Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 31

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 209 máli á 18. öld. Fram á 19. öld tíðkaðist orð- myndin nálgur en j-myndin kemur fram seint á 18. öld og hefur haldist síðan. Uppruni orðsins er öldungis óljós og ekki verða fundnar beinar samsvaranir við orðið í skyldum grannmálum (4). Þótt heimildir um njálg í mönnum hér á landi séu heldur fátæklegar skulu þær helstu til- greindar. Náttúrufræðingurinn Nicolai Mohr ferðaðist um ísland árið 1781 og í bók sinni um Náttúrusögu Islands er njálgs í mönnum fyrst getið á prenti hér á landi (5). Árið 1834 nefnir Jón Pétursson njálginn í Lækningabók fyrir al- þýðu (6) og Benedikt Gröndal nefnir hann einnig í bók sinni um Dýrafræði sem kom út 1878 (7). Eftir þetta er njálgs getið all víða á prenti. Til dæmis nefna læknar hann iðulega í skýrslum sínum til landlæknis um heilbrigðis- ástandið í einstökum héruðum. Sumar þessar skýrslur voru birtar í Heilbrigðisskýrslum land- læknisembættisins en útgáfa þeirra hófst 1881. Ekki bar þó skylda til að tilkynna njálgssýking- ar sérstaklega eins og gilti um tvö önnur land- læg sníkjudýr; kláðamaurinn (Sarcoptes sca- biei) og sulli (lirfustig) sullaveikibandormsins (Echinococcus gramúosus). Af þeim sökum liggja engar samfelldar upplýsingar fyrir um njálgssýkingar á Islandi. Engu að síður slædd- ust ýmsar fróðlegar upplýsingar inn í heilbrigð- isskýrslur. Sem dæmi má nefna að Vilmundur Jónsson getur um 16 njálgstilfelli í Isafjarðar- læknishéraði árið 1921 (8) og árið 1960 er sér- staklega tilgreint að óvenjumikið hafi verið um njálg í Kópavogi, bæði í börnum og fullorðnum konum (9). Yfirleitt er fjallað stutt um njálg í kennslu- bókum um náttúrufræði sem gefnar hafa verið út á þessari öld. Auk þess er almennar upplýs- ingar að finna um snfkjudýrið í tveimur grein- um í Læknablaðinu sem birtust árin 1919 og 1926 (10,11) og í bókunum Heilsurækt og mannamein (12) og Mannætur (13) sem báðar komu út fyrir miðja öldina. Aftur á móti eru höfundi einungis kunnar tvær greinar sem byggja beinlínis á íslenskum athugunum. Um er að ræða samantektir frá árunum 1917 og 1921 eftir Steingrím Matthíasson lækni sem álítur að samhengi geti verið milli botnlanga- bólgu og njálgssýkinga (14.15) þótt slíkt hafi ekki verið staðfest á síðari tímum (3). Samkvæmt ofansögðu virðist ljóst að njálgur hefur verið landlægur á íslandi um langa hríð. Engu að síður er lítið vitað um sýkingartíðni og útbreiðslu hans ef undan er skilin sú athugun sem áður var nefnd (1). Líffræðilegar upplýsingar Flokkun: Njálgur er þráðormur (Nematoda) sem lifir sníkjulífi í mönnum um allan heim. Linneus gaf njálgnum fræðiheitið Oxyuris vermicularis árið 1758 en tæpum áratug síðar var njálg skipað í ættkvíslina Enterobius (3). Sumir nota enn þann dag í dag gamla ættkvísl- arnafnið Oxyuris um njálg og nefna njálgssýk- ingar oxyuriosis í stað enterobiosis. Árið 1985 var greint frá því í vísindagrein að njálgur væri ekki ein tegund heldur tvær ná- skyldar tegundir (16). Önnur tegundin ber fræðiheitið E. vermicularis (Linneus, 1758) en hin hefur hlotið nafnið E. gregorii (Hugot, 1983). Kvendýr tegundanna eru illþekkjanleg í sundur en auðvelt er að aðgreina karlormana á lengd brodda sem notaðir eru við mökun. Hjá tegundinni E. vermicularis eru broddarnir 100-141 pm langir en hjá hinni tegundinni, E. gregorii, eru þeir nokkru styttri eða á bilinu 68-80 pm (16). Enn sem komið er hafa litlar rannsóknir verið gerðar á sýkingartíðni og út- breiðslu þessara tegunda. Þó hefur þegar verið sýnt fram á að báðar tegundirnar er að finna víða um heim (17-19) og stundum hafa þær báðar fundist í sömu einstaklingunum (18). Óvíst er hvort einungis önnur eða báðar áð- urnefndar njálgstegundir finnast hér á landi. Þó hafa verið rannsökuð karldýr sem fundust í saursýni úr íslenskum sjúklingi sem tekið hafði inn ormalyfið Vermox® (mebendazól). I því tilviki var tegundin Enterobius gregorii. Hvort E. vermicularis finnst hér líka, mun væntan- lega koma í ljós við frekari athuganir. Útlit: Ormarnir eru hvítir að lit, sívalir og mjókka til beggja enda. Framendinn er ávalur en afturendinn oddmjór. Kvendýrin eru 8-13 mm en karldýr mun minni eða um 2-5 mm löng (mynd 1). Eggin sjást ekki berum augum. Þau eru af- löng (lengd um 0,05-0,06 mm, breidd um 0,02-0,03 mm) en sérkennileg að því leytinu til að þau eru ósamhverf (mynd 2). Egghjúpurinn er frekar þykkur og án litarefna. Auðvelt er að þekkja njálgsegg frá eggjum annarra ormateg- unda sem lifa í meltingarfærum manna (2,20-23). Útbreiðsla: Njálgur finnst í mönnum um all- an heim og sums staðar er hann mjög algengur. í Norður-Ameríku er hann til dæmis algengasta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.