Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 143 Rúmt ár frá stofnun íslenskrar erfðagreiningar Fjórtán sjúkdómar í rannsókn nú og fleiri f undirbúningi íslensk erfðagreining hefur nú starfað í rúmt ár en tilgang- ur fyrirtækisins er að stunda rannsóknir í erfðafræði, hvernig sjúkdómamynstur tengjast hugsanlega ættum og leita að stökkbreytingum í gen- um. Starfsmenn eru í dag orðnir 110 og eru nú í gangi rannsóknir á 14 sjúkdómum og í undirbúningi eru fleiri rannsóknir. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, greindi í samtali við Læknablaðið frá helstu þáttum í starfi Islenskr- ar erfðagreiningar. Að íslenskri erfðagreiningu standa bæði íslenskir og erlendir fjársterkir aðilar. Nokkur banda- rísk fyrirtæki lögðu fram 12 milljónir dollara sem áhættufé í upphafi en meðal eigenda eru einnig íslenskir aðilar. Kári Stef- ánsson er helsti frumkvöðullinn að stofnun fyrirtækisins og tókst honum að virkja áhuga erlendra aðila á fyrirætlunum íslenskrar erfðagreiningar vegna þeirrar sérstöku aðstöðu sem hér er fyrir hendi, einsleit og einangruð þjóð um aldir þar sem auðvelt er að rekja ættir fram og til baka og til er áratuga safn af sýnum sem tekin hafa verið vegna ýmissa sjúkdóma. I upphafi var lagt upp með að rannsóknarstarf fyrirtæk- isins væri tryggt til fimm ára burtséð frá því hverjar tekjurnar yrðu af starfseminni. Kári segir nú hilla undir að samningar náist við enn eitt lyfjafyrirtækið sem myndi þýða að enn fleiri stoðum yrði rennt undir reksturinn næstu árin. „Hjá okkur starfa í dag um 110 manns, svo til allir með háskóla- menntun. Það eru líffræðingar og læknar, fólk með doktorsgráðu í hinum ýmsu greinum og síðan tölfræðingar og tölvuvísinda- menn. Á næstunni sjáum við fram á aukin verkefni og því geri ég ráð fyrir að starfsmannafjöld- inn verði kominn í um 200 manns á miðju ári.“ Er nóg af sérfræðingum á lausu? „Við höfum að minnsta kosti ekki ennþá þurft að bíða eftir fólki eða leita því jafnan berast mjög margar umsóknir þegar störf eru auglýst svo þetta virðist eftirsóttur vinnustaður. Það staf- ar bæði af því að við greiðum heldur hærri laun en aðrar rann- sóknarstofnanir, hér eru ný og spennandi verkefni í gangi og fjármagn hefur verið tryggt til rekstrarins í ákveðinn tíma, auk þess sem við erum stöðugt að leita samstarfs við erlend sterk lyfjafyrirtæki vegna hugsanlegr- ar þróunar lyfja sem byggjast á niðurstöðum rannsókna okkar. Starfsmenn okkar eru að lang- mestum hluta fslendingar, fólk sem hefur verið í starfi bæði hér- lendis og erlendis og fólk sem hefur nýlokið háskólanámi. Nú þegar fjölgun stendur fyrir dyr- um höfum við áætlað að um 20% starfsfólksins verði erlent." Meðal sjúkdóma sem eru til rannsóknar í dag má nefna MS, sykursýki, astma, skjálfta og Hjá íslcnskri erfðagreiningu er nú unnið að rannsóknum á 14 sjúkdómum og á næstunni munu fleiri bætast við. Ljósm.. -jt- geðræna sjúkdóma. Kári segir að hér sé um að ræða byrjun á mjög umhverfisvænum iðnaði og að tækifæri sé fyrir íslendinga að leggja mjög mikið af mörkum í erfðafræðirannsóknum á nýjan hátt. Með tilkomu fyrirtækisins hafi fengist fjármagn og mögu- leiki sé á margs konar tengdum iðnaði. Fyrir liggur að fyrirtækið mun stækka um helming á árinu og eru samningar um það langt komnir. Islensk erfðagreining er til húsa á fyrstu hæð hússins við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.