru í Læknatali og heilbrigðisskýrslum (40,41) sem útskrifuðust fram til ársins 1993. Þó er sleppt þeim læknum sem ekki höfðu bú- setu hér á landi 1951 eða bjuggu ekki á íslandi eftir það. í lögfræðingahópnum eru allir karlar í lögfræðingastétt sem taldir eru í Lögfræð- ingatalinu (42), skilgreindir á sama hátt. í gögnunum um læknana kernur fram hvort þeir hafi fengið sérfræðiréttindi og hvenær (40,41). Leitað var að kennitölum einstaklinganna í þjóðskrá og horfinna skrá og með nöfnum og fæðingardögum var unnt að finna alla. Þar sem konur voru fáar í þessum stéttum var ekki hægt að gera rannsókn á þeim og var þeim því sleppt. I læknahópnum voru 1210 karlar en í lög- fræðingahópnum 1032. Aldursdreifing í hóp- ununr var mjög áþekk. Fengið var leyfi tölvu- nefndar til að bera skrárnar yfir lækna og lög- fræðinga saman við þjóðskrá, horfinna skrá. skrá yfir dánarmein og krabbameinsskrá. Á þennan hátt fengust upplýsingar um dánarmein og krabbamein allra í rannsókninni. Skráning dánarmeina var samræmd við sjöundu útgáfu Hinnar alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeina- skrár (43) en krabbameinsskráin notar þá út- gáfu við skráningu á staðsetningu krabbameina (44). Fylgitíminn hófst 1951 fyrir dánarmein, en 1955 fyrir krabbamein, en endaði í báðum tilfellum 1. desember 1995. Mannár voru talin fyrir hvern mann frá kandídatsári til dánarárs, ef hann hafði látist, en annars til 1. desember 1995. Væntanlegur fjöldi dáinna var reiknaður út frá fjölda mann- ára í fimm ára aldurshópum á hverju ári rann- sóknartímans, margfaldað með dánartölum fyr- ir íslenska karla vegna hvers dánarmeins á sönru árum (45,46). Með sömu aðferðum var fundinn væntanlegur fjöldi krabbameina og nriðað við nýgengi krabbameina í krabba- meinsskránni. Hlutfallið milli dáinna eða þeir- ra senr fengið höfðu krabbamein og væntigilda, eða staðlaða dánarhlutfallið (standardised mortality ratio, SMR) og nýgengihlutfallið (standarised incidence ratio, SIR), voru reikn- uð með 95% öryggismörkum. Gert var ráð fyr- ir Poisson-dreifingu dauðsfalla og krabba- meina og noluð Byars nálgun (46) Til að athuga mun á dánartíðni og nýgengi krabbameina í hópi lækna og lögfræðinga voru stöðluðu dánarhlutföllin og stöðluðu nýgengi- hlutföllin borin saman með hlutfallslegum samanburði og fengin hlutfallahlutföll dánar- meina (ratio of standardised mortality ratio, RSMR) og hlutfallahlutföll nýgengis krabba- meina (ratio of standardised incidence ratio, RSIR) og reiknuð 95% öryggismörk (46). Sérstök athugun var gerð með tilliti til þess hvort læknar hefðu orðið sérfræðingar í ein- hverri grein læknisfræðinnar. Til þess að komast að reykingavenjum lækna, lögfræðinga og annarra karla voru hóp- arnir bornir saman við gagnaskrá Hjartavernd- ar. Kannað var hvaða læknar eða lögfræðingar hefðu komið þangað í athugun fram til ársins 1975 og upplýsingar fengnar um reykingavenj- ur þeirra. Jafnframt voru fengnar upplýsingar um reykingavenjur allra annarra sem til Hjarta- verndar höfðu komið. Til að meta hugsanleg truflandi áhrif mismunandi reykinga á áhættu á lungnakrabbameini var notuð óbein reikni- matsaðferð Axelson og Steeland (47). Áhættan á lungnakrabbameini var talin einn hjá þeim sem ekki reykja, fimm hjá þeim sem reykja pípu eða vindla og 10 hjá þeim sem reykja sígarettur. Niðurstöður í töflu I eru sýndar niðurstöðurnar varðandi dánarmein þegar hópar lögfræðinga og lækna voru bornir saman við alla íslenska karla og þegar þessir hópar voru bornir saman innbyrð- is. Stöðluð dánarhlutföll vegna allra dánar- meina og ýmissa undirflokka dánarmeina lög- fræðinga voru flest nærri einum heilum og 95% öryggismörkin innihéldu í öllum tilvikum einn heilan nema þegar litið var á öll slys. Staðlað dánarhlutfall allra slysa var 0,60 og 95% ör- yggismörkin innihéldu ekki einn. Öðru máli gegnir um lækna þar sem staðlað dánarhlutfall allra dánarmeina, allra krabbameina, maga- krabbameins, heilablóðfalla, öndunarfærasjúk- dóma og allra slysa var lægra en vænta inátti en hærra vegna sjálfsmorða sem framin voru með lyfjum, föstum eða fljótandi efnum. Þegar dán- armein lækna og lögfræðinga voru borin saman sást að mörg hlutfallahlutföll voru lág. Hlut- fallahlutföll allra dánarmeina, lungnakrabba-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.