Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 59

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 59
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 145 sjúkdómum og hvernig megi lækna þá. Læknisfræðin á algjör- lega rætur sínar í því hvernig for- eldrar okkar og forfeður voru reiðubúin að láta safna um sig svona upplýsingum. Læknis- fræðin er til orðin vegna þess að þetta fólk leyfði mönnum að nota þessar upplýsingar. Sjúk- dómar breytast, fyrir 1981 viss- um við ekki að alnæmi væri til, og ef við þróum ekki iæknis- fræðina áfram þá njóta börn okk- ar ekki sömu þjónustu og við gerum í dag. Mér finnst að okkur beri skylda til þess að leggja fram okkar skerf til að svona rannsóknir geti farið fram, við eigum ekki rétt á að nota okkur læknisfræðina nema að leggja eitthvað til hennar einnig.“ Mjög mikilvægt er að mati Kára að halda vel utan um per- sónulegar upplýsingar. „Allt að- gengi að upplýsingum hefur auk- ist mjög þar sem þær eru svo víða til á tölvutæku formi. Þess vegna er nauðsynlegt að menn fari ekki subbulega með slíkar upplýsingar því friðhelgi einka- lífsins er hluti af þeim forréttind- um sem við viljum búa við. Ég held hins vegar að þetta sé eins og með svo margt annað, að til að ná þessum lúxus megum við ekki fórna of miklu. Um 98% af einkalífinu er varið en hversu miklu á að fórna til að verja þau 2% sem eftir eru. Og friðhelgin er ekki það eina heldur eitt af mörgum atriðum sem við viljum eiga en viljum samt sem áður ekki fórna öllu fyrir hana. Við erum alltaf að greiða eitt- hvert verð ef svo má segja fyrir ýmis þægindi í nútímasamfélagi. Besta dæmið er skrá sem við leyfum til dæmis kortafyrirtækj- unum að halda um skuldastöðu okkar. Ef fólk neitar að haldin sé slík skrá er það um leið að hafna þeim kostum sem rafræn við- skipti geta haft í för með sér - það er verðið sem greitt er fyrir það. í læknisfræðilegum rann- sóknum stöndum við frammi fyrir sams konar spurningum: Hvaða verð á að greiða fyrir slík- ar rannsóknir, hvaða verð erum við að greiða ef við neitum að taka þátt í þeirri þróun sem lækn- isfræðin býður upp á?“ Kári segir að áhrif viðskipta- sjónarmiða geti verið að þau verndi persónuupplýsingarnar frekar en að þau setji þær í hættu, íslensk erfðagreining hafi ekki aðeins siðferðilega og lög- bundna hagsmuni heldur einnig viðskiptalega af því að gæta þessara upplýsinga. „Við erum eiginlega ólíklegasti aðilinn inn- an íslensks samfélags til að láta þessar upplýsingar frá okkur, það myndi einfaldlega drepa fyr- ir okkur alla starfsemina.“ Vilja viðhalda Iæknisfræðinni „Við munum á næstunni sækja um fleiri rannsóknarleyfi. Ef- laust verður alltaf munur á áherslum okkar hér og tölvu- nefndar og ég vil benda á að það getur verið hættulegt að gera friðhelgi einkalífsins að grund- vallarrétti. Ekki vegna þess að það sé ekki mikilvægt heldur vegna þess að við megum ekki fórna ýmsum öðrum rétti, sem er einstaklingnum mikilvægur, fyr- ir hann. Við hljótum alltaf að gera okkar besta til að vernda þessar upplýsingar og ég vil bara benda á það að 99% þeirra sem taka þátt í rannsóknum yfirleitt gera það til að eiga þátt í að við- halda læknisfræðinni.“ Talsvert hefur verið fjallað um íslenska erfðagreiningu í erlend- um blöðum og tímaritum bæði að eigin frumkvæði þeirra sjálfra og eins hafa vísindamenn fyrir- tækisins ritað greinar um sitt fag í viðkomandi fagrit. Þannig var á síðasta ári opnugrein í Time þar sem greint er almennt frá starfi fyrirtækisins, The Sunday Tel- egraph sagði í fyrirsögn að vís- bending um sjúkdóma lægi í blóði víkinga og Evrópuútgáfa The Wall Street Journal sagði að væru staðhæfingar forstjórans réttar lægi framtíð læknisfræð- innar í fortíð Islands. Einnig má nefna greinar í Financial Times, Science, BioCentury og Nature Genetics. -jt- Auðólfur Gunnarsson kjörinn meðlimur í Félagi bandarískra ófrjósemiskurðlækna Á síðasta ári var Auðólfur Gunnarsson kjörinn meðlimur í Félagi bandarískra ófrjósemiskurð- lækna. Til þess að verða kjörinn meðlimur þarf viðkomandi að hafa sýnt og sannað vissa þjálfun, færni og framlag á þessu sviði. Auðólfur er eini meðlimurinn á Norðurlöndun- um, einn af sex í Evrópu og af alls 22 utan Banda- ríkjanna.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.