Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 87

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 87
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 259 LANDSPÍTALINN Yfirlæknir Staða yfirlæknis á innkirtlafræðiskor lyflækningadeildar er laus til umsókn- ar. Starfinu fylgir vinnuskylda á göngudeild sykursjúkra og legudeild. Ætlast er til þátttöku í kennslu- og rannsóknarstarfi lyflækningadeildar. Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu og vís- indastörfum sendist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Þórðar Harðarson- ar, sviðsstjóra lyflækningasviðs, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 560 1266. Mat stöðunefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Launa- kjör samkvæmt nýgerðum fastlaunasamningi Læknafélags íslands. Umsókn- arfrestur er til 15. mars næstkomandi. Sérfræðingur Staða sérfræðings í geðlækningum við áfengisskor geðdeildar er laus til umsóknar nú þegar. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af meðferð áfengissjúklinga. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf berist á eyðublöðum stöðunefndar lækna til Tómasar Zoéga, sviðsstjóra geðdeildarinnar, sem jafn- framt veitir upplýsingar í síma 560 1000 og Jóhannesar Bergsveinssonar yf- irlæknis áfengisskorar, sem veitir upplýsingar í síma 560 1770. Mat stöðu- nefndar byggist á innsendum umsóknargögnum. Launakjör samkvæmt ný- gerðum fastlaunasamningi Læknafélags íslands. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Laun samkvæmt gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráð- herra. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítalanum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Heilsugæslulæknir - afleysingar Læknir óskast til sumarafleysinga við heilsugæslusvið stofnunarinnar, æskileg sér- grein er heimilislækningar. Upplýsingar veitir Örn Ragnarsson yfirlæknir í síma 455 4000. - Reyklaus vinnustaður -

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.