Læknablaðið - 15.02.1998, Page 86
170
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Öldrunarsvið
Deildarlæknar
SJÚKRAHÚS
REYKJ AVÍ KU R
Störf við öldrunarlækningar
Lausar eru til umsóknar tvær deildarlæknisstöður við öldrunarsvið SHR-
Landakoti. Önnnur staðan veitist frá 1. mars næstkomandi en hin frá 1. maí
næstkomandi eða eftir nánara samkomulagi. Aðsetur deildarlæknisins er að
SHR-Landakoti og vaktaþátttaka hans er þar. Til greina kemur að hluti af
öðru starfinu fari fram á hjúkrunarheimilum er tengjast sviðinu. Um er að
ræða fjölbreytt starf við greiningu, meðferð og endurhæfingu aldraðra.
Möguleiki er á þátttöku í vöktum á lyflækningasviði og á neyðarbíl, ef fyrri
reynsla umsækjanda leyfir. Góður valkostur til viðhaldsmenntunar fyrir heim-
ilislækna. Ýmsir möguleikar eru á rannsóknarverkefnum. Æskilegur ráðning-
artími er eitt ár, en skemmri tími kemur til álita.
Allar frekari upplýsingar gefur Pálmi V. Jónsson forstöðulæknir á öldrunar-
sviði SHR, sími 525 1889, og til hans skal senda umsóknir fyrir 15. febrúar
varðandi fyrri stöðuna, en 1. mars þá síðari.
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli
Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslustöðina á Hvolsvelli er laus frá 1.
febrúar næstkomandi.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendast til stjórnar
Heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli, Öldubakka 4, 860 Hvolsvöllur.
Nánari upplýsingar veitir Bára Sólmundsdóttir í síma 487 8126 á Heilsugæslu-
stöðinni og heima 487 8172.
Æskileg sérgrein heimilislækningar.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi.