Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.03.1998, Qupperneq 54
232 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 V ísindasiðanefnd Drög að leiðbeiningum handa umsækjendum 1. Allir þeir sem hafa í hyggju að framvæma heilbrigðisvísinda- rannsóknir á mönnum eða á heil- brigðisupplýsingum sem áður hefur verið aflað skulu leita eftir mati Vísindasiðanefndar á rann- sóknaráætlun, samanber reglu- gerð um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 449, 4. júlí 1997 (sett samkvæmt ákvæðum 29. gr., samanber 4. mgr. 2. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga). 2. Siðanefndir sjúkrahúsa meta rannsóknir sem gerðar eru á viðkomandi sjúkrahúsi. Vís- indasiðanefnd (skipuð af heil- brigðisráðherra) skal fjalla um fjölþjóðlegar rannsóknir, rann- sóknir sem gerðar eru á fleiri en einni stofnun innaniands (nema siðanefnd starfi á báðum) og aðr- ar rannsóknir sem ekki falla und- ir verksvið siðanefnda sjúkra- húsa, þar á meðal rannsóknir sem gerðar eru í heilsugæslu, þar til sérstök siðanefnd heilsugæsl- unnar hefur verið skipuð. 3. Mat Vísindasiðanefndar eða siðanefndar sjúkrahúss á rann- sóknaráætlun verður að hafa leitt í ljós að engin vísindaleg eða siðfræðileg rök mæli gegn fram- kvæmd hennar. Að öðrum kosti er óheimilt að gera rannsóknina. Heimilt er að áfrýja niðurstöðu siðanefndar sjúkrahúss tii Vís- indasiðanefndar. 4. Rannsóknaráætlun skal vera í samræmi við Helsinkiyfirlýs- ingu Alþjóðafélags lækna og ráðleggingar ráðherranefndar Evrópuráðsins til aðildarríkjanna um læknisfræðilegar vísinda- rannsóknir á mönnum. 5. Umsókn skal senda í þríriti til siðanefndar sjúkrahúss eða til Vísindasiðanefndar, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Laugavegi 116, 150 Reykjavík, eftir því sem við á. Með henni þarf að vera fylgibréf undirritað af ábyrgðarmanni rannsóknar- innar. 6. Að loknu mati Vísindasiða- nefndar ber að senda rannsókn- aráætlun til tölvunefndar ef til- efni er til samkvæmt lögum um persónuupplýsingar. Umsókn í umsókn þarf eftirfarandi að koma fram: 1. Nafn umsækjanda (verkefn- isstjóra/ábyrgðarmanns), aðsetur eða vinnustaður, nöfn samstarfs- manna og hlutverk þeirra. Að- standendur rannsóknar skulu til- nefna einn ábyrgðarmann sem annist samskipti við siðanefnd. Standi fyrirtæki eða samtök að rannsókn þarf að geta þess sér- staklega. 2. Fjármögnun, styrkir og svo framvegis auk tengsla umsækj- enda við þann eða þá sem fjár- magna rannsóknina ef þau eru einhver. 3. Tilgangur rannsóknar, rann- sóknarspurning, tilgáta. 4. Fræðileg þekking á rann- sóknarsviði, bakgrunnur rann- sóknar, byggt á fyrri rannsókn- um umsækjanda eða annarra. 5. Lýsing aðferða. 6. Hvernig var leitað til þátt- takenda og hvernig verða þeir valdir. Hvers er ætlast til af þátt- takendum, blóðtökur, aðrar rann- sóknir, hve margar ferðir til eftir- lits og mats og svo framvegis? Hver er ávinningur þátttakenda og áhætta? 7. Hvernig verða efniviður, sýni og önnur gögn varðveitt, þar með talið erfðaefni? Hver hefur umráðarétt yfir efniviði að lokinni rannsókn? Verða gögn eða sýni unnin erlendis? Ef svo er, hver hefur umráðarétt yfir þeim þar og hver ber ábyrgð á þeim? 8. Upplýsingar til þátttakenda á íslensku, með eyðublaði fyrir samþykki þátttakanda, samanber leiðbeiningar landlæknis um upplýst samþykki. 9. Vísindalegt gildi niður- staðna, hvernig verður unnið úr gögnum, staðtölulegar aðferðir? 10. Allar breytingar á rann- sóknaráætlun ber að tilkynna Vísindasiðanefnd. 11. Hefur umsókn verið send til tölvunefndar? Til annarra, svo sem siðanefnda? 12. Náms- og starfsferill um- sækjanda (curriculum vitae).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.