Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 207 rannsókn okkar sýndu marktækan mun milli hópa: fæðugjöf um magaslöngu og bráður eða hálfbráður keisaraskurður. Mögulegt er þó að þessir þættir séu fyrst og fremst vísbending um heilsufar áður en sjúkdómurinn kom fram en ekki beinir áhættuþættir. Hugsanlega kann þó magaslangan eða fæðugjöf um hana, að vera sjálfstæður áhættuþáttur. Helsti veikleiki þessarar rannsóknar, hvað varðar samanburð á magnaukningu fæðugjafa, er hve mismiklar upplýsingar voru til um börn- in. Sjúklingarnir höfðu fengið fæðu í maga mislengi áður en þeir veiktust og samanburðar- börnin lágu mislengi á spítalanum. Fyrir þau samanburðarbörn sem fæddust eftir eðlilega meðgöngulengd og voru lögð á brjóst og drukku að vild, eru ekki til nákvæmar upplýs- ingar um magn fæðu þar sem slíkt er ekki mælt á sængurkvennadeildum. Hins vegar eru til upplýsingar um fæðumagn allra sjúklinganna. Þessi upplýsingaskortur gerði það að verkum að ekki var talið mögulegt að nýta pörun við samanburð á magnaukningu fæðugjafa heldur voru upplýsingarnar notaðar fyrir hópana í heild. Þetta kann að hafa dregið úr möguleikum tölfræðiprófanna til að greina mun milli sjúk- linga og samanburðarbarna. Ovíst er þó hvaða áhrif það hefði haft á niðurstöður hefðu þessar upplýsingar verið til. Jafnframt er erfitt að segja til um hvort niðurstöður hefðu verið aðr- ar ef tekist hefði í öllum tilvikum að finna sam- anburðarbörn sem uppfylltu ströngustu skilyrði um dagsetningu fæðingar, meðgöngulengd og fæðingarþyngd. Athyglisvert er að sjúklingarnir höfðu allir verið veikir á einn eða annan hátt, áður en þeir veiktust af þarmadrepsbólgunni og lágu allir á Vökudeild. einnig þeir sem voru fullburða. Sú staðreynd að allir þeir sjúklingar, sem fengu næringu í maga áður en þeir fengu þarmadreps- bólgu, voru nærðir um magaslöngu, stafar væntanlega af því sjúkdómsástandi eða fyrir- burahætti sem olli vist þeirra á Vökudeild og er því vísbending um heilsufar þeirra áður en sjúkdómurinn kom fram. Bráður keisaraskurð- ur er hins vegar vísbending um áfall eða yfir- vofandi áfall við burðarmál. Mun fleiri saman- burðarbörn en sjúklingar höfðu enga af áhættu- þáttunum sem skoðaðir voru og almennt höfðu sjúklingarnir fleiri áhættuþætti. Þessi atriði virðast styðja hugmyndir um margþættar or- sakir þarmadrepsbólgu: því fleira sem verður til að veikja börnin, þeim mun meiri er hættan á þarmadrepsbólgu. Lokaorð Ekki tókst að sýna fram á að sjúklingarnir hefðu fengið annað magn eða aðra samsetningu fæðu en samanburðarbörnin og þar með ekki að þarmadrepsbólga hafi orsakast af magni eða tegund fæðu. Hugsanlega duga þessar niður- stöður þó ekki til að afsanna að svo sé. Fleiri rannsókna er þörf og reyndar könnun á ýmsum öðrum þáttum sem tengjast þarmadrepsbólgu hjá nýburum. Þakkir Örn Ólafsson aðstoðaði við tölfræðilega út- reikninga. Starfsfólk Tölvuvers Landspítalans veitti aðstoð við tölvuvinnslu. HEIMILDIR 1. Genersich A. Bauchfellentziindung beim Neugebornen in Folge von Perforation des Ileums. Virch Arch Pathol 1891; 126: 485-94. 2. Walsh MC, Kliegman RM, Fanaroff AA. Necrotizing enterocolitis: a practitioner’s perspective. Pediatr Rev 1988; 9: 219-26. 3. Larson HE. Neonatal necrotizing enterocolitis: a neonatal infection? J Hosp Infection 1988; 11: 334-9. 4. Kosloske AM. A unifying hypothesis of pathogenesis and prevention of necrotizing enterocolitis. J Pediatr 1990; 117: 68-74. 5. Goldman HI. Feeding and necrotizing enterocolitis. Am J Dis Child 1980; 134: 553-5. 6. Zabielski PB, Groh-Wargo SL, Moore JJ. Necrotizing enterocolitis: feeding in endemic and epidemic periods. J Parenteral Enteral Nutrition 1989; 13: 520^4. 7. Lucas A, Cole TJ. Breast milk and neonatal necrotizing enterocolitis. Lancet 1990; 336: 1519-23. 8. Clark DA, Miller MJS. Intraluminal pathogenesis of ne- crotizing enterocolitis. J Pediatr 1990; 117: 64-7. 9. Moomjian AS, Peckham GJ, Fox WW, Pereira GR, Schaberg DA. Necrotizing enterocolitis - endemic vs. ep- idemic form. Pediatr Res 1978; 12: 530. 10. Dagbjartsson A, Jóhannsson JH, Halldórsdóttir AB, Bjarnason G, Biering G. Þarmadrepsbólga nýbura á ís- landi. Læknablaðið 1993; 79: 383-92. 11. Lui K, Nair A, Giles W, Morris J, John E. Necrotizing enterocolitis in a perinatal centre. J Pediatr Child Health 1992; 28: 47-9. 12. McKeown RE, Marsh TD, Amarnath U, Garrison CZ, Addy CL, Thompson SJ, et al. Role of delayed feeding and of feeding increments in necrotizing enterocolitis. J Pediatr 1992; 121: 764-70. 13. Kliegman RM. Models of the pathogenesis of necrotizing enterocolitis. J Pediatr 1990; 117: 2-5.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.