Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 73

Læknablaðið - 15.02.1998, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 157 Hluti lóðar umhverfis sjúkrahúsið. Ljósm.: EHj. Frá móttöku á sjúkrahúsinu. Ljósm.: EHj. Sameinuðu þjóðirnar annast sjúkraflutninga Samstarf Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauða krossins gengur ljómandi vel, að mati Einars. „Rauði krossinn sér alfarið um rekstur sjúkrahúss- ins en flutningur sjúklinga er alfarið í höndum Sameinuðu þjóðanna. Þegar sjúklingar fara heim aftur er Sameinuðu þjóðunum greitt fyrir flutning- inn. Samkvæmt reglum Alþjóða Rauða krossins er allt starfið unnið í samvinnu við landsfélög Rauða krossins bæði í Súdan og Kenýa, þess vegna eru stjórnarskrifstofur fyrir hjálparstarfið bæði f Kar- túm og Nairóbí. Það getur nátturlega orðið svolítið þungt í vöfum en er samt sem áður nauðsynlegt vegna þeirrar grundvallarreglu að starfa ætíð með félögum í hverju landi.“ Einar kvað vinnuaðstöðu allbærilega. „A sjúkra- húsinu starfa þrír skurðlæknar og tveir svæfinga- læknar og margt hjúkrunarfólk frá ýmsum löndum. Þar starfar einnig margt innfætt hjúkrunarfólk. Sumt af starfsfólkinu hefur fengið þjálfun á sjúkra- húsinu. Það er enginn skortur á hjúkrunargögnum, en rannsóknartæki eru hins vegar af skornum skammti. Einungis er hægt að framkvæma grunn- rannsóknir og taka einfaldar röntgenmyndir, aðal- lega af útlimum og lungnamyndir. Rannsóknarstofa sjúkrahússins framkvæmir einföldustu blóðrann- sóknir og bakteríuræktanir. Flestir með skotsár Flestir sjúklinganna voru með skotsár. Stundum höfðu þeir fengið örlitla aðhlynningu á heimaslóð- um áður en þeir komu. Ungir karlmenn voru í meirihluta en konur og börn voru einnig meðal sjúklinga. Starf mitt fólst í því að meta sjúklinga við komu og ákveða hverjir þörfnuðust aðgerðar strax og hverjir gætu beðið næsta dags og síðan að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir.“ Frá skurðstofunni á Lopiding sjúkrahúsinu. Á myndinni sjást tvö af þremur skurðborðum á stofunni. Ljósm.: EHj. Skáli sem hýst getur 60 sjúklinga á Lopiding sjúkrahúsinu. Ljósm.: EHj. Einar fór á undirbúningsnámskeið hjá Alþjóða Rauða krossinum í Genf síðastliðið vor og hafði áður verið á sendifulltrúanámskeiði Rauða kross íslands. „Námskeiðin fólust einkum í því að læra meðhöndlun sjúklinga sem særst hafa í stríðsátök-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.