Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.02.1998, Blaðsíða 78
162 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Evrópuþingið ætlar að lögleiða skottulækningar Svo hljóðar fyrirsögn í öðru janúarhefti sænska læknablaðs- ins og tekur greinin fyrir um- ræðu á Evrópuþinginu um þetta efni. Sú umræða fjallar ekki um að herða reglur um skottulækn- ingar, heldur að sleppa skottu- læknum lausum í heilbrigðis- kerfum þjóða Evrópu. Hér á landi hefur farið fram nokkur umræða í fjölmiðlúm uppá síðkastið um skottulækn- ingar, en almennt virðast læknar hafa lítinn áhuga á þessu máli og hefur stærsti skerfurinn í umræð- unni komið frá aðilum sem hags- muna hafa að gæta varðandi sölu á alls konar fæðubótar- og skottulyfjum. Hvað fjölmiðla varðar virðist svo sem hags- munaaðilarnir hafi nær ótak- markaðan aðgang að þeim, enda hlýtur ágóðinn af auglýsingum frá þeim að vera umtalsverður. Með þátttöku okkar íslendinga í EES er stöðugt verið að stað- festa hér lög og reglugerðir sem gilda í löndum Evrópusam- bandsins og eiga upptök sín í Evrópuþinginu í Brussel. Við getum átt von á því að formæl- endur þeirra laga um „óhefð- bundnar lækningar", sem Evr- ópuþingið vill innleiða í aðildar- löndum Evrópusambandsins, berji að dyrum hjá íslenskum heilbrigðisyfirvöldum fyrr eða síðar. Því þurfa íslenskir læknar að taka upp umræðu um þetta fyrirbæri, áður en þeir standa frammi fyrir því að vera skyld- aðir til að senda sjúklinga sína með tilvísun til andalæknis, á kostnað TR, ef sjúklingurinn fer þess á leit. Hér á Islandi, sem og annars staðar á Vesturlöndum, er rekinn mjög sterkur áróður fyrir margs konar skottulækningum, eða „óhefðbundinni" læknisfræði. Sé áróðurinn skoðaður ofaní kjölinn má sjá að sterkasta aflið bakvið hann er ekki fyrst og fremst áhugi fyrir almennt betra heilsu- fari, heldur er markaðurinn að verki. Góð heilsa, sem til þessa hefur verið hluti af eftirsóknar- verðum gæðum lífsins, líkt og góður efnahagur eða gott fjöl- skyldulíf, er orðin að vöru á hin- um frjálsa markaði og sölumenn- irnir keppast um að skreyta vör- una með fallegum nöfnum og gæða hana í orði alls kyns heilsubætandi eiginleikum, sem engar eða mjög veikar forsendur eru fyrir. Almenningur lætur ginnast og vörurnar seljast grimmt. Við læknar eru hinsveg- ar orðnir svo varkárir, að við þorum ekki að segja fólki að ver- ið sé að draga það á asnaeyrum. En nú gæti svo farið, og takið nú vel eftir þversögninni, að við yrðum skyldaðir, í nafni hins frjálsa vilja og hins frjálsa mark- aðar, til að samþykkja læknis- dóma sem menntun okkar og samviska segir okkur að séu, þegar best lætur, hæpnir og þeg- ar verst lætur, beinlínis rangir. Ég lýk greininni með beinni til- vitnun í greinina í sænska læknablaðinu, um leið og ég ráð- legg öllum læknum að lesa hana alla. „Af hálfu Evrópuþingsins er lögð á það áliersla, að „einstak- ir lœknar“ hafi þá skoðun að þessi eða hin lœkningaaðferðin virki og sé þýðingarmikil viðhót við hefðbundna vt'sindalega lœknisfrœði. Sú áltersla á sér enga samsvörun meðal meiri- hluta læknastéttarinnar. En því miður eru menn innan hennar réttilega meðvitaðir um að engin della á jörðinni er svo vitlaus, að „einstakir lœknar" séu ekki til- búnir til að taka hana uppá arma sína. Þetta er kaldhœðnisleg röksemd, sem sjaldan sést í ráð- stefnuályktunum. “ Árni Björnsson HEIMILD Lakartidningen 1998; 95: 140-1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.