Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 53

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 139 ✓ Læknafélag Islands 80 ára Læknafélag íslands var stofn- að þann 14. janúar 1918 og voru stofnfélagar 62. fbúar landsins voru þá 92 þúsund og voru því tæplega 1500 íbúar á hvern lækni. Fyrsti formaður félagsins var Guðmundur Hannesson prófessor. Eitt af fyrstu bar- áttumálum félagsins, eins og segir í annálum, var ,,að beita sér fyrir hækkun á ferðataxta og gjaldskrá" sem þá var ákveðin af Alþingi. Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn í sal Menntaskólans í Reykjavík og hófst hann I. júlí árið 1919. Aðalfundurinn stóð í fimm daga og voru mættir 32 læknar. Talsvert bar á því fyrstu árin að læknar ættu ekki heiman- gengt úr læknishéruðum á fundi vegna mikilla anna. Innan Læknafélags Islands starfa níu svæðafélög og Félag ungra lækna. Þá er Félag ís- lenskra heimilislækna auk margra sjálfstæðra sérgreinafé- Almennur fundur í Læknafélagi Reykjavíkur fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:30 í Hlíðasmára 8, Kópavogi Fundarefni: 1. Fræðslustofnun lækna. Símenntun. 2. Kynna þarf þau framboð sem fram verða lögð á aðalfundi LR í Hlíðasmára 8, Kópavogi 19. mars næstkomandi. Kjósa á þrjá menn í aðalstjórn, for- mann, ritara og gjaldkera, þrjá meðstjórnendur, alla til tveggja ára og þrjá varamenn til eins árs. Einnig þarf að kynna framboð að tillögum um fulltrúa LR á aðalfund LÍ 1998. Ekki verða aðrir í kjöri á aðalfundi þann 19. mars en tillögur koma fram um á þessum fundi. 3. Önnur mál. Stjórn LR Frá 75 ára hátíð LI. Þáverandi formaður ásamt sex fyrrum formönmtm. Frá vinstri: Arinbjörn Kolbeinsson, Tómas Árni Jónasson, Snorri Páll Snorrason, Sverrir Bergmann, Oskar Þórðarson, Olafur Bjarnason og Þorvaldur Veigar Cuðmundsson. laga. Á vegum félagsins eru starfandi fjölmargar nefndir og ráð sem sjá um einstaka þætti í innra starfi félagsins. Helstu baráttumál félagsins frá upphafi hafa verið ýmis stéttar- mál, kjaramál auk þess sem umræða um fagleg og siðfræði- leg málefni eykst stöðugt. Læknar á Islandi eru nú um 1000. Starfandi eru um 900 sem þýðir að um 300 íbúar eru á hvern lækni. Islenskir læknar erlendis eru hins vegar fast að 500. Guðmundur Björnsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.