Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 44

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 44
222 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Allflestir heila- og taugasjúkdómar geta valdið, og valda oftast, breytingum á blöðru- starfsemi. Nokkrir algengir sjúkdómar eru heilablóðfall, Parkinsons sjúkdómur, heila- og mænusigg, sykursýki og mengis- og mænu- haull (myelomeningocele). Aðrar ástæður breyttrar þvagblöðrustarfsemi eru mænuáverk- ar vegna slysa eða aðgerða, brjósklos með þrýstinpi á taugarætur og aðgerðir í grindar- botni. Ahrif á blöðrustarfsemi eru breytileg eft- ir eðli, staðsetningu og útbreiðslu sjúk- dómanna. Astæða þess að svipaður sjúkdómur í tveimur einstaklingum getur valdið mismun- andi truflun á starfsemi þvagblöðru er ennþá óljós. Breytileg taugastjórnun þvagveganna milli einstaklinga er nærtæk og sennileg skýr- ing. Truflun á starfsemi þvagblöðru hefur af hefð verið flokkuð eftir staðsetningu skaða á taugakerfi (5). Þannig er rætt um skaða stað- settan ofan við þvagstjórnunarstöðina í mænu (S2-4) þar sem afleiðing skaðans getur orðið sú að þvaglát láta ekki að viljastjórn (reflexic-, uninhibited micturition). Samræmi í stjórn þvagblöðruvöðvans og ytri hringvöðva getur verið fyrir hendi eða vantað. Skaðar á þvag- stjórnunarstöð í mænu (S2-4) eða taugum í grindarbotni (infrasacral) valda oftast skorti á samdrætti (denervation) þvagblöðruvöðvans (flaccid-, atonic, areflexic micturition or detru- sor acontractility). Við slíkan skaða hefur bæði verið lýst þvagblöðru með auknu rými (dis- tended hypotonic bladder) og þvagblöðru með minnkað rými stundum samfara aukinni starf- semi (hypertonic-, hyperactive bladder) (6). Æxli í mænu og/eða mænugöngum eru sjald- gæf og fituæxli eru einungis um 1% af öllum æxlum (7,8). Fáum tilfellum hefur verið lýst þar sem fituæxli er staðsett neðan við þvag- stjórnunarstöð mænu (9). Nákvæm sjúkrasaga og skoðun getur gefið vísbendingu hvort um taugatruflun þvagblöðru sé að ræða. Bul- bocavernous viðbragð sýnir hvort taugabrautir til og frá mænu eru starfhæfar eða ekki. Þegar viðbragðið er fyrir hendi leiðir þrýstingur á reðurhúfu (glans penis) eða snípshúfu (glans clitoridis) til samdráttar í hringvöðva enda- þarms. Þvagflæðismæling ein og sér er ófull- nægjandi og hámarksflæði gefur litlar upplýs- ingar um hvort vöðvi þvagblöðru eða kviðar er notaður við þvaglát. Mæling á þrýstingi sam- tímis í þvagblöðru og í kviðarholi er því nauð- synleg til að meta þátt þvagblöðruvöðvans í þvaglátum. I sjúkratilfellinu sem hér er lýst var rými þvagblöðrunnar aukið og blöðrutæming ófull- komin. I slíkum tilvikum er ráðlegt að nota sér- stakan þvaglegg við tæmingu þvagblöðru til að hindra afgangsþvag, þvagleka og þvagfærasýk- ingar. I vissum tilvikum getur regluleg tæming þvagblöðru. með fjögurra til sex klukkustunda millibili, verið verndandi fyrir nýrnastarfsemi. Slík tækni er auðlærð flestum sjúklingum. HEIMILDIR 1. Bradley WE, Teague CT. Spinal cord organization of mictu- rition reflex afferents. Exp Neurol 1968; 22: 504-8. 2. Kliick P. The autonomic innervation of the human urinary bladder, bladder neck and urethra: a histochemical study. AnatRec 1980; 198: 439-45. 3. Gosling JA, Dixon JS, Lendon RG. The autonomic inn- ervation of the human male and female bladder neck and proximal urethra. J Urol 1977; 118: 302-5. 4. Kuru M. Nervous control of micturition. Physiol Rev 1965; 45: 425-32. 5. Krane RJ, Siroky MB. Classification of neurourologic dis- orders. In: Krane RJ, Siroky MB, eds. Clinical Neuro- urology. Boston: Little Brown, 1979. 6. Woodside JR. McGuire EJ. Detrusor hypertonicity as a late complication of a Wertheim hysterectomy. J Urol 1982; 127: 1143-6. 7. McCormic PC, Stein MB. Intramedullary tumors in the adults. Neurosurg Clin North Am 1990; 1: 609-30. 8. Meisheri YV, Mehta S, Chattopadhyay K. Acute paraplegia due to an extradural spinal lipoma: case report. Spinal Cord 1996; 34: 633-4. 9. Mclone DG, Naidich TP. Spinal dysraphism: lipomeningo- coele and lipoma of the filum terminale. In: Tachdijan MO, ed. Pediatric Orthopedics. 3rd ed. Philadelphia: WB Saund- ers, 1990: 1871-80.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.