Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.03.1998, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 213 anna. Skiptar skoðanir eru aftur á móti á því hversu langt á að ganga í að meðhöndla skóla- félaga barnanna. Iðulega ræður afstaða skóla- læknis og starfsfólks skólanna til hvaða að- gerða er gripið. Benda má á í þessu samhengi að mörgum er illa við að taka lyf að nauðsynja- lausu, auk þess sem meðhöndlun kostar ákveð- in fjárútlát sem menn eru misjafnlega reiðu- búnir að greiða. Samfara lyfjameðhöndlun þarf að huga vel að þrifum á heimilinu og tileinka sér hreinlæt- isvenjur sem minnka líkurnar á því að end- ursmitun geti átt sér stað. Strax að lokinni fyrri meðhöndlun er ráðlagt að þvo eða ryksuga gólf, ryksuga rúm og rúmdýnur og skipta um öll handklæði á heimilinu. Einnig þarf að skipta um sængurföt, náttföt, nærföt og annan klæðnað sem líkur eru á að njálgsegg geti leynst í. Allur þvottur skal þegar í stað þveginn því þar geta eggin lifað svo dögum skiptir. Brýnt er að þvo hendur eftir salernisferðir og fyrir máltíðir. Klippa þarf neglur og halda þeim stuttum og forðast að stinga fingrum í munn eða nef. Fyrstu vikuna eftir meðhöndlun er ráð- lagt að skipta daglega um handklæði, þvo kló- settsetur, baðker og gólf á baðherbergjum. Og eins og áður sagði er brýnt að endurtaka lyfja- meðhöndlun eftir tvær vikur til að drepa þá njálga sem gætu verið að þroskast hafi end- ursmit átt sér stað. Almennt er talið að mestar líkur séu á því að smitast þar sem börn koma saman, til dæmis á leikskólum og í skólum (20). Erfitt er að verj- ast utanaðkomandi njálgssmiti þar sem njálgs- eggin geta meðal annars borist langar leiðir í lofti eins og hvert annað ryk. Þó er hægt að benda á nokkrar leiðir sem draga úr hættunni á því að smitast af njálgi utan heimilis. Þar skal aftur nefndur handþvottur eftir salemisferðir og fyrir máltíðir. A almenningssalernum skal leitast við að nota einnota handþurrkur eða skipta þétt á handklæðum. Einnig að þvo sal- ernissetur, salerni, vaska, gólf og handföng á baðherbergjum daglega. Einnig má benda börnum á að forðast að fara með fingur úr nefi beint upp í munn (éta ekki hor) og að venja sig ekki á að stinga hlutum upp í sig. Fullorðnum skal sérstaklega bent á mikilvægi handþvottar eftir að hafa hjálpað börnum með þrif eftir sal- ernisferðir. Þakkir Samverkamenn höfundar þeir Matthías Ey- dal og Sigurður H. Richter Iásu handrit og bentu á ýmislegt sem betur mátti fara. HEIMILDIR 1. Jónsson B, Skírnisson K. Njálgssýkingar í leikskólabörn- um í Reykjavík og Kópavogi. Læknablaðið 1998; 84: 215-8. 2. Richter SH, Eydal M, Skírnisson K. Yfirlitsgrein: Sníkju- dýr í mönnum á íslandi. Læknablaðið 1990; 76: 287-93. 3. Russel LJ. The Pinworm, Enterobius vermicularis. Primary Care 1991; 18: 13-24. 4. Ingólfsson G. Um orðmyndina njálgur. Reykjavík: Til- raunastöðin Keldum, 1997: 1. 5. Mohr N. Forspg til Islandsk Naturhistorie. Kaupmanna- höfn: Christian Friederich Holm, 1786: 414 +XVI p. 6. Pétursson J. Lækningabók fyrir almúga. Kaupmannahöfn: Þorsteinn Jónsson, 1834: 243 + VIII p. 7. Gröndal B. Dýrafræði. Reykjavík: ísafoldarprentsmiðjan hf, 1878: 168 +XIV p. 8. Jónsson V. Ársskýrsla hjéraðslæknisins í ísafjarðarhjéraði árið 1921. Heilbrigðisskýrslur 1921-1925. Reykjavík: Fé- lagsprentsmiðjan, 1927: 154-61. 9. Heilbrigðisskýrslur 1960. Reykjavík: Landlæknisembætt- ið, 1964: 93. 10. Jónsson S. Oxyuriasis. Læknablaðið 1919; 5: 161-2. 11. Hansen H. Njálgur (oxyuriasis). Læknablaðið 1926; 12: 182-4. 12. Hansen H. Melting og meltingarsjúkdómar. In: Dungal N, ed. Heilsurækt og mannamein. Læknisfræði nútímans fyr- ir almenning. Reykjavík: Bókaútgáfan Dagrenning, 1943: 310-40. 13. Friðriksson Á. Mannætur. Reykjavík: ísafoldarprentsmiðj- anhf, 1933: 157 p. 14. Matthíasson S. Appendicitis og oxyuriasis. Læknablaðið 1917; 3: 97-101. 15. Matthíasson S. Oxyures og önnur corpora aliena í append- ix. Læknablaðið 1921; 7, 145-7. 16. Hugot JP, Tourte-Schaefer C. Étude morphologique des deux oxyures parasites de Lhomme: Enterobius vermicul- aris et E. gregorii. Ann Parasitol Hum Comp 1985; 60: 57-64. 17. Ashford RW, Hart CA, Williams RG. Enterobius vermicu- lalris infection in a children’s ward. J Hosp Infect 1988; 12: 221-4. 18. Ahn YK, Chung PR, Soh CT. Enterobius gregorii Hugot, 1983 recovered from school children in Kangwon-Do, Korea. Kisaengchunghak Chapchi 1992; 30: 163-7. 19. Mangali A, Sasabone P, Syafruddi, Abadi K, Hasegawa H, Toma T, et al. Intestinal parasitic infections in Campalagi- an district, south Sulawesi, Indonesia. Southeast Ásian J Trop Med Public Health 1993; 24: 313-20. 20. Roberts LS, Janovy J. Foundations of Parasitology. 5th ed. Dubuque, Bogota, Buenos Aires, Caracas,Chicago, Guill- ford CT, London, Madrid, Mexico City, Sydney, Toronto: Wm. C. Brown Publishers, 1996: 659 p. 21. Beaver PC, Jung RC, Cupp EV. Clinical Parasitology. 9th ed. Philadelphia: Lea & Febiger, 1984: 825 p. 22. Bogitsh BJ, Cheng TC. Human Parasitology. lst ed. Phila- delphia, New York, Chicago, San Francisco, Montreal, Toronto, London, Sydney, Tokyo: Saunders College Publ- ishing, 1990: 435 p. 23. Garcia LS, Bruckner DA. Diagnostic Medical Parasitology. 2nd ed. Washington D.C.: American Society for Microbiology, 1993: 764 p. 24. Katzman EM. What’s the most common helminth in the U.S.? J Matern Child Nurs 1989; 14: 193-5. 25. Jóhannesson Þ. Sýklalyfjafræði III. Reykjavfk: Háskólaút- gáfan, 1996: 272-378.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.