Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 13

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 13
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 195 gerða í heiminum með tilkomu augnbanka, skurðsmásjáa og örfínna sauma. Nú er svo komið að hornhimnuígræðslur eru algengasta gerð líffæraflutninga í heiminum og lifun ígræddra hornhimna er lengri en nokkurra ann- arra líffæra sem flutt eru á milli manna (2). Aðgerðin er framkvæmd þannig að sjúka hornhimnan er skorin úr auganu með holum sí- valningi og gjafahornhimnan á sama hátt úr auga gjafans. Gjafahornhimnan er svo saumuð í auga þegans með stökum eða samfelldum saumum sem fjarlægðir eru um einu ári eftir aðgerð. Helstu ábendingar fyrir hornhimnuígræðslu eru: 1. Hrörnunarsjúkdómar, arfgengir og áunnir: Einn þessara sjúkdóma hefur sérstaka þýðingu fyrir Islendinga vegna mjög hás al- gengis hans hér á landi. Þetta er arfgeng blettótt hornhimnuveiklun (macular corneal dy- strophy) sem kemur yfirleitt fram á unglingsár- um sem fínleg móða á hornhimnunni miðri en breiðist síðan yfir hana alla. Seinna koma fram óreglulegir gráhvítir hnútar sem skaga fram úr yfirborði hornhimnunnar. Þessar breytingar valda því að sjón verður óskýr og hjá flestum er sjónskerðing orðin veruleg um þrítugt (3). 2. Innþckjubilun eftir augnaðgerðir: Við skurðaðgerðir á auga verður óhjákvæmilega hnjask á innþekju hornhimnunnar og í sumum tilfellum, sérstaklega þegar saman fer ald- urstengd innþekjuhrörnun, veldur það horn- himnubjúg og sjónskerðingu. Þetta er algengast eftir brottnám augasteins og ísetningu gervi- augasteins (4). 3. Sýkingar: Þær geta verið af völdum veira, sveppa eða baktería. 4. Meðfæddir gallar: Til dæmis dverghorn- himna (microcornea), risahornhimna (mega- locornea) og keilulaga hornhimna (keratocon- us). 5. Augnslys. 6. Fjölkerfasjúkdómar: Sumum þeirra, svo sem iktsýki, geta fylgt hornhimnuskemmdir. Fljótlega eftir að líffæraflutningar hófust veittu menn því eftirtekt að höfnun var mun fá- tíðari eftir flutning hornhimna en annarra líf- færa. Þetta skýrðu menn með æðaleysi horn- himnunnar og kölluðu hana vef með ónæmis- fræðileg forréttindi (an immunologically privi- leged site) (5). Engu að síður á sér stað höfnun hjá hluta hornhimnuþega en hætta á slíku velt- ur nokkuð á ástæðum ígræðslunnar. Samhliða sumum þeirra, til dæmis virkri hornhimnusýk- ingu, er aukinn nýæðavöxtur í hornhimnunni og þar með aukin hætta á höfnun (6). Einnig aukast líkur á höfnun margfalt við endurteknar ígræðslur (7). Höfnun er þó oftast hægt að halda niðri með ónæmisbælandi lyfjum en þeim fylgir aukin hætta á sýkingum sem ásamt höfnun, gláku og mikilli sjónskekkju eru al- gengustu fylgikvillar hornhimnuígræðslna (5,7,8). Ólíkt því sem tíðkast við flutning á öðrum líffærum er samræmi vefjaflokka hjá gjafa og þega sjaldnast nauðsynlegt við horn- himnuígræðslur (9). Samræmi er þó tryggt þeg- ar um sérstaka hættu á höfnun er að ræða. Lengst af voru hornhimnuígræðslur á íslend- ingum eingöngu framkvæmdar erlendis en árið 1981 var byrjað að framkvæma þær á Landa- kotsspítala og nú eru þær gerðar á augndeild Landspítalans. Fyrstu árin fór hluti sjúkling- anna þó áfram utan til aðgerðar. Hornhimnu- ígræðslur eru einu líffæraflutningarnir sem framkvæmdir eru hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar er að taka saman upplýsingar um fjölda aðgerða, algengustu ábendingar, árangur og fleira og bera saman við reynslu erlendra spítala. Nokkrar sambæri- legar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis (1,7,10,11) en þetta er í fyrsta skipti sem rann- sókn af þessu tagi er gerð á íslandi ef undan er skilin samantekt á ábendingum fyrir horn- himnuígræðslum á Islendingum 1974-1988 (12). Efniviður og aðferðir Farið var yfir sjúkraskrár allra sjúklinga sem gengist höfðu undir hornhimnuígræðslu á ís- landi frá upphafi aðgerða 6. maí 1981 til 1. jan- úar 1996. Skráð var kyn, aldur, ástæða aðgerð- ar, aðrir augnsjúkdómar, sjónlag, sjónskerpa, lyfjagjöf í og eftir aðgerð og fylgikvillar í að- gerð. Einnig var skráð hvaðan gjafahornhimn- urnar komu, stærð þeirra, aldur gjafans og tímalengd frá andláti hans til aðgerðar. Óskað var eftir upplýsingum um sjónlag og sjón- skerpu með leiðréttingu við þær augnskoðanir sem voru næst sex mánuðum og 18 mánuðum eftir aðgerð hjá þeim augnlæknum sem stund- uðu sjúklingana. Astæðan fyrir því að þessar tímasetningar voru valdar er sú að sex mánuð- um eftir aðgerð hefur augað jafnað sig að mestu með saumum og eftir 18 mánuði án sauma. Sjónskerpa á þó eftir að batna enn frek- ar þegar lengra líður frá aðgerð. Hjá einum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.