Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 17
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 199 sjúklingum á litningi 16 (15). Segja má að arf- geng blettótt hornhimnuveiklun sé sá vægasti í flokki arfgengra hrörnunarsjúkdóma í horn- himnu því ólíkt flestum hinna erfist hann víkj- andi og tekur sig ekki upp í ígræddu hornhimn- unni. Sýkingar eru mun algengari ástæða fyrir hornhimnuígræðslum í suðlægum löndum heldur en á íslandi (10,11). Slys voru óalgeng ástæða ígræðslna samkvæmt rannsókninni en alls voru þrjár ígræðslur gerðar beint eða óbeint vegna slysa. Gjafahornhimnur: I þeim tilfellum sem gjafahornhimnur voru ferskar var tími frá andláti gjafa til brottnáms hornhimnunnar annars vegar og til ígræðslu hins vegar langt undir viðmiðunarmörkum sem eru 12 tímar fyrir hið fyrrnefnda (24 tímar ef augun eru strax kæld) og 48 tímar fyrir hið síðarnefnda (7). Mest liðu sex tímar frá andláti til brottnáms hornhimnu og 18 tímar til ígræðslu. Astæðan fyrir því að mun strangari tímamörk voru notuð var sú að hérlendis er ekki til staðar tækjabún- aður sem nauðsynlegur er til að meta ástand gjafahornhimnanna. Vegna aukinna krafna um gæði þeirra þykir nú nauðsynlegt að geta metið innþekjuþéttni þeirra en fjárveiting til kaupa á tækjabúnaði hefur ekki fengist. Því hafa allar gjafahornhimnur sem notaðar hafa verið frá maí 1992 komið frá Norræna hornhimnubank- anum í Árósum. Þær eru geymdar í svokölluðu líffærabaði (organ culture) og geymast í allt að 30 daga (7). Kostirnir við augnabanka eru þeir að hægt er að skipuleggja aðgerðir fram í tímann frekar en að gera þær sem bráðaaðgerðir þegar gjafa- hornhimnur falla til, hægt er að meta örveru- mengun og innþekjuþéttni hornhimnanna og möguleiki er á vefjaflokkun (7,10). Þessum markmiðum mætti öllum ná með uppsetningu skammtímahornhimnubanka á Islandi með litlum tilkostnaði. Óvíst er hvort íslendingar geti áfram búist við að fá gjafahornhimnur erlendis frá þar sem skortur er á þeim í heiminum (13,16). Engin dæmi eru um það að smitsjúkdómar hafi borist á milli manna með hornhimnum hér á landi en erlendis eru skráð smit af hundaæði, Jakob-Creutzfeldt sjúkdómi og lifrarbólgu B. Hins vegar eru engin smit af völdum HIV veirunnar með þessari leið skráð þótt vitað sé að notaðar hafi verið hornhimnur úr HIV smit- uðum gjöfum. Fylgikvillar: Fylgikvillar í aðgerð voru fátíðir. Óvarlegt er að draga ályktanir um tíðni síðkominna fylgikvilla þar sem hornhimnu- þegum var eingöngu fylgt eftir í eitt og hálft ár. Sjónskerpa: Þegar meta á árangur horn- himnuígræðslna koma ýmsir þættir til, svo sem lifun, minnkun verkja og álit sjúklings. Þessir þættir eru allir vandmetnir og erfiðara er að tímasetja hvenær ígræðslan hefur brugðist heldur en við ígræðslu flestra annarra líffæra (2,17). Sú mælistika sem mest hefur verið notuð er sjónskerpa eftir aðgerð og oft er miðað við að sjónskerpa uppá 6/12 eða meira á Snellen-töflu með bestu leiðréttingu sé góður árangur. Sex mánuðum eftir aðgerð var sjónskerpa 49% þeirra sem rannsóknin náði til 6/12 eða betri og 18 mánuðum eftir aðgerð var hlutfallið 61%. I rannsókn De Cock sáu 46% augna 6/18 eða betur, í rannsókn Tseng og félaga sáu 48,2% 6/12 eða betur og í rannsókn Williams og félaga sáu 43% 6/12 eða betur. I öllum þess- um rannsóknum er miðað við bestu mældu sjónskerpu eftir aðgerð en ekki eingöngu tvo fasta tímapunkta eins og í þessari rannsókn. f erlendum rannsóknum hefur komið í ljós að bestur árangur hefur náðst hjá þeim sem ígræðslur eru gerðar á vegna keilulaga horn- himnu eða hrörnunarsjúkdóma en síðri hjá þeim sem voru með hornhimnusýkingu sem ástæðu aðgerðar eða aðra sjúkdóma þar sem nýæðamyndun er mikil (1,7,10,11). Niðurstöð- ur okkar samræmast þessu. Ef aðeins eru skoðaðir þeir sem höfðu ábendingarnar arf- genga blettótta hornhimnuveiklun, keilulaga hornhimnu eða innþekjuhrörnun Fuchs kemur í ljós að 79% þeirra sáu 6/12 eða betur sex mánuðum eftir aðgerð og 82% 18 mánuðum eftir aðgerð sem er mun betri árangur en fyrir hópinn í heild. Samanlagt hlutfall þessara ábendinga er 51% í þessari rannsókn en 30- 42,8% í rannsóknunum sem áður er vitnað til. Þetta skýrir að nokkru leyti að árangur í formi bættrar sjónskerpu er betri hérlendis en erlendis. HEIMILDIR 1. Anonymous. The Australian Corneal Graft Registry. Aust N Z J Ophthalmol 1993; 21: 1-48. 2. Williams KA. Muehlberg SM, Lewis RF, Coster DJ. How successful is corneal transplantation. A report from The Australian Corneal Graft Register. Eye 1995; 9; 219-27. 3. Jónasson F, Oshima E, Thonar EJ-MA, Smith CF,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.