Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 40

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 40
126 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Við skoðun kom fram samhliða helftarblinda (homonymous hemianopia) til hægri en að öðru leyti var skoðunin eðlileg. Tölvusneið- mynd af höfði sýndi hringlaga lágþéttnibreyt- ingu efst, framan til í vinstri hluta hnykils (cerebellum), sem var um 2 cm í þvermál. I hnakkablaði (lobus occipitalis) vinstra megin inn við miðlínu sást lágþéttnibreyting sem mældist 2x3x3 cm að stærð. Útlit hennar sam- rýmdist heiladrepi. Hjartalínurit, blóðhagur, sökk, CRP, ANA, RF, blóðfitur, mænuvökvi, lungnamynd, ómskoðun af hálsæðum og óm- skoðun af hjarta í gegnum vélinda voru eðlileg. Sjúklingur var lagður inn á endurhæfinga- og taugadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fljót- lega minnkaði sjónsviðsskerðingin og varð að samhliða hægri, neðri fjórðungsblindu (homo- nymous inferior quadrantanopia). Hann fékk ekki mígrenikast í legunni og útskrifaðist viku eftir innlögn á magnýl 150 mg einu sinni á dag og própanólól 40 mg þrisvar á dag. Eftir út- skrift, tveimur vikum eftir að einkenni byrjuðu, var gerð segulómrannsókn af höfði mannsins. Þar sáust þær tvær breytingar sem áður höfðu sést á tölvusneiðmyndinni (myndir 1 og 2) og að auki breyting vinstra megin aftarlega í stúku (thalamus) sem var rúmur 1 cm í þvermál (mynd 3). Sjúkratilfelli 2 Þrjátíu og tveggja ára gömul kona vaknaði að morgni og hafði þá höfuðverk um allt höf- uðið sem lýsti sér eins og sá mígrenihöfuðverk- ur sem hún hafði oft haft áður. Skömmu síðar tók hún eftir því að hún gat ekki lesið og þegar að henni var komið tveimur klukkustundum síðar áttaði hún sig á því að hún gat ekki tjáð sig eðlilega. Hugsunin var skýr og konan taldi sig hafa skilið allt sem sagt var en gat ekki komið hugsuninni frá sér í orðum með eðlileg- um hætti. Konan svaf síðan í nokkrar klukku- stundir og þegar hún vaknaði var mígrenihöf- uðverkurinn horfinn en hún átti ennþá erfitt með að lesa og tjá sig. Síðar um daginn reyndi hún að skrifa ávísun en það gekk brösuglega. Eftir það leitaði hún til bráðamóttöku Sjúkra- húss Reykjavíkur. Ættarsaga um mígreni er hjá konunni og sjálf hefur hún haft mígreni í sex ár. Hún hefur fengið um það bil eitt kast í mánuði. Oftast byrjar það með áru sem stendur í um hálfa klukkustund og lýsir sér með flöktandi línum í miðju sjónsviðinu þannig að konan verður ófær um að lesa. Þessu fylgir síðan höfuðverkur um allt höfuðið sem varir oftast í fjórar klukku- stundir. Tvisvar sinnum hefur hún fundið fyrir áru í formi dofa í vinstri hendi og framhand- legg upp að olnboga sem hefur staðið um það bil hálftíma á undan höfuðverknum. Mígr- enikastinu fylgja hvorki ógleði né uppköst. Að öðru leyti hefur konan verið hraust. Hún notar ekki getnaðarvarnarpilluna og reykir ekki. Við skoðun, 10 klukkustundum eftir að ein- kenni byrjuðu, voru málglöp (dysphasia) og lestrarglöp (dyslexia) til staðar. Þessi einkenni voru þó minni en um morguninn að mati kon- unnar. Skoðunin var að öðru leyti eðlileg. Tölvusneiðmynd af höfði var eðlileg sem og hjartalínurit og blóðhagur. Konan lá á gæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur yfir nótt. Við skoðun morguninn eftir var hún betri en þó ekki einkennalaus. Endurtekin skoðun tveimur dögum síðar sýndi að einkenni voru enn til staðar. Konan las stirðlega og átti í vissum erf- iðleikum með að tjá sig. Hún var sett á magnýl 150 mg einu sinni á dag. Níu dögum eftir upp- haf veikinda var hún betri en þó voru lestrarerf- iðleikar enn til staðar. Segulómrannsókn af höfði sýndi segulskært 2x3 cm svæði (mynd 4) vinstra megin í heilaberki sem samrýmdist heiladrepi. Rannsókn af háls- og heilaæðum með segulómun var eðlileg. Einkennin hurfu að fullu á þremur vikum. Umræða Alþjóða höfuðverkjafélagið (International Headache Society) hefur lagt til eftirfarandi skilgreiningu á heilablóðfalli vegna mígrenis: I fyrsta lagi þurfa fyrri höfuðverkjaköst að full- nægja skilmerkjum um mígreni með áru. í öðru lagi skal mígrenikastið sem veldur heilablóð- falli vera dæmigert fyrir fyrri mígreniköst og brottfallseinkenni mega ekki vera horfin innan sjö daga og/eða skulu myndgreiningarrann- sóknir sýna heiladrep með staðsetningu sem skýrir einkennin. í þriðja lagi þarf að útiloka aðrar orsakir heiladreps. Þessi skilgreining er í endurskoðun (1-3). Nýgengi heilablóðfalls hjá einstaklingum 50 ára og yngri er 9,0-39,8 á 100.000 íbúa á ári (1,4-9) og er mígreni talið vera orsökin í 3-25% tilfella (10-20). Heilablóðfall vegna mígrenis er algengara hjá konum en körlum (10,11,21,22). Bæði mígreni með og án áru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.