Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 39

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 39
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 217 Rannsóknin var framkvæmd með svonefndri límbandsaðferð (6). Njálgsegg á svæðinu um- hverfis endaþarmsop eru fönguð með því að þrýsta glæru límbandi á svæðið og límbandið síðan límt á smásjárgler og merkt nafni einstak- lingsins. Fyrir smásjárskoðun voru nokkrir dropar af xylóli látnir renna undir límbandið til að leysa upp í því límið og fylla upp í holrúm undir límbandinu. Að því búnu var annað smá- sjárgler lagt yfir límbandið, sýninu síðan hvolft við og leitað að njálgseggjum neðan á límband- inu í ljóssmásjá við 125 falda stækkun. Niðurstöður Njálgur fannst á sex leikskólum af níu (67%) í alls 11 af þeim 184 börnum (6%) sem rann- sóknin náði til. Sýkingartíðni á einstökum leik- skólum var alls staðar svipuð eða á bilinu 5,9- 9,1% (tafla I). Fjórtán börn, af þeim 342 sem ekki voru rannsökuð (4,1%), reyndust hafa sögu um njálgssýkingu á síðustu sex mánuðum. Þessar upplýsingar (tafla III), að viðbættum niður- stöðum rannsóknanna (tafla I) leiddu í ljós að samtals voru 25 börn á leikskólunum annað hvort með njálg eða höfðu sögu um njálgssýk- ingu á undangengnum sex mánuðum. Saga var um njálgssýkingu á einum þeirra þriggja leik- skóla þar sem njálgssýking fannst ekki í rann- sókninni þannig að njálgur var, eða hafði ný- lega verið, á sjö leikskólanna (78%). Tiltölu- lega fá börn voru á leikskólunum þar sem njálgur greindist ekki (tafla II). Samanburður á fjölda njálgstilfella og aldri leikskólabarnanna leiddi í ljós að það voru fyrst og fremst elstu börnin sem greindust með njálg. Sjö af 53 börnum á fimmta aldursári (13,2%) og þrjú af 42 börnum á sjötta aldursári (7,1%) voru með njálg. Ekkert þriggja ára barn greindist með njálg (n=44) og einungis eitt tveggja ára barn (2,2%, n=45) (tafla II). Umræða Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Það skal undirstrikað að efniviður- inn er lítill og því ber að túlka niðurstöður með varúð. Njálgssýkingar virðast vera tiltölulega sjald- gæfar í börnum undir fjögurra ára aldri. Eftir að börn eru komin á fimmta og sjötta ár aukast lík- urnar talsvert á því að börn fái njálg en ríflega 10. hvert barn á þessum aldri greindist með njálg. Athyglisvert er að í fæstum tilfellum höfðu forráðamenn eða starfsfólk leikskólanna grun eða vitneskju um að börnin væru sýkt. Vert er að undirstrika að tölur um smittíðni eru lágmarkstölur. Kemur þar ýmislegt til: Ekki er öruggt að tekist hafi að greina smit í öllum tilvikum, einkum ef fáir njálgar voru í barninu eða að barnið var svo nýlega smitað að njálgarnir voru ekki orðnir kynþroska og farnir að vei'pa. Einnig er hugsanlegt að ummerki um smit hafi horfið áður en sýnatakan fór fram, einkum ef barnið hafði verið baðað eða það þrifið svo rækilega eftir salernisnotkun að öll njálgsegg voru á brott. Um 5% forráðamanna gáfu ekki leyfi til sýnatöku úr börnum sínum. Ekki var spurt um ástæðu synjunar en ekki er hægt að útiloka að suma þeirra hafi grunað njálgssýkingu en ekki viljað að slíkt yrði upp- víst. Skýring þess að njálgur fannst svo til ein- göngu í börnum á fimmta og sjötta ári, en sjaldnast í yngri börnum, er væntanlega marg- þætt. Fyrst skal nefnt að notkun á bleyjum kemur líklega að mestu í veg fyrir að njálgs- smit geti magnast upp hjá börnum á bleyjualdri þótt þau geti hæglega smitast sé njálgssmit í umhverfinu (1). Bleyjurnar koma að öllu jöfnu í veg fyrir að hægt sé að snerta svæðið við endaþarmsop með fingrum og bera egg sem þar kunna að vera upp í munn. Því nær njálgssýk- ing tæplega að magnast upp fyrr en börn hætta að sofa með bleyjur á nóttinni. Auk þess má nefna að þegar börn fara að leika sér saman aukast innbyrðis samskipti og líkurnar á smitun aukast. Erlendar heimildir um sambærilegar athug- anir eru heldur fátæklegar og ekki fundust heimildir sem tilgreina sérstaklega um sýking- artíðni í tveggja til fimm ára börnum. í for- skólabörnum í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur þó verið sýnt fram á að sýkingartíðnin getur verið allt að 50% á sumum svæðum. Einnig hefur komið þar í ljós að iðulega eru mæður barna sem sýkt eru af njálg hlutfallslega oftar sýktar en aðrir fullorðnir einstaklingar (10). Erlendar heimildir virðast nokkuð sam- hljóða um að sýkingartíðnin sé jafnan hæst í forskóla- og grunnskólabörnum en að hún fari iðulega lækkandi þegar kemur fram á unglings- og fullorðinsár. Engu að síður er mjög breyti- legt hversu njálgur er algengur. Til dæmis er hann talinn vera nokkru algengari í kaldtempr- uðum löndum heldur en í hitabeltinu (2-10).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.