Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 24

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 24
204 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Table I. Patients’ weight and gestational age at birth and differences between patients and controls. Weight is given in grams, gestational age in weeks and difference in dates of birth is given in days. Number Patients Control 1 Control 2 Difference in Difference in Weight Gest.age Weight Gest.age Date of birth Weight Gest.age Date of birth 1 1134 28 -79 -2 -10 -96 -2 23 2 1421 32.5 -29 -0.5 -14 -103 -0.5 32 3 970 28.5 -169 -1.5 -126 231 -0.5 44 4 969 26.5 1 -1.5 -69 -73 -2.5 611 5 1282 28 7 -2 -48 -158 -1 99 6 2566 35 -12 1 -30 206 0 11 7 2606 37.5 -29 0.5 -4 162 -1 3 8 3210 38 96 -1 -4 -185 -1 1 9 2840 36 112 -1 -1 -136 0 0 10 3898 37 248 -1 -1 188 -1 15 11 1665 34 -35 0 -1 -103 0 93 12 3462 40 87 0 0 -22 0 0 13 2390 35 19 0 -4 34 1 82 14 4286 38 -172 -1 -64 79 -1 2 15 2270 36 -15 1 -24 75 0 74 16 2094 31.5 168 -0.5 -24 -58 -0.5 139 17 2707 35 28 -1 -3 11 -1 34 18 669 24 -442 -4 -27 79 -1 264 Average 2246.6 33.4 -16.1 -0.9 -25.2 -6.6 -0.6 84.8 Average difference in gestational age: -0.7 Average difference in weight at birth: -11.3 Average difference in date of birth: 29.8 skilmerki. Þegar það tókst ekki voru valin þau börn sem næst komust. I einu tilviki munaði 20 mánuðum á fæðingardögum og 2,5 vikum í meðgöngulengd, en sjúklingurinn var engu að síður mikill fyrirburi (29 vikna meðganga) og fæddur innan faraldurstíinabilsins. Fyrir yngsta og minnsta sjúklinginn tókst ekki að finna sam- anburðarbörn sem uppfylltu ströngustu skil- yrði. Annað samanburðarbarnið fæddist 442g þyngra og eftir fjögurra vikna lengri meðgöngu en sjúklingurinn, en var engu að síður fyrirburi (28 vikna meðganga). Hitt samanburðarbarnið uppfyllti skilyrði um meðgöngulengd og fæð- ingarþyngd en fæddist tæpum níu mánuðum á eftir sjúklingnum og utan faraldurstímans, snemma árs 1991. Sjúkraskýrslur barnanna voru fengnar frá skjalasafni Landspítalans. Skráðar voru allar fáanlegar upplýsingar um fæðugjöf: hvað var gefið, hversu mikið, hvernig og hvenær. Jafn- framt var þyngd barnanna skráð til að hægt væri að reikna fæðumagn á þyngdareiningu. Þær upplýsingar sem fengust fyrir einstök börn voru mismiklar. Fyrir þau börn sem lágu á Vökudeild Barnaspítala Hringsins voru allar upplýsingar til. A sængurkvennadeildum er fæðan hins vegar ekki mæld ofan í börnin og því vantar upplýsingar um einstakar gjafir hjá þeim börnum sem ekki voru lögð á Vökudeild- ina. I öllum tilvikum lágu fyrir upplýsingar um fæðutegundir fram að útskriftardegi af Land- spítalanum. Fyrir samanburðarbörn sex sjúk- linga voru engar upplýsingar til um fæðumagn, í öllum tilvikum var um að ræða fullburða og hraust börn sem aldrei komu á Vökudeild. Fyr- ir samanburðarbörn annarra sex sjúklinga voru til takmarkaðar upplýsingar um fæðumagn, ýmist stopular eða fyrir minna en fimm daga. Fyrir samanburðarbörn þeirra sex sjúklinga sem eftir eru, voru til nægar upplýsingar. Reiknað var rúmmál fæðugjafar á þyngdar- einingu (ml/kg) í hverja gjöf á 12 klukkustunda fresti í 10 sólarhringa eftir fyrstu gjöf og niður- stöðurnar settar upp í dreifirit. Fundnar voru aðhvarfslínur og lýsa hallatölur þeirra meðal- aukningu í magni á klukkustund fyrir hvorn hóp. Einnig voru reiknuð meðaltöl úr hverri þessara gjafa fyrir hvorn hóp og þau sett upp í graf. Fundin voru mismunargildi á fæðumagni gjafa fyrir hvern einstakling og hóparnir bornir saman með t-prófi. Auk upplýsinga um fæðugjöf voru skráðar sjúkdómsgreiningar og upplýsingar um aðra áhættuþætti: naflaslagæðarleggi, súrefnisskort við burðarmál (ef fyrir lá óeðlilegt fósturrit, fóstursaur í legvökva, Apgar-stigun <5 við eina

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.