Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 47

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 225 hægra eyra. Einkennum fjölgaði, kyngingarerf- iðleikar með ónotum í hálsi fóru að gera vart við sig svo og erfiðleikar með að lyfta hægri hendi. Sjúklingur rekur upphaf einkenna sinna aftur til ársins 1993 en þá leitaði hann fyrst til læknis vegna skyndilegs heymartaps (sudden deafness) á hægra eyra og svima. Vandamál sjúklings var þá greint sem sjúkdómur Men- iéres og meðhöndlaður með þvagræsilyfjum en við þá meðferð varð heyrnin eðlileg þó svo svimi gerði vart við sig af og til. Sjúklingurinn reykti ekki, hann hafði enga króníska sjúkdóma í helstu líffærakerfum, tók engin lyf reglulega og hafði ekkert þekkt ofnæmi. Skoðun: Þessi atriði reyndust eðlileg: lykt- arskyn, augu og augnhreyfingar, húðskyn í andliti og hreyfanleiki andlits. Heyrnarpróf sýndi heyrnarleysi á hægra eyra með Webers próf jákvætt til vinstri (mynd la). Við smásjár- skoðun á hægra eyra sást rauðblá fyrirferð í botni miðeyrans (mynd lb). Augntif (nystagm- us) kom ekki fram við kaloríska (hita/kulda) ertingu á hægra eyra. Gómbogi hliðraðist til vinstri og lamað hægra raddband sást við speglun á barkakýli (mynd lc). Sjalvöðvi (m. trapezius) og höfuðvendivöðvi (m. sternocleidomastoideus) hægra megin voru greinilega rýrir og framrekin tunga vísaði til hægri. Hjarta- og lungnaskoðun var eðlileg svo og blóðþrýstingur. Rannsóknir: Blóðpróf voru eðlileg, þar með talin niðurbrotsefni serótóníns (sjá síðar). Tölvusneiðmyndir og segulómun af höfði sýndu stórt æxli (3x4 cm) sem tók yfir megnið af kletthluta gagnaugabeins (pars petrosa ossis temporalis) með innbungun í aftari kúpugróf (fossa cranii post.) (mynd ld). Sjúkdómsgreining: Sjúklingur með hug- og hlutlæg einkenni vanstarfs neðri heilatauga (VIII; IX; X; XI; XII) hægra megin ásamt aug- særri fyrirferð í hægra miðeyra, en starfstruflun þessi sem staðfest var af myndgreiningu gaf sjúkdómsgreininguna: glomus jugulare æxli í kletthluta hægra gagnaugabeins. Hér er um klíníska sjúkdómsgreiningu að ræða, vefja- greining liggur enn ekki fyrir. Umræða Skilgreining: Paraganglioma glomeris jugularis (chemodectoma) er æðaríkt, hægt vaxandi og oftast góðkynja æxli útgengið frá innkirtilsfrumum (endocrinocyti granulares; glomus cells), sem eru einkennisfrumur glom- us jugulare (hóstarbláæðarhnökra) svo sem annarra hnökra (glomera), til dæmis glomus aorticum (ósæðarhnökra) og glomus caroticum (hálsslagæðarhnökra). Fyrir miðja öldina voru æxli í gagnaugabeini (os temporale) og mið- eyra ranglega greind sem þelæxli (endotheli- oma) eða æðaæxli (hemangioma) (1). Meinafræði: Uppruni glomusfrumna er frá taugakambi (crista neuralis) í fósturlífi. Frum- urnar sem mynda glomus jugulare eru í úthjúpi hóstarbláæðarklumbu (bulbus superior v. jugularis intemae) strax neðan við botn mið- eyrahols (cavitas tympani). Þær finnast einnig inni í miðeyraholi í taugastofnshulu (perineuri- um) hljóðholstaugar (n. tympanicus) tungu- og koktaugar (n. glossopharyngeus). Glomusvefurinn er næmur fyrir minnkun súrefnis, hækkun koltvísýringsþrýstings og sýrustigs í blóði. Hann mætir þessum breyting- um í blóði með því að valda taugaviðbrögðum um heilastofn sem hraða og dýpka öndun. Glomusfrumurnar hafa einkenni innkirtils- frumna og mynda æðavirk efni, svo sem katekólamín (catecholamin) og serótónín. Um 5% paraganglioma í glomus jugulare seyta þessum efnum. Þegar svo er hafa sjúklingar gjarnan háan blóðþrýsting fá höfuðverkjaköst, andlitsroða, hjartsláttarónot eða hræðsluköst (2). Algengasta staðsetning æxlisins er í gagn- augabeini. Þar hefur æxlisvöxturinn tilhneig- ingu til að smjúga um beinið þar sem viðnám er minnst. Foftrými kletthluta gagnaugabeinsins eru því mikilvægustu vaxtarleiðirnar, einkum meðfram kokhlustinni (tuba auditiva). Þannig getur æxlisvöxturinn náð fram í kletthluta- broddinn (apex partis petrosae), inn í hálsslag- æðargöngin (canalis caroticus) og jafnvel fram í fleygbeinskúta (sinus sphenoidalis). Vöxtur eftir andlitsgöngum (canalis facialis) er þekkt- ur svo og vöxtur um kokhlust (tuba auditiva) niður í nefkok og einnig vöxtur niður í háls meðfram hálsslagæðarslíðrinu (vagina carot- ica). Vöxtur inn í aftari kúpugróf (fossa cranii posterior) sést í 40-50% tilfella og veldur þá þrýstingi á rætur heilatauga þar (3). Faraldsfræði: Glomus jugulare æxli hafa fundist í fullorðnum á öllum aldri. Meðalaldur við greiningu er 52 ár. Þau eru algengari meðal kvenna (6:1) og sjást oftar hjá þeim er búa á há- fjallasvæðum. Þau eru algengustu æxli í mið- eyraholi og í hóstarbláæðargati (foramen jugu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.