Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 74

Læknablaðið - 15.02.1998, Qupperneq 74
158 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Skýringarmynd af því hvernig jarðsprengja virkar. Húðin þenst út og tætist upp ásamt holdi og beinum. Myndin er úr bæklingi Al- þjóða Rauða krossins. (Coupland RM. Amputation for war wounds. Geneva: International Committee of the Red Cross, 1992: 6.) um. Þetta eru annars konar sár en við eigum að venjast. Skotsárin valda miklum vefjaskemmdum og oft eru alvarlegar sýkingar komnar í sárin. Meðhöndlunin felst í því að skera í burtu dauð- an og sýktan vef, fjarlægja laus beinbrot og skilja sárin síðan eft- ir opin og loka þeim ekki fyrr en þau eru orðin hrein. Brot voru flest meðhöndluð með strekk eða gifsspelkum. Byssurnar sem eru í notkun eru gífurlega orkumikl- ar. Þegar byssukúlan mætir mót- stöðu missir hún jafnvægið, ef svo má segja, og byrjar að spinna sig áfram og myndar trektlaga sár, þannig getur inngangsop eft- ir kúlu verið einungis 1 cm, en 5- 6 cm þar sem kúlan fer út úr lík- amanum eftir að hafa valdið ómældum skaða. Ég man til dæmis eftir litlum dreng sem kom til okkar, hann hafði fengið skot í brjósthol, rétt við geirvörtu og fór kúlan í gegnum brjóst- kassann og í handlegginn sem tættist af rétt ofan við olnboga. Almenn byssueign I kjölfar borgarastríðsins hefur byssueign orðið mjög almenn. Þetta hefur skapað gífurleg vandamál ekki síst vegna naut- gripaþjófnaða og meðfylgjandi hefndaraðgerða sem tíðkast hafa um aldir. Öldum saman hafa kýr verið tilvistargrundvöllur fjöl- skyldunnar. Flest er reiknað í kýrverði. Til dæmis er gjald fyr- ir brúði 30-40 kýrverð og það er ekkert smáræði. Víða er afstaðan sú að náist kýr inn á einhvers yf- irráðasvæði sé hún þar með hans eign. Reyni fyrri eigandi að end- urheimta kúna verður það ekki gert nema með því að berjast og verjast. Þessi hefð vill oft gleym- ast okkur, sem horfum á ókunna menningu með eigin menningar- gleraugum. I þorpinu sem byggst hefur upp í kringum sjúkrahúsið kom til dæmis tvívegis til skot- bardaga vegna kúaþjófnaðar á meðan ég dvaldi þarna. Nokkrir særðust og þörfnuðust aðhlynn- ingar af þeim sökum.“ Að sögn Einars er tiltölulega lítið af jarðsprengjum í Súdan, en þær finnast þó því miður. „Það kom til okkar lítið barn sem þurfti að aflima, taka höndina af. Það hafði gripið upp jarð- sprengju sem líktist leikfangi. Þetta er auðvitað ætlað börnum, hverjir aðrir hlaupa eftir leik- föngum og grípa þau upp? Jarð- sprengjur valda gífurlegum vefjaskaða í líkamanum. Oft verður að aflima þann sem verð- ur fyrir áverka af völdum jarð- sprengja. Oftast springa sprengj- urnar vegna þess að fólk stígur á þær, þá brotnar fóturinn og húð- in rofnar og lyftist upp eins og regnhlíf og óhreinindin pressast inn í húðina. Oftast verður vefja- áverki það mikill að það þarf að taka fótinn af neðan við hné eða uppi á læri, þetta er skelfilegt. Vagga mannkyns Umhverfis sjúkrahúsið og starfsemi Sameinuðu þjóðanna hefur myndast dálítið þorp, þar býr fólk af Túrkana ættbálki. Margir þeirra vinna á sjúkrahús- inu og sinna þar ýmsum þjón- ustustörfum. Ibúarnir á svæðinu eru um 20 þúsund. Þessi ættbálk- ur býr í Norður-Kenýa og um- hverfis Túrkanavatn, sem er þarna skammt frá. Ymsir halda því fram að vöggu mannkyns sé að finna við Túrkanavatn. Eftir því sem sjúkrahúsið verður fastari punktur í tilveru þessa fólks leitar það þangað meir og meir með sín vandamál, eða er vísað þangað frá heilsu- gæslustöðinni sem rekin er af African inland church (AIC). Al- varlegastu sjúkdómarnir sem innfæddir eru að glíma við eru malaría, ýmiss konar þarmasýk- ingar og berklar." Gæti Einar hugsað sér að fara aftur að vinna við svipaðar kringumstæður? „Já, því ekki það. Þetta er mjög áhugavert og ég verð að játa að mér fannst ég gera tölu- vert gagn á meðan ég var á Lopi- ding sjúkrahúsinu. Þetta er líka tiltölulega auðveldur staður að byrja á í svona starfi. Sjúkrahús- ið er ekki á hættusvæði nema menn grípi til vopna vegna kúnna. Hins vegar er æskilegt að búa sig vel undir svona ferð til þess að vita út í hvað maður er að fara, en reynslan er mikils virði.“ -bþ-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.