Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 90

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 90
262 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Námsstaða deildarlæknis á handlækningadeild Staða deildarlæknis (reynds aðstoðarlæknis) er laus til umsóknar við handlækn- ingadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða eins árs stöðu og verður tímanum skipt þannig að fyrstu átta mánuðir verða á handlækningadeild FSA og fjórir mánuðir á handlækningadeild Landspítalans. Á FSA er gert ráð fyrir að deildarlæknir taki að minnsta kosti 10 millivaktir í mánuði og um það bil þrjár forvaktir. Staðan veitist frá 1. júlí næstkomandi eða fyrr eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar um starfið veitir Shree Datye yfirlæknir eða staðgengill, Harald- ur Hauksson, í síma 463 0100. Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist yfirlækni handlækningadeildar, Shree Datye. Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - reyklaus vinnustaður - Sérfræðingur SJÚKRAHÚS REYKJAVÍ KUR Staða sérfræðings í lyflækningum krabbameina við blóðsjúkdóma- og krabba- meinslækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur er laus til umsóknar. Um er að ræða hlutastarf, sem felur í sér vinnu á legudeild og dagdeild ásamt ráðgjöf á öðrum deildum sjúkrahússins og ennfremur þátttöku í kennslu og vís- indavinnu. Gert er ráð fyrir að umsækjandi geti sinnt vöktum á almennri lyflækningadeild. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavík- urborgar. Umsóknir í tvíriti, ásamt upplýsingum um námsferil, fyrri störf og rannsóknir, sendist til Sigurðar Björnssonar, yfirlæknis blóðsjúkdóma- og krabbameinslækn- ingadeildar, á eyðublöðum sem fást hjá landlækni, fyrir 15. mars næstkomandi, en hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 525 1000. Afrit leyfa þurfa að fylgja umsókn svo og staðfest afrit starfsvottorða. Til þess að unnt sé að meta greinar þurfa þær að fylgja umsókn.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.