Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 77

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 77
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 251 Novo Nordisk sjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrki sem Rannsóknaráð Norðurlanda veitir. Rannsóknaráö Noröurlanda veitir styrki til grunnrannsókna og klínískra rann- sókna á sviði innkirtlafræði. Styrkir eru ekki veittir til greiöslu feröakostnaðar, prentkostnaöar eöa launakostn- aöar vegna vísindamanna er vinna aö rannsókninni, ekki heldur til tækjakaupa ef framlag frá nefndinni þarf nauðsynlega aö vera meira en DKK 50.000.- Árleg úthlutun úr sjóönum fer fram í ágústlok 1998. Gert er ráö fyrir aö um átta milljónir danskra króna séu til úthlutunar. Umsóknareyöublöö fást á heimasíðu sjóösins http://www.novonordiskfonden.dk Einnig er hægt aö fá umsóknareyðublöðin prentuð eöa á disklingi (Windows 95/Word) hjá skrifstofunni: Novo Nordisk Fonden Brogárdsvej 70 Sími: +45 44 43 90 38 P.O.Box 71 Bréfsími: + 45 44 43 90 98 DK-2820 Gentofte Netfang: nnfond@novo.dk Danmark Umsóknir skal senda á ofangreint póstfang. Til aö umsókn teljist gild þarf hún aö vera fullgerð og póststimpluð í síöasta lagi 30. apríl 1998. Bráöabirgöaumsókn- ir eöa umsóknir sendar meö bréfsíma eru ekki teknar til greina. Reykingar á sjúkrastofnunum Skilyröi fyrir lækningum má ekki hindra lækningu í lögum nr. 101/1996 er gert ráð fyrir að reykingar á sjúkra- húsum verði með öllu óheimilar öðrum en sjúklingum sem fá leyfi til að reykja samkvæmt nánari reglum. Löggjafinn gerir því ráð fyrir að yfirmenn sjúkra- húsa geti veitt sjúklingum reyk- ingaleyfi ef svo ber undir. Nokkrum sinnum hefur þetta vandamál komið á borð land- læknis. Landlæknir telur brýnt að berjast sem mest gegn reyk- ingum og ekki síst á sjúkrahús- um, en eigi að síður er ekki leyfi- legt að neita sjúklingi um vistun á sjúkrahúsi þó að honum sé ofraun að tileinka sér reykinga- bann. í lögum um heilbrigðisþjón- ustu er skýrt tekið fram að allir hafi rétt á þeirri bestu heilbrigð- isþjónustu sem völ er á, þar af leiðandi ber yfirmönnum sjúkra- húsa að koma upp reykingaaf- kima fyrir þá er í vanda eru staddir vegna þessa. Á þann veg hafa mál verið leyst fram að þessu enda er slík ráðstöfun inn- an lagamarka. Ennfremur ber að hafa í huga að þó að sjúklingar hafni ákveð- inni meðferð ber lækni og öðru heilbrigðisstarfsfólki að sinna sjúklingi áfram með öllum þeim ráðum er þau hafa á hendi og sjúklingur samþykkir, nema sér- stök lög bjóði annað, svo sem sóttvarnarlög. Dreifibréf landlæknisembættisins

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.