Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 23

Læknablaðið - 15.07.1999, Síða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 61 1 var 30% en vefjarannsóknar 70%. Aðferðimar bættu hvor aðra upp þannig að samanlagt næmi þeirra var 76%. Meðal 13 sjúklinga með ill- kynja æxli og eðlilegt berkjuútlit var vefsýni tekið í gegnum berkju hjá 10 og gaf það grein- inguna hjá sjö. Meðal sjúklinga með frumæxli í lungum sem fóru í skurðaðgerð var fimm ára lifun 37% en í öllum hópnum 15,5%. Alyktanir: Vefjarannsókn reyndist mun næmari aðferð en frumurannsókn (p<0,01) við greiningu illkynja æxla í berkjuspeglun. Kirtil- myndandi krabbamein eru orðin algengasta vefjagerð lungnakrabbameina á íslandi og lifun er sambærileg við nýlega birtar erlendar tölur. Inngangur A undanfömum árum hafa árlega greinst um 100 tilfelli af krabbameini í lungum hérlendis og veldur þessi sjúkdómur nú fleiri dauðsföll- um á Islandi en nokkurt annað krabbamein (1). Berkjuspeglun með sveigjanlegum tækjum hef- ur verið mikilvægasta rannsóknartækni við greiningu illkynja æxla í lungum síðustu ára- tugina (2,3). Við berkjuspeglun gefst tækifæri til skoðunar á berkjutrénu og töku margvíslegra sýna til að staðfesta greiningu ýmissa vefrænna sjúkdóma. Unnt er að staðfesta greiningu illkynja æxla með frumurannsókn þar sem beitt er burstatækni, berkjuskoli eða nálarstungu (4- 8), með vefjasýni úr sjáanlegum meinsemdum í berkjum eða lungnavef gegnum berkju (9-11). Við greiningu æxla er nauðsynlegt að þekkja notagildi einstakra aðferða við sýnistöku þannig að besti árangur náist með minnsta tilkostnaði og áhættu fyrir sjúklinga. Rannsóknir hafa bent til þess að frumusýni með burstatækni væri næmasta einstaka að- ferðin til að staðfesta geiningu illkynja æxla við speglun (4-5). Berkjuskol hefur í flestum rannsóknum gefið lakari árangur og frumu- rannsókn á hráka eftir speglun virtist ekki bæta árangur umfram sýnatöku í speglun (4). Bestur árangur hefur náðst með töku vefjasýnis og frumusýnis saman, þar sem burstatækni við töku frumusýnis var beitt (5,11-13). í þessari rannsókn var metinn greiningarár- angur við berkjuspeglun meðal 189 sjúklinga með einkenni og röntgenbreytingar sem vöktu grun um illkynja sjúkdóm og rannsakaðir voru á Landakotsspítala á árunum 1986-1993. Ár- angur frumurannsóknar með burstatækni var borinn saman við árangur vefjarannsóknar til að meta næmi og áreiðanleika þessara tveggja Tafla I. Samanburður á niðurstöðum frutnu- og vefjarannsókn- ar.* Frumurannsókn Jákvæð Neikvæð Alls Veíjarannsókn Jákvæð 15 23 38 Neikvæð 3 13 16 Alls 18 36 54 *Niðurstöður í þeim 54 tilvikum þar sem tekin voru bæði veíja- og frumusýni í berkjuspeglun og illkynja sjúkdómur greindist. Greiningarárangur var mark- tækt betri af vefjarannsókn en frumurannsókn (p=0,0002). aðferða. Einnig voru breytingar á röntgenmynd og útliti berkja við speglun flokkaðar til að kanna forspárgildi um illkynja sjúkdóma. Þá var metin lifun sjúklinga sem höfðu frumæxli í lungum og skipting eftir vefjaflokkum, en upp- lýsingar um vefjaflokka lungnaæxla á íslandi birtust síðast fyrir 15 árum (14). Efniviður og aðferðir Rannsökuð voru gögn allra sjúklinga sem voru berkjuspeglaðir á Landakotsspítala á sjö ára tímabili (1986-1993). Upplýsingar um berkju- speglanir höfðu verið skráðar samdægurs í rannsóknarbók þar sem fram komu einkenni og ástæða speglunar, teikning af röntgenútliti ásamt teikningu af breytingum sem sáust við speglun (tafla I). Gerðar voru 203 speglanir (S.J.) hjá 189 sjúklingum þar sem frumurann- sókn hafði verið gerð. Berkjuspeglanir voru framkvæmdar í gegn- um nef eða munn, í staðdeyfmgu með Olympus BFP20D berkjuspeglunartæki. Þegar grunur lék á að meinsemd gæti verið utan þess svæðis sem sjáanlegt er við speglun var sýnistaka gerð í skyggningu. Allir sjúklingar voru speglaðir vakandi eftir að hafa fengið morfín og atrópín til undirbúnings og eftir staðdeyfingu með Xylocain úðalyfi og hlaupi. Berkjutréð var skoðað vandlega og tekin voru frumusýni hjá öllum 189 sjúklingunum með burstatækni. Frumusýnin voru samstundis strokin út á gler og hert (fixed) í 95% etanóli en síðan lituð með Papanicolau aðferð og skoðuð af sérfræðingum í frumumeinafræði. Hjá nokkrum sjúklingum var berkjuskol einnig sent í frumurannsókn. Vefjasýni voru tekin hjá 109 sjúklingum, ýmist úr berkju með óeðlilegu útliti eða úr meinsemd sem sást á röntgenmynd gegnum berkjuvegg í skyggningu. Vefjasýni voru hert í 10% formal- íni, sneidd og lituð með hematoxýlíni og eósíni auk sérlitana eftir þörfum. Vefjasýnin voru nýlega endurskoðuð (H.J.I.) og endursneidd og lituð þegar ástæða þótti til. Við endurskoðunina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.