Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 9

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 193 ir af handahófi og ættartengsl þeirra könnuð mætti auðveldlega sýna fram á sterka fjöl- skyldufylgni, samanber meðfylgjandi ætt 14 lækna og tveggja tannlækna sem allir eru af- komendur hjóna sem fæddust um aldamótin 1800. Hin faglega gagnrýni og sjálfstæða hugs- un sem einkennir vísindi má aldrei gleymast í kapphlaupi um sjúkdóma og sjúklinga. Læknar verða að hafa hugfast að í vísindum eru ekki síður gerðar strangar kröfur um hæfni til starfa en í klínískum greinum, sem byggist á mennt- un og starfsreynslu á viðkomandi sviði. Tryggja verður að rannsóknarstofur viðhaldi alþjóðlegum stöðlum í gæðum rannsókna með innra og ekki síður ytra eftirliti. Læknar og stjórnendur sjúkrastofnana verða að gera sér grein fyrir að varsla persónu- og sjúkdómsupplýsinga er samkvæmt lögum í höndum stofnana en ekki einstakra lækna. Læknar geta haft frumkvæði að rannsóknum á sínu sviði og bér í mörgum tilfellum skylda til þess. Þannig hefur verið fleytt af stokkunum mörgum áhugaverðum klínískum og erfða- fræðilegum rannsóknum þar sem viðkomandi læknar hafa átt grunnhugmynd að verkefni. Hinsvegar horfir málið allt öðru vísi við þegar beiðni frá þriðja aðila um upplýsingar liggur fyrir. Þá geta einstakir læknar viðkomandi stofnana ekki orðið (einu) aðilar samkomulags um slíkar rannsóknir. Heldur verður sá sem æskir upplýsinga, viðkomandi læknar og stjórn stofnunarinnar að gera með sér samkomulag um faglega og fjárhagslega ábyrgð, vísindalega viðurkenningu og hugsanlegan ágóða. Fyrir- mynd að slíku samkomulagi má fá frá öllum stærri háskólastofnunum í Bandaríkjunuin. Það er því á ábyrgð stofnunarinnar að meta hvort vísindalegur og faglegur grundvöllur sé fyrir slíku samstarfi og að ávinningur af slíkum rannsóknum vegi upp á móti því ónæði og stundum ágangi sem af því getur fylgt. Vinnureglur um erfðarannsóknir sem unnar voru að frumkvæði Rannsóknarráðs íslands kveða á um að öllum einstaklingum sem taka þátt í erfðarannsóknum skuli tryggð fræðsla og ráðgjöf hjá hlutlausum aðila. I Bandaríkjunum, Bretlandi og Norðurlöndum hafa verið settar fram skýrar menntunarkröfur þeirra sem vinna við slíka erfðaráðgjöf og frá þeim á ekki að víkja á Islandi. Eins og svo oft áður hefur Krabbameinsfélag íslands haft frumkvæði að því að taka upp slíka staðla og bjóða öllum þátttakendum í rannsóknum sínum upp á óháða erfðaráðgjöf. Þess er varla að vænta að einstak- ir læknar vilji ganga í þá fjárhagslegu ábyrgð sem fylgir því að tryggja sjúklingum sem þess óska faglega erfðaráðgjöf ef óskað er eftir þátt- töku þeirra í rannsóknum. Á endanum verður það hlutverk stofnunarinnar sem leyfir aðgang að gögnunum að tryggja slíkt. Reynir Arngrímsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.