Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 92

Læknablaðið - 15.03.1998, Page 92
264 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Iðgjald til Lífeyrissjóðs lækna Eitt stig fyrir áriö 1997 er kr. 204.000,- þannig aö lágmarksiögjald til aö viðhalda réttindum, þaö er 1/3 úr stigi, er kr. 68.000.- Þau sem borga iðgjaldið beint til sjóösins, eru beöin aö inna þaö af hendi sem fyrst. Frá stjórn LÍ Aö gefnu tilefni vill stjórn LÍ koma eftirfarandi á framfæri: Félög lækna sem óska eftir fjárstuöningi frá LÍ til ein- stakra verkefna geta ekki vænst framlaga úr félagssjóöi nema verkefniö hafi verið kynnt stjórn félagsins og hún fallist á fjárhagslegan stuðning viö verkefniö áöur en stofnað er til kostnaöar. Stjórn LÍ Ný stjórn Hinn 28. desember 1996 var formlega stofnaö Fé- lag íslenskra nýrna- lækna. Stjórn félagsins skipa: Páll Ásmunds- son formaður, Jóhann Ragnarsson varafor- maður, Magnús Böðv- arsson gjaldkeri og Mar- grét Árnadóttir ritari. Nýtt fræðsluefni fyrir heilbrigðisstarfsmenn - breyttar áherslur Börn og óbeinar reykingar Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur gefiö út nýtt fræðslurit í samvinnu viö Nor- rænu krabbameinssamtökin (NCU) meö styrk frá tóbaksvarnanefnd. Efniö er ætl- aö heilbrigðsstarfsmönnum sem starfa viö mæðraeftirlit og foreldrafræöslu og er þríþætt: * Börn og óbeinar reykingar - samtalið viö foreldra - handbók * Börn og óbeinar reykingar - samtalið viö foreldra - flettimappa * Til foreldra - um börn og óbeinar reykingar - bæklingur ætlaöur til dreifingar í viðtölum. Fræösluefniö hefur veriö sent öllum heilsugæslustöövum endurgjaldslaust.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.