Læknablaðið - 15.07.1999, Qupperneq 18
608
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Percent
100
,<# f <? ,<b° ^ <b° <?'
^ s* s* ^ ^ ^ ^ ^ ^
Periods
Fig. 7. Percentage of the
Icelandic population living in
urban nuclei with 200
inhabitants and over.
bils- og fæðingarárgangaútreikningar geta
verið mjög næm aðferð til að sundurgreina
flókin áhrif sem einföld skoðun á línuritum
leiðir ekki í ljós. Fæðingarárgangaáhrifm í
valaðgerðunr eru sérstaklega mikilvæg því þau
staðfesta enn frekar að upplag til ætisára mót-
ast á fyrstu árum ævinnar, svipað og gildir um
fylgikvilla og dauðsföll af völdum ætisára.
Allar niðurstöður okkar styðja það álit að
ætisár séu í raun einn sjúkdómur. Fækkun æti-
sára tengd fæðingarárgöngum skýrir sennilega
hvers vegna valaðgerðum fækkaði áður en farið
var að nota H^-blokka, en þeir voru fyrst not-
aðir á Islandi 1976 (20). Veikleiki þessarar
rannsóknar er að um fáa sjúklinga er að ræða í
litlu þýði. Vegna þess hve sjúklingahópurinn er
lítill var ekki hægt að greina á nrilli maga- og
skeifugarnarsára. Samt fæst mjög skýr mynd af
faraldsfræði ætisára og má vel vera að þetta
stafi af því hve gögnin eru einsleit og
fullkomin, þýðið vel skilgreint og stöðugt.
Gögnin um blæðingar hljóta samt senr áður að
vera ónákvæm þar sem aðeins er litið á þær
blæðingar sem meðhöndlaðar voru með að-
gerð. Ennfremur var blæðingu fyrst gefið núm-
er í 9. útgáfu af Alþjóðlegri flokkun sjúkdóma
(International Classification of Diseases) sem
var fyrst notuð á íslandi 1982. Gögn fyrir þann
tíma eru ekki eins áreiðanleg.
Hins vegar er rétt að benda á að ófullkomin
gögn, með skekkjum sem stafa af breytingu á
skráningu og meðferð, eiga frekar að þurrka út
heldur en auka fæðingarárgangaáhrif og slíkar
skekkjur eiga mun frekar að skapa tímabils-
áhrif sem alls ekki fundust í þessari rannsókn.
Hvað gerðist á íslandi upp úr aldamótum
sem skapaði þau skilyrði að fæðingarárgang-
arnir báru með sér háa tíðni ætisára í gegnum
ævina? Fram að þeim tíma var á íslandi ríkj-
andi bændasamfélag þar sem hver fjölskylda
var meira eða minna sjálfstæð eining. Upp úr
aldamótum hófust búferlaflutningar vegna
breyttra atvinnuhátta og fólk flutti úr dreifbýli í
þéttbýli. Á 30 ára tímabili hækkaði hlutfall
þeirra sem bjug^u í þorpum úr 14% í 51%
(mynd 7) (21). Á þessum tíma var húsakostur
þröngur og vatn mengað (22). Banvænar sýk-
ingar voru mjög algengar en eftir 1920 dró úr
þeim. Þannig var 20-30 ára tímabil frá því
flutningar úr sveitum í þorp hófust þangað til
húsnæðiþrengsli og hreinlæti fór batnandi. Þær
kynslóðir sem höfðu háa tíðni ætisára voru ein-
mitt fæddar á þessu tímabili. Þetta skýrir aukna
og síðan minnkandi tíðni ætisára á þessari öld.
Rannsókn á útbreiðslu H. pylori á íslandi
sýndi hámarkstíðni mótefna nákvæmlega í
þessum sömu fæðingarárgöngum og minni
tíðni í fyrri og seinni árgöngum (23). Líklegt er
að sýking með H. pylori, sem náði hámarki á
þessu tímabili, skýri faraldsfræði ætisára á 20.
öldinni. Þegar hreinlæti var hvað minnst og
þrengsli hvað mest hafa fleiri böm á íslandi
verið útsett fyrir H. pylori og í meira magni en
á öðrum tímabilum íslandssögunnar.
I samantekt sýnir þessi rannsókn að íslend-
ingar fæddir á fyrstu áratugum aldarinnar
höfðu háa tíðni ætisára alla ævi og birtist það í
hárri tíðni ætisára um miðbik aldarinnar og síð-