Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 24

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 24
112 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ineins og heilablóðfalls voru sérstaklega lág og 95% öryggismörkin innihéldu ekki einn heilan. Hæsta hlutfallahlutfallið var fyrir sjálfsmorð sem framin voru með lyfjum, föstum eða fljót- andi efnum. í töflu II eru sýndar niðurstöður varðandi dánarmein þegar læknar með sérfræðiviður- kenningu voru bornir saman við íslenska karla annars vegar og við lögfræðinga hins vegar. Stöðluð dánarhlutföll allra dánarmeina, allra krabbameina, magakrabbameins, heilablóð- falls, öndunarfærasjúkdóma og allra slysa voru lág. í nánast öllum tilvikum var dánartíðni lækna lægri en lögfræðinga, 95% öryggismörk- in voru þröng og innihéldu ekki einn heilan þegar litið var á öll dánarmein, öll krabbamein, lungnakrabbamein og heilablóðfall. I töflu III eru sýndar niðurstöður varðandi dánarmein þegar læknar sem ekki höfðu sér- fræðiviðurkenningu voru bornir saman við ís- lenska karla annars vegar og lögfræðinga hins vegar. Staðlað dánarhlutfall allra dánarmeina var 1,10 og hlutfallstala margra dánarmeina var há, einkum endaþarmskrabbameins, heila- krabbameins, sjálfsmorða og sjálfsmorða sem framin voru með lyfjum föstum eða fljótandi efnum. Hlutfallahlutföllin voru yfirleitl í námunda við einn heilan þegar borið var sam- an við lögfræðinga en hæst var hlutfallstalan fyrir sjálfsmorð sem framin voru með lyfjum, föstum eða fljótandi efnum, þar voru 95% ör- yggismörkin yfir einum, en víð. I töflu IV eru sýndar niðurstöður varðandi krabbamein þegar lögfræðingar og læknar voru bornir saman við alla íslenska karla og þegar þessir hópar voru bornir saman innbyrðis. Staðlað nýgengihlutfall allra krabbameina og einstakra krabbameina hjá lögfræðingum voru í flestum tilvikum nærri einum heilum. Krabba- mein voru fátíðari meðal lækna en annarra karla en þó höfðu fleiri ristilkrabbamein greinst hjá læknunum en öðrum körlum, staðlað ný- gengihlutfall var 1,93. Þegar læknar og lög- fræðingar voru bornir saman voru hlutfalla- hlutföll krabbameina yfirleitt lág, það er krabbamein voru fátíðari meðal lækna en lög- fræðinga, þetta á einkum við um lungnakrabba- mein en þar var hlutfallahlutfallið 0,32 og 95% öryggismörkin innihéldu ekki einn. I töflu V eru sýndar niðurstöður varðandi krabbamein þegar læknar með sérfræðiviður- kenningu voru bornir saman við íslenska karla annars vegar og lögfræðinga hins vegar. Stöðl- uð nýgengihlutföll voru nærri einum eða til- tölulega lág í flestum tilfellum, hæst fyrir krabbamein í ristli, eða 1,55. Þegar sérfræði- læknar og lögfræðingar voru bornir saman voru hlutfallahlutföllin yfirleitt nærri einum, lægst var hlutfallið þegar litið var á lungnakrabba- mein, þar var hlutfallahlutfallið 0,27 og 95% öryggismörkin innihéldu ekki einn. í töflu VI eru sýndar niðurstöður varðandi krabbamein þegar læknar án sérfræðiviður- kenningar voru bornir saman við íslenska karla annars vegar og lögfræðinga hins vegar. Stöðl- uð nýgengihlutföll voru í flestum tilfellum nærri einum. Krabbamein í ristli og heila voru þó tíðari meðal lækna en annarra en 95% ör- yggismörkin voru í öllum tilvikum víð og inni- héldu einn. í töflu VII eru sýndar reykingavenjur lög- fræðinga og lækna sem tóku þátt í rannsókn Hjartaverndar árið 1975. í töflunni sjást einnig reykingavenjur allra sem tóku þátt f rannsókn Hjartaverndar sama ár. Einungis 63 læknar en 181 lögfræðingur tóku þátt í rannsókninni. Læknar reykja minna af sígarettum og fleiri læknar hafa hætt að reykja en lögfræðingar eða aðrir þátttakendur í rannsókn Hjartaverndar. Þegar reykingavenjur lögfræðinga voru bornar saman við reykingavenjur allra þátttakenda með reiknimatsaðferðinni sem áður er lýst, fæst hlutfallið (4,28/4,74) = 0,90 og fyrir lækna (3,71/4,74) = 0,78. Þegar reykingavenjur lækna og lögfræðinga voru bornar saman var útkom- an (3,71/4,28) = 0,87. Umræða Þegar litið er á öll dánarmein er dánartíðni lækna lægri en lögfræðinga. Einkum er þessi samanburður hagstæður læknum sem hafa sér- hæft sig í einhverri grein læknisfræðinnar. Sjálfsmorð, sem framin eru með lyfjum, föst- um eða fljótandi efnum, eru tíðari meðal lækn- anna í heild en það á einkum við lækna sem ekki hafa sérfræðiviðurkenningu. Nýgengi krabbameina er lægra meðal lækna en annarra, einkum er lungnakrabbamein fátítt í þeirra hópi. Niðurstöðurnar koma heint við það sem fundist hefur í fyrri rannsóknum á læknum (1- 15,21-23). I bandarískri rannsókn kom fram að læknum, sem væru sviptir lækningaleyfi eða hefðu feng- ið áminningu í starfi, væri hættara en öðrum við sjálfsmorðum (48). í öðrum rannsóknum

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.