Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 42

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 42
128 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 geta valdið heilablóðfalli (10,22-26). Reyking- ar og/eða notkun getnaðarvarnarpillunnar auka áhættuna enn frekar (23,27). í einni rannsókn var nýgengi heilablóðfalls vegna mígrenis kannað í stóru þýði. Þar reynd- ist nýgengi vera 1,4 á 100.000 íbúa á ári ef ein- göngu voru talin tilfelli þar sem mígreni var eini áhættuþátturinn og 3,4 á 100.000 íbúa ef tekin voru með tilfelli þar sem mígreni var talið orsök þrátt fyrir að aðrir áhættuþættir væru fyr- ir hendi (28). í heilablóðföllum vegna mígrenis eru ein- kenni oftast frá aftari heilablóðrás (posterior circulation). Algengustu einkenni eru samhliða helftarblinda (homonymous hemianopia) og samhliða fjórðungsblinda (homonymous qu- adrantanopia) en önnur vel þekkt einkenni eru helftarlömun (hemiparesis), helftardofi (hemi- anesthesia), málglöp (dysphasia) og ýmis heilastofnseinkenni. Dauðsföllum hefur verið lýst í nokkrum tilfellum (15,22,29,30). Meðal heilastofnseinkenna er óraunveruleika- og doðatilfinning, lík þeirri sem kom fyrir hjá sjúklingi í sjúkratilfelli 1 (15). Meingerð heila- blóðfalls vegna mígrenis er ekki ljós. Rann- sóknir hafa sýnt skert blóðflæði í heilaæðum í mígreniköstum og mögulegt er að æðasam- dráttur í upphafi kasts valdi súrefnisþurrð sem stendur nægilega lengi til að orsaka heiladrep (31-44). Einnig hefur truflun á blóðflögustarf- semi í mígreniköstum verið lýst og gæti hún stuðlað að segamyndun og heiladrepi (10). Rannsóknir benda til að hjá þeim sem einu sinni hafa fengið heilablóðfall vegna mígrenis, geti hætta á öðru áfalli verið 1,4-10% á ári (10,23,45). Eftir heilablóðfall af völdum mígr- enis er venja að beita meðferð með acetýlsali- cýlsýru í lágum skömmtum í segavarnandi skyni og til að minnka líkur á mígreniköstum (23,46). Ekki er talið ráðlegt að nota lyf sem geta valdið æðasamdrætti, eins og ergótamín og súmatriptan. Til álita kemur forvarnarmeð- ferð annað hvort með kalsíumhamlara eða betahamlara. Forðast skal reykingar og notkun getnaðarvarnarpillunnar (22,29). Hjá báðum sjúklingunum, sem hér er greint frá, var saga um mígreni með áru og hjá báðum varð heiladrep í mígrenikasti. Ekki voru aðrir áhættuþættir til staðar fyrir utan reykingasögu hjá sjúklingi í sjúkratilfelli 1. Myndgreiningar- rannsóknir sýndu heiladrep sem skýrðu ein- kennin í báðum tilfellum. Hjá sjúklingi í sjúkratilfelli 1 sáust að auki breytingar í hnykli og stúku vinstra megin. Síðarnefnda breytingin sem samrýmdist heiladrepi gæti hafa komið fram fyrir nokkrum árum þegar maðurinn fann fyrir helftardofa hægra megin í kjölfar óraun- veruleika- og doðatilfinningar. Miðað við erlendar nýgengistölur má búast við 9-10 tilfellum heilablóðfalla vegna mígrenis á ári á íslandi (28). Heiladrep af völd- um mígrenis er að öllum líkindum vangreint hér á landi. Hafa skal í huga heiladrep ef brott- fallseinkenni eru viðvarandi eftir að mígreni- kasti lýkur. Samantekt Hér er lýst tveimur tilfellum þar sem mígreni var talið orsök fyrir heilablóðfalli hjá ungu fólki. Miðað við erlendar rannsóknir má búast við 9-10 tilfellum hei lablóðfal la vegna mígrenis á ári á Islandi, þar af þremur til fjór- um þar sem mígreni er eini áhættuþátturinn. Algengustu einkenni eru sjónsviðsskerðing en önnur vel þekkt einkenni eru helftarlömun, helftardofi, málglöp og ýmis heilastofnsein- kenni. Eftir heilablóðfall vegna mígrenis er ekki æskilegt að nota lyf sem geta valdið æða- samdrætti eins og ergótamín og súmatriptan. Mælt er með daglegri notkun acetýlsalicýlsýru í lágum skömmtum og til álita kemur fyrir- byggjandi mígrenimeðferð með kalsíum- eða betahamlara. Forðast skal reykingar og notkun getnaðarvarnarpillunnar. HEIMILDIR 1. Welch KMA. Relationship of stroke and migraine. Ne- urology 1994; 44/Suppl. 7: S33-6. 2. Welch KMA, Levine R. Migraine-Related Stroke in the Context of the International Headache Society Classification of Head Pain. Arch Neurol 1990; 47: 458-62. 3. Headache Classification Committee of the International Headache Society. Classification and diagnostic criteria for headache disorders, cranial neuralgias and facial pain. Cephalalgia 1988; 8: 27. 4. Leno C, Berciano J, Combarros O, Polo JM, Pascual J, Quintana F, et al. A Prospective Study of Stroke in Young Adults in Cantabria, Spain. Stroke 1993; 24: 792-5. 5. Kittner SJ, McCarer RJ, Sherwin RW, Sloan MA, Stern BJ, Johnson CJ, et al. Black-white differences in stroke risk among young adults. Stroke 1993; 24/Suppl. 1: 113-5. 6. Nencini P, Inzitari D. Baruffi MC, Fratiglioni L, Gagliardi R, Benvenuti L, et al. Incidence of stroke in young adults in Florence, Italy. Stroke 1988; 19: 977-81. 7. Broderick JP, Phillips SJ, Whisnant JP, O'Fallon WM, Bergstrahl EJ. Incidence rates of stroke in the eighties: the end of the decline in stroke? Stroke 1989; 20: 577-82. 8. Bamford J, Sandercock P, Dennis M, Warlow CP, Jones L. McPherson K, et al. A prospective study of acute cere- brovascular disease in the community: The Oxfordshire community stroke project 1981-86: 1. Methodology,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.