Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 80

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 80
164 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Til heimilis- og heilsugæslulækna Greining og meðferð hryggvandamála með taugarótareinkennum Brjósklos (herniated nucleus pulposus, HNP, disc prolapse) í baki getur verið allt frá ein- kennalaus og upp í að valda óþolandi sársauka, minnkuðum krafti, dofa og truflunum á þvag- látum og hægðum. Batahorfur við brjósklosi í mjóbaki eru góðar, og á að giska 90% sleppa við skurðaðgerð. Myndatökur og aðrar rann- sóknir í upphafi veikindanna eru ástæðulausar, nema rökstuddur grunur sé um, að mismunagrein- ing geti verið alvarlegri sjúk- dómur, til dæmis sýking, virkur liðasjúkdómur eða illkynja sjúk- dómur. Líta ber á nefndar rannsóknir sem undirbúning ákvarðana- töku uni breytta meðferðar- aðferð og á ákvarðanatakan um þær að vera í höndum þess sér- fræðings sem mun annast þá meðferð. Meðferð án skurðaðgerðar hjálpar sjúklingunum yfir erfið- asta verkjahjallann. Hún á að vera markviss og tímabundin. Greining og meðferð 1. Oftast er hægt að greina brjósklos klínískt með nákvæmri sjúkrasögu og skoðun. Myndatökur og aðrar rann- sóknir eru sjaldan nauðsynlegar fyrstu fjórar til sex vikurnar hjá annars frískum og tiltölulega ungum einstaklingunr. 2. Fyrstu vikurnar eftir að Unnið á samráðsfundi á vegum landlæknisembættisins 1997. einkenni koma í ljós, þarf yfir- leitt aðeins stuðningsmeðferð með ráðleggingum, verkjalyfjum og ef til vill bólgueyðandi lyfj- um. Forðast ber margra daga legu (meira en þrjá til fjóra daga). Séu sterk verkjalyf notuð, skulu þau notuð í virkum skömmtum og í örfáa daga. Hvetja skal sjúkling til að halda áfram vinnu. 3. Sé verkur á undanhaldi eftir eina til tvær vikur og sjúklingur vinnufær eða næstum vinnufær er ólíklegt að frekari meðferðar sé þörf. Taka skal fyrir stellingarfræði, vinnuaðstæður, tómstundaiðju og svo framvegis. 4. Sé verkur lítt breyttur, óbreyttur eða versnandi, skal hefja virka meðferð, oft hjá sjúkraþjálfara. Gefur læknirinn fyrirmæli um eðli og lengd með- ferðar. Stöðugleikaæfingar eru væn- legar til árangurs, en áhersla skal einnig lögð á stellingarfræði, slökun, hreyfingu og svo fram- vegis. 5. I eftirfarandi tilvikum skal haft samband við sérfræðing: a) við alvarlegar lamanir (par- eses), b) við óbærilega settaugar- (ischias-)/rótarverki, sem verkja- lyf bíta illa á, c) við endurtekin verkjaköst í baki og fæti með tiltölulega stuttu millibili sem valda óvinnufærni og/eða koma í veg fyrir að sjúklingur geti lifað eðli- legu lífi. d) Sjúklingar með mænu- taglsheilkenni (cauda equina syndrome) skulu alltaf sendir tafarlaust á sérhæfða skurð- deild til meðferðar. Staðan skal endurmetin eftir fjögurra til sex vikna meðferð frá upphafi einkenna. Sé árangur lítill eða enginn, skal haft sam- ráð við sérfræðing um áfram- haldandi greiningu og meðferð. Myndgreiningaraðferðir Tölvusneiðmyndataka, seg- ulómskuðun og nrænumynda- taka eru nokkurn veginn jafn- gildar við greiningu brjósklosa. Segulómun er best við grein- ingu brjóskloss í hálshrygg. Kristinn Guðmundsson Júlíus Gestsson Bjarni Hannesson Þorvaldur Ingvarsson Halldór Jónsson jr. Jósep O. Blöndal Magnús Ólason

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.