Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 65

Læknablaðið - 15.03.1998, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 243 Blóðbankinn, byggður 1953. Abbott fyrirlesturinn er enn hefðbundinn helsti fyrirlestur sama ársþings, en Níels var þess heiðurs aðnjótandi að flytja þann annan í röðinni. Niðurstöðurnar vöktu mikla athygli og var rituð frétt um þær í New York Times. Þáttur íslendinga í rannsókn- um á magakrabbameini í heimin- um var umtalsverður á árunum 1954-1969 og voru þeir prófess- orarnir Júlíus Sigurjónsson og Níels Dungal leiðandi þar. Þeir voru einna fyrstir til þess að benda á háa tíðni magakrabba- meins í íslendingum og til að benda á sambandið við saltaðan og reyktan mat, kjöt, fisk og sjó- fugl. Þeir hlutu veglega og eftir- sótta rannsóknastyrki frá Banda- ríkjunum til þessara verkefna. Krabbameinsframkallandi efni fundust í reyktum íslenskum mat, og sérstaklega þeim sem reyktur var heima með gömlu hefðbundnu aðferðunum. Nú- tímaleg reyking var talin hættu- lítil. Þessar athuganir leiddu til áðurnefndra dýratilrauna Níelsar sem þóttu færa frekari sönnur á sambandið. Kenningin um sam- band á milli salts í fæðu, maga- bólgu og magakrabbameins stendur enn í dag. Stjórnandinn Þegar Níels Dungal kom heim til starfa hafði verið innréttuð á ný fyrsta hæð hússins að Kirkju- stræti 12, sem síðar hýsti Berkla- varnarstöðina Líkn, og nú stend- ur í Arbæ sem skrifstofa safns- ins. Rannsóknastofa Háskólans hóf starfsemi sína árið 1917 und- ir stjórn Stefáns Jónssonar í kjallara hússins að Laufásvegi 25 en fluttist að Kirkjustræti 12 árið 1919. Fljótt eftir heimkomu Dungals fóru verkefnin vaxandi og þörf varð augljós fyrir nýtt og stærra hús. I tilefni Alþingishá- tíðar 1930 gáfu Þjóðverjar ís- lendingum mikið af þá nýjum og fullkomnum tækjum til lækn- ingarannsókna og ýtti það við Alþingi með fjárveitingar til byggingarinnar. Hluti af bygg- ingarfé mun hafa komið fyrir sölu á bóluefni sem Níels seldi bændum. Ekki þarf að efa að hinn ungi og efnilegi háskóla- kennari og vísindamaður var potturinn og pannan í gjöfinni og byggingunni sem var tekin í notkun árið 1934 og er enn efst á Landspítalalóðinni. í lýsingu blaðamanns Morgunblaðsins 21. desember 1934 er sagt þannig frá húsinu (3): „Rannsóknastofa Dungals. Merkileg og nytsöm stofnun Eg nefni hana Rannsóknastofu Dungals, þó rjettu lagi heiti hún Rannsóknastofa Háskólans, sem er sama stofnunin og kúldrast hefir undanfarin ár í gamla hús- inu í Kirkjustræti, sem Halldór Kr. Friðriksson átti á sínum tíma, og litlum breytingum hefir tekið. En geta má nœrri hvernig húsakynni þar eru fyrir vísinda- lega rannsóknastofu, er bygð voru sem venjulegt íbúðarhús hjer í Reykjavík, er mikið lifði af 19. öld. ' Fyrir ötula forgöngu Níelsar Dungal prófessors, hefir Rann- sóknastofan nú fengið mjög gott hús til umráða á Landspítalalóð- inni, reisulega byggingu, 12 x 20 metra að grunnfleti, tvílyft hús með allháum kjallara, og kostaði húsið upp komið um 120 þúsund krónur. Níels Dungal hefir boðið blaðamönnum að skoða þetta nýhýsi og kynnast um leið þeirri staifrœkslu, er þar fer fram, en kunnust er af því, að í Rann- sóknastofu Háskólans hefir á undanförnum árum verið fram- leitt bráðapestarbóluefni og bóluefni við lungnapest, sem mjög hefir orðið skœð í sauðfjen- aði. Níels Dungal er kunnur öll- um bœndum og búalýð þessa lands, fyrir afskifti sín af þessum málum. Við komum inn í rúmgóðan ný- tísku forsal í byggingu þessari, þar sem alt er svo gljáandi og hreint, að útlit er fyrir að þar gœti engin óviðkomandi baktería leynst. En mjög stingur í stúf við allan gljáann, að í forsalnum er hreinrœktuð fjárhúslykt, svo eigi var um að villast, að stofnunin vœri í „lífrœnu sambandi“ við sauðfjárrœktina. - Það er best við byrjum í kjallaranum, sagði Dungal, og þangað fórum við. Þar eru margar vistarverur. Þar varð fyrstfyrir okkur upphaf fjárhúslyktarinnar, kindur tvœr, hver í sinni stíu og hver sjúk af sinni tegund lungnaorma. Eru þœr þar til lœkningatilrauna og athugana. I kenslustofu uppi á lofti kynt-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.