Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 90

Læknablaðið - 15.02.1998, Page 90
174 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 ASTRA - dagurinn 1998 Hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur heimilislækna verður haldinn á Hótel Loftleiðum laugardaginn 7. mars næstkomandi. Öldrunarlæknar eru einnig boðnir velkomnir. ASTRA - dagurinn er sem fyrr skipulagður af FÍH og Astra ísland. Fræðsludagskrá hefst að morgni kl. 09:00 á tveggja klukkustunda almennum fundi um forvarnir. Síðan verður boðið upp á safaríka, spennandi og fræðandi þrírétta dagskrá, á þremur stöðum samtímis, fram á miðjan dag. Eftirréttar verður svo notið sameiginlega síðustu klukkustundina fram til kl. 17:00 á „Leiksviði læknislistarinn- ar“. Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH Astra ísland Fjórða vísindaþing Félags íslenskra heimilislækna Reykjavík 6.-7. nóvember Þingið verður með svipuðu sniði og fyrri þing. Kynntar verða rannsóknir og rannsóknaráætlanir sem tengjast heilsugæslu, bæði í formi frjálsra fyrirlestra og veggspjalda. Einnig verða sérstakir gestafyrirlesarar. Ágripum skal skila á disklingum ásamt einu útprenti fyrir 1. september. Nánari leiðbeiningar um uppsetningu ágripa verða birtar í fréttabréfi FÍH. Ágripin verða birt í sérstöku blaði þingsins sem dreift er til allra lækna á íslandi. Vísindaþingsnefnd FÍH Emil L. Sigurðsson, Jón Steinar Jónsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.