Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 81

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 255 Norræn ráðstefna um áhrif erfða og umhverfis á faraldsfræði krabbameina Samtök norrænna krabbameinsfélaga (Nordisk Cancer Union - NCU) efna til ráö- stefnu dagana 13. og 14. júní næstkomandi að Hótel Örk í Hveragerði um áhrif erfða og umhverfis á faraldsfræði krabbameina. Ráðstefnan er ætluð öllum þeim sem hafa áhuga á eða starfa að málefnum á sviði krabbameina. Meginviðfangsefni og inngangsfyrirlesarar verða: Rannsóknir á erfðum og umhverfi: Jaakko Kaprio, Firtnland Erfðafræðileg faraldsfræði brjóstakrabbameina: Hrafn Tulinius, ísland Myndun stökkbreytinga og DNA viðhengi (DNA adducts): Herman Autrup, Danmörk Erfðafjölbreytni (genetic polymorphisms) í efnaskiptagenum og tilhneiging til að fá krabbamein: Anne-Lise Börresen-Dale, Noregur Þau sem áhuga hafa á að flytja erindi eða sýna veggspjöld um efni er rúmast geta undir heiti ráðstefnunnar, eru hvött til að senda ágrip úr erindum sínum eða vegg- spjöldum fyrir 15 apríl næstkomandi til Ferðaskrifstofu íslands. Eyðublöð fyrir ágrip, þátttökueyðublöð og nánari upplýsingar fást hjá: Ferðaskrifstofu íslands ráðstefnudeild NCU-ráðstefna Skógarhlíð 18,101 Reykjavík Sími: 562 3300, bréfsími 562 5895/562 3345, netfang: auduri@itb.is Útlimir: olnbogi, framhandleggur og hönd, hné, fótleggur og fótur Fjórða og síðasta námskeiðið í ortópedískri medisín verður haldið að Reykjalundi 28.-31. maí næstkomandi. Aðalkennari verður sem fyrr Bernt Ersson læknir frá Gávle og með honum kemur nú Lars Höglund stoðtækjasmiður. Sem fyrr verður farið í lífeðlisfræði og bíomekanik, en aðaláhersla lögð á meðferð. Á þessu nám- skeiði verður lögð megináhersla á neðri útlimi með sérstakri áherslu á fætur, hreyfi- mynstur og ganggreiningu (gánganalys). Þá verður þriðja deginum sérstaklega varið í að skoða vandamál, sem mögulega er hægt að lagfæra með réttum (ekki sérsmíðuðum!) fótabúnaði. Síðasta daginn (valfrjálst) verður fjallað um prófun og val á skóm. Námskeiðið er ætlað læknum og sjúkraþjálfurum, en sem fyrr verður fjöldi þátttak- enda takmarkaður. Upplýsingar og skráning á námskeiðið er hjá Magnúsi Ólasyni lækni á Reykja- lundi, s. 566 6200 og Óskari Reykdalssyni lækni á Heilsugæslustöðinni á Sel- fossi s. 482 1300.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.